Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 10

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 10
10 Flest bendir til þess að út- hafskarfinn, sem í mörg und- anfarin ár hefur verið veiddur á Reykjaneshrygg, djúpt suð- vestur af landinu, sé að færa sig enn vestar og sunnar. Í júní sl. var gerður út yfirgripsmikill leiðangur þriggja ríkja sem gaf til kynna að úthafskarfastofn- inn væri því sem næst hrun- inn. Hins vegar kom í ljós þeg- ar líða tók á sumarið að út- hafskarfinn hélt sig nokkru vestar en áður og var ágætis veiði alveg fram í ágúst. Niður- stöður rannsóknaleiðangursins í júní voru því ekki taldar marktækar um stöðu út- hafskarfastofnsins. Í júní sl. var gerður út sameig- inlegur leiðangur Íslendinga, Þjóðverja og Rússa í þeim til- gangi að meta stofnstærð karfans í úthafinu. Árni Friðriksson, rannsóknaskip Hafrannsókna- stofnunarinnar, var gerður út í þennan leiðangur auk þýska rann- sóknaskipsins Walther Herwig III og rússneska skipsins Smo- lensk. Leiðangurinn var mjög umfangsmikill og rannsókna- svæðið var stærra en nokkru sinni áður. Þess vegna brá mönnum nokkuð í brún þegar fyrir lá að einungis tókst að mæla tæp 100 þúsund tonn af úthafskarfa með bergmálsaðferð ofan500 metra dýpis og mat með svokallaðri trollaðferð gaf sömu niðurstöðu. Á síðustu tíu árum hafa mælingar bent til þess að úthafskarfinn væri jafnt og þétt að minnka á þessu hafsvæði. Þannig var hann mæld- ur tvær milljónir tonna árið 1994 og 100 þúsund tonn í leiðangrin- um í júní sl. - samdrátturinn samkvæmt þessum mælingum nam á níu árum um 95%. Í fréttatilkynningu frá Hafró í júlí sl., þegar bráðabirgðaniðurstöður leiðangursins lágu fyrir, segir að þessi minnkun sé "langt umfram það sem skýra má með veiðum og er hún jöfn yfir allt rannsóknar- svæðið. Nánast enginn karfi mældist nú á svæðinu vestan við Hvarf. Ekki er vitað á þessu stigi hvort að breytingarnar séu vegna líffræðilegra þátta eða breytinga á umhverfisaðstæðum." Skjótt skipast veður í lofti Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Hafrannsóknastofnunin sendi þessa tilkynningu frá sér um miðjan júlí. Þegar líða tók á sumarið rættist verulega úr út- hafskarfaveiðunum, en veiðisvæð- ið reyndist vera mun vestar og sunnar en venja er til. Flestar ís- lensku útgerðirnar sem hafa stundað þessar veiðar á undan- förnum árum höfðu í ljósi niður- stöðu rannsóknaleiðangursins í júní ákveðið að senda skip sín ekki á veiðar á úthafskarfa þetta árið, enda ekki talið svara kostn- aði vegna þess hversu lágt verð fæst fyrir úthafskarfann. Þegar hins vegar fréttist af góðri veiði erlendra skipa langt suðvestur í hafi voru nokkur hérlend skip send á miðin og voru aflabrögðin almennt góð. Ómarktækar niðurstöður Þorsteinn Sigurðsson á Hafrann- sóknastofnuninni segir að loka- skýrsla um leiðangurinn í júní sl. hafi verið lögð fram í Alþjóðahaf- rannsóknaráðinu í september sl., en almennt hafi menn þar á bæ verið sammála um að leiðangur- inn væri ekki marktækur og segði ekki til um stofnstærð út- hafskarfans. "Við sögðum í okkar skýrslu um leiðangurinn í júní að við vildum ekki leggja endanlegt mat á ástand úthafskarfastofnsins fyrr en að loknum veiðum á þessu svæði síðsumars og á haustmán- uðum. Í ljós kom að veiðin var óvenju sunnar- og vestarlega og hún var almennt góð. Þetta segir okkur að leiðangurinn í júní hafi ekki náð nógu vel utan um stofn- inn, hugsanlega hefur hann verið enn vestar en við mældum. Þess vegna er niðurstaðan því í raun sú að leiðangurinn í júní hafi alls ekki gefið rétta mynd af stofnin- um." Vinnunefnd „skannar“ aðferðafræðina Fyrir liggur að ekki verður farinn Úthafskarfinn er brellinn - flest bendir til þess að úthafskarfinn sé alltaf að færa sig vestar og sunnar Næsta skref í rann- sóknum á úthafsveiði- karfastofninum er að vinnunefnd innan Al- þjóðahafrannsókna- ráðsins fjallar um nið- urstöður úthafskarfa- leiðangra síðustu tíu ára.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.