Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 38

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 38
E R L E N T Fiskifræðingar álíta að hlýr sjór geti haft áhrif á hvernig loðnan gengur en þeir vita ekki nákvæm- lega hvernig. Haustið 2002 var sjórinn mjög hlýr. Það getur verið ein ástæðan fyrir því að stóra hrygningarloðnan hefur enn ekki látið sjá sig við strendur Finn- merkur, segir í Fiskaren. „Mér þykir líklegast að loðnu- gangan komi mjög austarlega þegar sjórinn er hlýr. Það er rök- rétt. En í ár var fyrsta loðnugang- an mjög vestarlega. Hún kom líka mjög snemma og var mjög smá,“ segir Harald Gjøsæter hjá norsku hafrannsóknastofnuninni. Hann man varla eftir göngu sem var svo vestarlega. Einnig var fyrsta loðn- an sem veiddist í janúar stór, en síðan hvarf hún. Gjøsæter er næsta viss um að það komi ganga af stórri loðnu. „Í rannsóknaleið- angrinum fundum við talsvert af stórri loðnu og hana höfum við ekki enn séð. Þess vegna spái ég því að hennar sé að vænta.“ „Fái Evrópusambandið ítök í fisk- veiðum okkar er það deginum ljósara að yfir okkur hellist fisk- veiðifloti, tilbúinn að yfirtaka veiðarnar á norskum fiskimiðum. Afleiðingarnar verða hinar sömu og þar sem ESB-flotinn hefur veitt hingað til; allur fiskur upp urinn eftir skamman tíma. Veiðiskip ESB eru búin að tæma fiskimið aðildarríkjanna og einnig miðin úti fyrir strönd Afríku,“ segir Björn Eiring í viðtali við Fiskaren. „Hvað verður þá um norska sjó- menn, fiskverkafólk og búsetu í sjávarplássunum?“ spyr Eiring. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það verður afdrifaríkt bæði fyrir sjómenn og aðra sem í sjávarplássunum búa, og reyndar fyrir þjóðina alla, þegar pólitískar ákvarðanir um fiskveiðar á norsk- um miðum verða teknar í Brus- sel. Næsta víst er að innlend stór- fyrirtæki og erlendar útgerðir og auðhringar eygja gróðamögu- leika, en hér á þjóðin sjálf að ákveða eins og hún gerði 1994. Komið hefur í ljós, eins og vænta mátti, að ESB minnkar stuðning við einstök héruð. Okkur ber skylda til að taka tillit til okkar eigin sjómanna og fólksins sem í sjávarplássunum býr en ekki láta markaðsöflin og gróðahyggjuna ráða öllu. Veiðikvóta á ekki að selja þeim sem býður hæst verð og braska með hann í kauphöll- um. Við eigum sjálf að stjórna sjávarútvegi okkar og fiskveiðum. Við sjáum nú hve illa fór með raf- magnsverðið, sem „þakka“ má frjálsum og stjórnlausum mark- aði,“ segir Bjørn Eiring að lokum. Hvað verður um sjávarplássin? Of hlýr sjór fyrir loðnuna?

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.