Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 8

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 8
8 F I S K V I N N S L A Í hinni eilífu og á stundum há- væru umræðu um sjávarútvegs- mál virðast oftar en ekki gleymast grundvallaratriðin: Um hvað snýst sjávarútvegur? Svarið er vit- anlega margþætt og má segja að einfaldasta svarið sé að atvinnu- greinin sé undirstaða efnahags okkar. Blómlegur sjávarútvegur sé lykill að velferð landsmanna. Vissulega er þetta útgangspunkt- ur í umræðunni en hana má þrengja ögn meira og segja að út- vegurinn taki til þriggja þátta. Í fyrsta lagi markaðsmála. Ekki etum við allan aflann heldur er brýnt fyrir okkur að selja hann er- lendis á sem hæstu verði með sem minnstum tilkostnaði. Þannig öflum við þjóðarbúinu stærstan hluta tekna sinna. Í öðru lagi hvernig við viljum veiða fyrir þessa markaði og í þriðja lagi hvernig skiptum við kökunni á sem réttlátastan hátt. Umræðan um sjávarútveg hefur langmest snúist um tvo síðar- töldu þættina. Seint mun verða sátt um skiptingu verðmæta enda verið deilt um þau allt frá þeirri tíð að formenn deildu hlutnum á fjörukambinum eftir róður með karla sína. Hitt vekur e.t.v. meiri furðu að við skulum eyða öllu þessu púðri í endalaust þref um það HVERNIG fiskurinn skuli veiddur. Í raun ættum við að leggja höfuðáherslu á umræður um bestu markaðina. Hvar fáum við best verð fyrir aflann? Það á að vera útgangspunktur - annað fylgir svo í kjölfarið - nánast sem tæknileg útfærsla. Það skyldi þó aldrei fara svo að Kínverjar komi okkur nú til bjargar í þessum efn- um. Frysting eða ferskt? Umræðan um hrun sjófrystingar í Noregi hefur vakið okkur af vær- um blundi og beint sjónum okkar að markaðsmálum í meira lagi en áður. Og var tími til kominn. Vitað er að Kínverjar hafa slegið okkur við með vinnslu á sjófryst- um bolfiski. Við munum ekki keppa við launakostnað þeirra í fiskvinnslu fremur en í fatagerð eða öðrum iðnaði. Þrátt fyrir flutningskostnað til og frá Kína geta þeir boðið vöru á 20-30% lægra verði en við bjóðum. Með öðrum orðum; Kínverjar ýta okk- ur þannig út af mörkuðum með sjófrystan bolfisk. Áfram eigum við þó tækifæri en í öðrum teg- undum (karfa, grálúðu o.s.frv.). Og hvað svo? Eina og rökrétta svar okkar er að bregðast rétt við og leita nýrra markaða - rétt eins og Norðmenn, keppinautar okk- ar, eru að byrja á. Sóknarfærin virðast liggja í útflutningi á ferskfiskmarkaði (í enn ríkari mæli, auk saltfiskmarkaða). Þar eigum við að geta notið legu okk- ar gagnvart Evrópu og Ameríku, góðum samgöngum og þekkingar á mörkuðunum. Tækifærin blasa við. Mér er kunnugt um að þegar eru nokkrar útgerðir byrjaðar að laga sig að þessum breyttu mark- aðasaðstæðum. Enda er það lífs- nauðsyn fyrir fyrirtækin og þjóð- arbúið í heild sinni. Þeir sem draga að laga sig að markaðnum Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins og fulltrúi flokksins í sjávarútvegsnefnd Alþingis, skrifar. „Trú mín er sú að við munum á næstu misserum sjá mikla byltingu víða um land. Sú bylting gæti falist í því að menn færi allt að 70.000 tonna afla frystiskipa í bolfiski yfir á ísfisktogara en þó einkum landróðrabáta.“ Kínverskur friður? Úr fiskvinnslu í Kína. Mynd: Sturlaugur Daðason/SH-Þýskalandi

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.