Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 39

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 39
39 E R L E N T Ferð til Suðurskauts- landsins er drauma- ferð þeirra sem eru orðnir leiðir á íburð- armiklum ferða- mannastöðum þar sem alltaf er sólskin, endalaus sandur, bik- ini og leiðigjarnir pálmar sem bærast í golunni. Norska skemmtiferðaskipið MS Nordnorge fór í nóvember 2002 í fyrstu ferð sína á Suð- urpólinn. Í slíkri ferð ber margt nýstárlegt fyrir augu. Á meðal mörgæsa Farþegar í fyrstu ferðinni voru 150. Á fyrsta ferðatímabilinu eru áætlaðar 8 ferðir og í hverri ferð getur skipið tekið 250 farþega. Reyndar getur skipið tekið fleiri farþega en vegna þess að einungis 100 manns mega fara í land í einu er 250 talinn hæfilegur fjöldi. Stórkostlegt land „Það sem mér fannst áhrifamest var mikilleiki fjallanna og borg- arísjakanna. Auk þess var sérstakt að sjá svona margar mörgæsir í hóp, jafnvel yfir þúsund,“ segir Michelle Opshaug, sem fór í fyrstu ferðina. „Umhverfið er svo yfirþyrmandi og manni finnst maður verði að samsamast náttúr- unni. Hér er ekki allt búið í hag- inn fyrir ferðamanninn,“ segir Opshaug. Komið til Suður-Ameríku Farið er til suðurhluta Chile og Argentínu. Í annarri hverri ferð siglir Nordnorge frá Puerto Montt í Chile og Ushuaia í Argentínu. Leiðin liggur til Pata- góníu og Eldlandsins og gegnum Magellansundið. Sjálf siglingin tekur 14 daga, þar af eru 6 á Suð- urskautssvæðinu. Ef veður leyfir er farið nokkrum sinnum í land og stundum skoðaðar rannsókna- stöðvar. Innifaldar eru gistingar í Santiago de Chile og Buenos Aires og þar er hægt að fram- lengja dvöl að eigin ósk. Strangar reglur Um ferðamennsku á Suðurskauts- svæðinu gilda alþjóðlegar sam- þykktir, sem meðal annars kveða á um hverjir mega skipuleggja ferðir þangað og einnig leyfilegan fjölda ferðamanna. Þeir sem skipuleggja ferðir þurfa að vera félagar í alþjóðlegum samtökum skipuleggjenda ferða á Suður- skautssvæðið, IAATO (International Association of Ant- arctica Tour Operators), sem setja bæði ferðamönnunum og þeim sem að ferðunum standa reglur. Til dæmis má ekki koma nær mörgæs en 5 metra. „En það er hægt að komast nær þeim. Þær virðast skynja mann- inn sem svolítið framandi hlut í umhverfinu og eru hvorki hrædd- ar né mjög forvitnar. Ef maður er heppinn þá koma þær á móti manni og vaga í kringum mann,“ segir Opshaug. Víðförlir ferðamenn Þátttakendur í þessum ferðum eru gjarna þeir sem hafa ferðast mikið og séð flest það sem er skoðunar vert og eru orðnir leiðir á sól, sandi og sjóböðum. Margir Þjóðverjar hafa pantað ferðir en líka nokkrir Norðmenn og Danir, Englendingar, Amerík- anar og meira að segja Ástralir, sem reyndar eru í leiðinni þegar skipið siglir suður. Verðið ekki fyrir hvern sem er Verðið er kannski ekki alveg fyrir hvern sem er. Ferðin kostar um það bil 430 þúsund ísl. króna fyr- ir manninn í tveggja manna klefa. Innifalinn er flugmiði, dvöl í Buenos Aires og Santiago de Chile og allar máltíðir um borð. Vilji menn meiri þægindi, til dæmis svítu, kostar ferðin um rúmlega 700 þúsund ísl. króna. Nýstárleg ferð í fríinu Það má í það minnsta fullyrða að ferð á Suðurskautslandið er öðruvísi ferð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.