Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 12

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 12
12 L A N D H E L G I N Kolbeinsey er 74 kílómetrum norðnorðvestur af Grímsey. Skemmsta leið til lands er um 105 km. Kolbeinsey er á grunnsjávarpalli þar sem dýpið er minna en 100 m á allstóru svæði. Austan og vestan eyjar- innar er tiltölulega bratt niður á 300 - 400 m dýpi en í stefnu hryggjarins til norðurs og suð- urs er lítið eitt grynnra. Vitað er að á undanförnum árum hefur Kolbeinsey stöðugt verið að gefa eftir undan ágangi sjávar. Árið 1985 var eyjan mæld um 40 metrar frá VNV til ASA og álíka löng frá NNA til SSV. Síðan hefur Kolbeinsey minnkað verulega og árið 1989 var steypt- ur þyrlupallur á eynni og svo virðist sem þetta stóra steypuflykki hafi haldið henni saman síðustu árin. Samið um Kolbeinsey árið 1997 Hér á árum áður gegndi Kol- beinsey gríðarlega mikilsverðu hlutverki varðandi íslenska land- grunnið, enda var hún grunnlínu- punktur sem tryggði Íslending- um mun stærra hafsvæði en ella í norður. Eftir að Íslendingar færðu út landhelgina í 200 mílur árið 1975 var Kolbeinsey ásteytingar- steinn milli Íslands og Grænlands vegna þess að Íslendingar ákváðu í kjölfarið að nota Grímsey og Kolbeinsey sem viðmiðunar- punkta vegna miðlínu á þessu hafsvæði, en Danmörk gerði fyrir hönd Grænlands fyrirvara við þessa ákvörðun. Þessi ágreining- ur var loks til lykta leiddur árið 1997 þegar Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Dan- merkur, og Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landsstjórn- arinnar, rituðu undir samkomu- lag um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Grænlands. Þetta samkomualg fól í sér viðurkenn- ingu á fullum áhrifum Grímseyj- ar við afmörkun landgrunnsins, en hafsvæðið umdeilda vegna Kolbeinseyjar skiptist þannig að Íslendingar fengu 30% í sinn hlut og Grænlendingar 70%. Jafnframt var ákvörðuð miðlína milli Íslands og Grænlands. Þyrlupallurinn stendur af sér ágang sjávar Á undanförnum árum hefur stöðugt brotnað úr Kolbeinsey og jarðvísindamenn hafa talið að eyj- an muni með tímanum hverfa al- veg í hafið. Sæmundur Ólason, trillukarl í Grímsey, segist hafa farið að Kolbeinsey í sumar og hann geti ekki séð að neinar telj- andi breytingar hafi orðið á eynni frá síðasta ári. "Mér sýnist að þyrlupallurinn haldi eynni í raun saman," segir Sæmundur og telur að Kolbeinsey muni verða eyð- ingaröflunum að bráð áður en langt um líður. "Ég hef ekki stór- ar áhyggjur af því þótt hún hverfi í sjóinn. Eftir að samið var við Dani og Grænlendinga um haf- svæðið við Kolbeinsey hefur eyjan ekki sömu þýðingu og áður í haf- réttarlegu tilliti og sömuleiðis held ég að engin hætta stafi af því fyrir okkur sjófarendur þótt eyjan hverfi,“ segir Sæmundur. Hann segist hafa farið í land í Kolbeinsey í fyrra og haft á brott með sér tvo steina, sem hann langaði til að eiga til minningar um eyna ef hún hyrfi í hafið. Gott var í sjóinn og hægt var að leggja bátnum upp að klettunum. „Við mældum dýptina alveg við eyna og í ljós kom að hún var um átta faðmar. Á áttunda áratugnum var boði norðvestan við Kolbeinsey sem við þurftum að passa okkur að fara ekki upp á. Núna eru hins vegar um fimm faðmar niður á þennan boða. Þetta segir okkur það að stöðugt brotnar úr berginu þarna og ég tel að þrátt fyrir þyrlupallinn muni eyjan hverfa áður en langt um líður og ég hygg að undirstöður Kolbeinseyj- ar verði fljótar að gefa eftir,“ segir Sæmundur Ólason. Stöðugt verið að minnka Árni Hjartarson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, hefur rannsakað Kolbeinsey á undanförnum árum. Hann segist reyndar ekki hafa fylgst með eynni núna allra síðustu árin, enda megi segja að eftir að samn- ingar náðust við Dani og Græn- lendinga um hafsvæðið við Kol- beinsey hafi menn á vissan hátt Þyrlupallurinn heldur Kolbeinsey saman Steypan í pallinn var hrærð um borð í varðskipinu Ægi og síðan færð í tunnu yfir á eyna. Þáverandi samgönguráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, með Hermanni Guðjónssyni, siglingamálastjóra, í Kolbeinsey 22. júlí 1989.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.