Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 9

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 9
9 F I S K V I N N S L A munu einfaldlega verða undir. Og hvaða afleiðingar munu slíkar breytingar hafa? Bætast 70.000 tonn við land- vinnslu? Lengi hefur verið rætt um ójafna stöðu landvinnslu og sjóvinnslu. Flestir kannast við deilur um nýt- ingastuðla, ólíkan kostnað af af- skurði o.s.frv. Með sókn okkar inn á ferskfiskmarkaði má telja afar líklegt að vinnsla á bolfiski muni í vaxandi mæli færast í land. Og hvaða áhrif skyldi sú breyting hafa á mannlíf okkar? Grunnur að hæstu deilum um sjávarútveg liggur líklega í því að menn vilja geta veitt meiri afla - skapað fleiri störf, aukin verðmæti og styrkt byggðir sínar. Trú mín er sú að við munum á næstu misserum sjá mikla byltingu víða um land. Sú bylting gæti falist í því að menn færi allt að 70.000 tonna afla frystiskipa í bolfiski yfir á ísfisk- togara en þó einkum landróðra- báta. Þetta gæti falið í sér að ver- tíðarflotinn (stundum nefndur gleymdi flotinn) muni styrkjast að nýju, hlutverk smábáta kann að aukast og vinnsla í húsum ein- stakra sjávarbyggða lifir endur- nýjaða lífdaga. Markaðsmálin kalla eftir slíkri þróun nú um stundir og má búast við að vinnslan lagi sig að því sem og útgerðin. En markaður með ferskan fisk er ekki sjálfgefinn. Þar eigum við einnig í harðri samkeppni. Með vaxandi flutningum þeirra afurða og aukinni samkeppni má ætla að kostnaður við flutningana lækki. Einnig binda menn miklar vonir við nýjar geymsluaðferðir (sbr. ÚA og fleiri). Nýjar markaðsað- stæður kalla á breytta tækni. Næst friður? Niðurstaða mín er sú að í upp- siglingu kunni að vera kínversk bylting í sjávarplássum á Íslandi. Er sú bylting reyndar þegar hafin meðal nokkurra fyrirtækja. Ætla má að landvinnslan í dag taki á móti um 120.000 tonnum af bol- fiski. Ef við bætast um 70.000 tonn til landvinnslu og veiddum af landróðrabátum trúi ég að staða sjávarplássa muni styrkjast og eflast að nýju. Hver veit nema Kínverjarnir séu að leiða yfir okk- ur langþráðan frið í íslenskum sjávarútvegi. Fer ekki að koma tími á það? „Hitt vekur e.t.v. meiri furðu að við skulum eyða öllu þessu púðri í enda- laust þref um það hvernig fiskurinn skuli veiddur.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.