Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 11

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 11
11 sambærilegur, sameiginlegur leiðangur á næsta ári til þess að meta úthafskarfastofninn. "Það tekur tvö ár að undirbúa slíkan leiðangur og því er ekki mögu- legt að gera hann út á næsta ári. Hins vegar hefur ekki verið tekin um það ákvörðun hér á Hafrann- sóknastofnuninni hvernig þessum rannsóknum verði hagað á næsta ári. Það liggur hins vegar fyrir að næsta skrefið í þessum rannsókn- um er að vinnunefnd innan Al- þjóðahafrannsóknaráðsins mun fjalla um niðurstöður úthafskarfa- leiðangra síðustu tíu ára og reyna að meta hvort mönnum hafi yfir- sést um eitthvað í skipulagi leið- angranna sem farnir hafa verið á undanförnum árum. Í þessa vinnu verður farið að beiðni okkar sem höfum unnið að þessum rann- sóknum, enda er það okkar mat að mikilvægt sé að fleiri vísinda- menn komi að málum og leggi mat á þær rannsóknaaðferðir sem hefur verið fylgt." Hvar var úthafskarfinn í júní sl.? Eins og áður segir var rannsókna- leiðangurinn í júní mjög yfir- gripsmikill og því kom það mönnum í opna skjöldu að ekki skyldi finnast meira af úthafskarfa en raun bar vitni. "Það lítur út fyrir að á þessum tíma hafi karf- inn haldið sig enn vestar en við vorum að mæla, þó svo að svæðið sem við mældum hafi verið mun stærra en áður og teygt sig um- talsvert sunnar og vestar en venja er til í þessum mælingum. Það liggur fyrir að útbreiðsla út- hafskarfa er mjög tengd sjávar- hita. Við höfum séð hann í þétt- ustu lóðningunum þar sem sjáv- arhitinn er á bilinu 3-4 gráður. Það má orða það svo að þessi sjáv- arhiti hafi frá árinu 1994 verið að færa sig vestar og sunnar og því höfum við gert ráð fyrir því að karfinn myndi færa sig vestar. Í rannsóknaleiðangrinum í júní sl. skoðuðum við vissulega hafsvæði með þessum sjávarhita, en fund- um lítið sem ekkert af karfa. Við höfum ekki skýringu á því, nema þá að karfinn hafi á þessum tíma haldið sig enn vestar en nokkurn hafði getað órað fyrir." Uppistaðan í úthafskarfaveið- unum í ár var á 44° V og allt að 48° V. "Í júlí leituðu skipin sunnan við Hvarf og fundu lítið af karfa, sem var í fullu samræmi við okkar mælingar. Á þessu svæði er yfirleitt góð veiði í júlí, en hún brást í ár. Uppistaðan í veiðinni var hins vegar mun sunnar, þar sem við urðum ekki varir við karfa í leiðangrinum í júní." Tímasetning rannsóknaleiðangra Þorsteinn Sigurðsson segir að nú liggi fyrir ráðgjöf Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins um veiðar á út- hafskarfa árið 2004, sem byggi að stórum hluta á fyrirliggjandi gögnum um veiði. "Í skýrslu okk- ar eftir rannsóknaleiðangurinn í júní sögðum við að ef sumar- og haustveiðarnar yrðu í samræmi við okkar mælingar, yrði að end- urmeta veiðiráðgjöf fyrir næsta ár. Það kom hins vegar í ljós að veið- in var mjög góð og hún hefur í raun sjaldan verið betri. Ég á því ekki von á því að Alþjóðahafrann- sóknaráðið breyti ráðgjöf sinni fyrir næsta ár," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að í ljósi niður- stöðu af rannsóknaleiðangri sum- arsins velti menn því fyrir sér hvort júní sé heppilegasti tíminn til mælinga á úthafskarfanum. Af reynslu undanfarinna ára hafi menn talið að júní væri best til þess fallinn, enda mest veiði á þessum tíma. Reynslan í ár sýni hins vegar að veiðitímabilið sé að færast til og líkur séu á mestri veiði þegar kemur fram í júlí og ágúst. Þorsteinn segir því hugs- anlegt að betur gæti gengið að mæla úthafskarfann seinna en gert hafi verið á undanförnum árum. Sjávarhitinn hefur áhrif „Það er alveg ljóst að sjávarhitinn er þarna nokkuð afgerandi þáttur, en ég tel líka ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því að stofnstærð úthafskarfans sé eitthvað að minnka, enda hefur útbreiðslu- svæði hans greinilega farið minnkandi á síðustu tíu árum. Sókn þeirra þjóða sem ráðgjöf Al- þjóðahafrannsóknaráðsins nær yfir hefur tekið litlum breytingum undanfarin ár. Hins vegar er hvergi skráður afli skipa sem eru t.d. gerð út undir fánum Belize og Dóminíska lýðveldisins Vegna þess að við vitum ekki hvað þessi skip eru að veiða, þá er erfitt að meta heildarsókn í karf- ann. Það er auðvitað mjög slæmt og í raun óviðunandi staða,“ segir Þorsteinn Sigurðsson. R A N N S Ó K N I R „Við sögðum í okkar skýrslu um leiðangur- inn í júní að við vild- um ekki leggja end- anlegt mat á ástand úthafskarfastofnsins fyrr en að loknum veiðum á þessu svæði síðsumars og á haust- mánuðum.“ „Það er alveg ljóst að sjávarhitinn er nokkuð afgerandi þáttur, en ég tel líka ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því að stofnstærð úthafskarfans sé eitthvað að minnka,“ segir Þorsteinn Sigurðsson á Hafrannsóknastofnuninni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.