Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 34

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 34
34 N Ý S M Í Ð I Gáshövdi KG-318 er 22ja metra langur og 6,5 metra breið- ur. Fulllestað ber skipið um 45 tonn af fiski ísuðum í 50 lítra kassa. Yfirumsjón með hönnum skipsins var í höndum tækni- manna Óseyjar. Vindubúnaður skipsins var allur smíðaður í Ósey - tvær togvindur, tvær netavind- ur, akkerisvinda, gilsavinda og úthalaravinda. Aðalvél skipsins er af gerðinni Caterpillar frá Heklu hf., sigl- inga- og fiskileitartæki eru af gerðinni Furuno, dekkkrani er Fassi FM110A frá Barka ehf. Frá Merkúr hf. koma Marine Alu- minium brúargluggar, Nor-Pro eldvarnar- og brúarhurðir, ZF Mathers rafmagnsstjórntæki fyrir aðalvél og skrúfubúnað, Nor-Sap brúarstólar og gólfbraut, auk ým- issa dæla, ankeris og ankeriskeðja. Frá Vaka-DNG eru átaks- og vír- lendarmælar. Frá Vélasölunni hf. komu dælur fyrir olíu og lensi- dæla í lest. Frá Kælivélum ehf. komu rústfríir spíralar fyrir kæl- ingu í lest. Optimar Íslandi ehf. seldi ískrapavél og 1.400 lítra krapatank í skipið. Um rafkerfi sá Rafboði Garðabæ ehf. Trésmiðjan Brim hf. smíðaði innréttingar í skipið. Sandblástur og málun annaðist Sandkraft ehf.. Skipið var málað með skipamálningu frá Hörpu-Sjöfn. Áfram smíðað fyrir Færeyinga Gáshövdi er fjórða skipið sem Ósey smíðar fyrir Færeyinga á síðustu tólf mánuðum. Núna er enn eitt í smíðum fyrir Færey- inga, systurskip Gáshövda. Það skip verður afhent sömu útgerð og keypti 19,6 metra nýsmíði frá Ósey fyrir rösku ári. Vignir segir að reynslan af því skipi hafi verið gríðarlega góð, það hafi rótfiskað og gefið í alla staði góða raun. Þessi sama útgerð hefur raunar pantað tvö skip til viðbótar, 36 metra löng, og verður annað þeirra smíðað í Ósey en hitt hjá Þorgeiri og Ellert á Akranesi. Ósey mun hefjast handa við smíði þessa skips í haust þegar skrokkur þess kemur frá Póllandi. „Það er ljóst að við munum á næstu mánuðum geta einbeitt okkur að smíðaverkefnum fyrir Færeyinga og mér sýnist verkefna- staðan vera tryggð fram í maí á næsta ári. Það eiga sér stað þreif- ingar með frekari verkefni fyrir Færeyinga,“ segir Vignir Demus- son, verkefnastjóri, og svarar því aðspurður að um 35 manns starfi nú hjá Ósey, auk undirverktaka. Í það heila má því skjóta á að þessi smíðaverkefni fyrir Færeyinga skapi í það minnsta um 45 störf hér á Íslandi. Nýtt skip frá Ósey til Færeyja „Við höfum náð að smíða þessi skip á hag- kvæman hátt, enda höfum við aflað okkur töluverðrar reynslu í slíkum raðsmíðaverkefn- um,“ segir Vignir Demusson, verkefnastjóri hjá skipasmíðastöðinni Ósey hf. í Hafnarfirði, sem nýverið afhenti útgerðinni P/K Kneysur í Fær- eyjum togskipið Gáshövdi KG-318, sem er ell- efta nýsmíði Óseyjar. Að P/K Kneysur standa synir Anfinns Kallsberg, lögmanns Færeyja.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.