Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 5

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 5
Kraftmikil landvinnsla Það er kraftur í landvinnslu Samherja hf. á Dalvík. Í september var vinnutími þar lengdur um þrjár klukkustundir og jafnframt tekið upp nýtt pásukerfi. Þetta þýðir að vinna hefst nú kl. 12 á miðnætti og eru unnið til kl. 15 á daginn – á þessum tíma er aldrei uppihald í vinnslunni. Jafnframt hafa fleiri skipum Samherja verið beint á ísfiskveiðar. Þannig veiðir Björgvin EA ísfisk og frystir líka um borð. Breytt útgerðarmynstur til þess að svara kalli markaðarins um aukinn ferskan fisk. Kínverska byltingin „Trú mín er sú að við munum á næstu misserum sjá mikla byltingu víða um land. Sú bylting gæti falist í því að menn færi allt að 70.000 tonna afla frystiskipa í bolfiski yfir á ísfisktogara en þó einkum landróðrabáta. Þetta gæti falið í sér að vertíðarflotinn (stundum nefndur gleymdi flotinn) muni styrkjast að nýju, hlutverk smábáta kann að aukast og vinnsla í húsum einstakra sjávarbyggða lifir endurnýjaða lífdaga,“ segir Hjálmar Árnason, alþingismaður, m.a. í grein sem hann veltir fyrir sér áhrifum „kínversku byltingarinnar“ í fiskvinnslu á íslenska fiskvinnslu. Kolbeinsey að hverfa í hafið Það bendir allt til þess að Kolbeinsey, útvörður Íslands í norðri, eins og hún hefur oft verið kölluð, muni hverfa í hafið innan fárra ára. Eftir að áralangri deilu um afmörkun hafsvæðisins við Kolbeinsey milli Íslendinga og Grænlendinga var til lykta leitt með samkomulagi árið 1997, hafa menn ekki beint sjónum í jafn ríkum mæli að Kolbeinsey. Ægir rifjar upp mikilvægi Kolbeinseyjar fyrir Íslendinga og birtir einstakar myndir sem voru teknar þegar þyrlupallurinn í Kolbeinsey var steyptur í júlí 1989. Í steinbít og hlýra „Við erum þegar komnir með samninga um sölu á bitum og við reiknum með að byrja að framleiða upp í þá í byrjun nóvember,“ segir Guðmundur Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækisins Norðurstrandar á Dalvík, sem hefur sérhæft sig í vinnslu á steinbít og hlýra Sæeyru á Hauganesi „Eins og staðan er núna erum við örugglega í hópi stærstu framleiðenda í heimi á sæeyrum. Við höfum til þessa einbeitt okkur að því að koma framleiðslunni í gang og fullvissa okkur um að eldiskerfið, sem er ný hönnun, virki eins og það á að gera,“ segir Ásgeir E. Guðnason, fiskeldisfræðingur og stöðvarstjóri Stofnfisks á Hauganesi, en þar á sér stað merkilegt eldi á sæeyrum. Vökvaís eða hefðbundinn ís „Vökvaís hefur marga kosti fram yfir hefðbundinn ís. Hann skilar hröðum varmaburði frá afla yfir í ís og er þess valdandi að mjög hröð kæling næst, ef rétt er ísað. Rannsóknir hafa leitt í ljós að hröð kæling hefur mjög góð áhrif á gæði fisks og er þetta því góður eiginleiki. Vökvaísinn fer auk þess vel með afla og eru litlar líkur á áferðarskemmdum.“ Þetta segir Bjarki Magnússon, véla- og iðnaðarverkfræðingur, í athyglisverðri grein um samanburð á kælingu á fiski með vökvaís og hefðbundnum ís, en Bjarki stundar nú rannsóknir á geymslutækni við HÍ og Rf til MSc prófs. Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Óskar Þór Halldórsson (ábm.) Sími: 461 5135 GSM: 898 4294 Netfang: oskar@athygli.is Auglýsingar: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Netfang: augl@athygli.is Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Netfang: inga@athygli.is Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2003 kostar 6600 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5207 Forsíðumyndina tók Óskar Þór Halldórsson í Norðurströnd á Dalvík. Á hlýrunum heldur Aðalsteinn Már Þorsteinsson. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 14 20 32 12 8 22 jaga vatnshitablásarar í úrvali smáir sem stórir • 5 - 50 kW með jaga-AVS loftdreifikerfi ® Danfoss hf Skútuvogi 6 Sími 510 4100 www.danfoss.isGæði • Reynsla • Þjónusta J A G A A 4

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.