Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 20

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 20
20 E Y J A F J Ö R Ð U R Fyrir fjórtán árum fóru hjónin Þorsteinn Már Aðalsteinsson og Sigríður S. Rögnvaldsdóttir á Dalvík út í fiskvinnslu og stofnuðu fyrirtækið Stórhól, sem síðar fékk nafnið Norður- strönd. Í upphafi var þetta litla fyrirtæki fyrst og fremst hugsað til þess að skapa þeim hjónunum atvinnu, en starf- semin átti eftir að eflast og dafna og í dag eru um þrjátíu starfsmenn á launaskrá hjá fyr- irtækinu. „Til að byrja með var unninn og fluttur út svokallaður flugfisk- ur, en síðustu ár höfum við verið í frystingu. Hér hefur fyrst og fremst verið unninn steinbítur, hlýri, þorskur, ýsa og langa. Ég á von á því að við munum einbeita okkur enn frekar að vinnslu á steinbít og hlýra í framtíðinni,” segir Guðmundur Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri Norðurstrand- ar. Stefnt að því að finna nýjar vinnsluleiðir „Við höfum verið að vinna undir- málsþorsk og um tíma unnum við líka ýsu inn á Bretland, þar til verð á ýsu lækkaði þar verulega,” segir Guðmundur. Það er óhætt að fullyrða að Norðurströnd hafi sérhæft sig í vinnslu á steinbít og hlýra og hafa þessar tegundir aðallega ver- ið frystar í sex kílóa öskjum. Guðmundur segir að samdráttur hafi orðið í sölu á þessum pakkn- ingum og því sé stefnt að því að finna nýjar vinnsluleiðir fyrir þessar tegundir áður en langt um líður. Rétt er að taka fram að Norðurströnd hefur unnið stein- bít fyrir Samherja á Dalvík og á Guðmundur von á því að það samstarffyrirtækjanna muni aukast í framtíðinni. Guðmundur sér fyrir sér að ný vinnsla þýði að eitthvað minna magn fari í gegn- um vinnsluna hjá Norðurströnd, en á móti verði virðisaukinn af vinnslunni meiri. „Ég byrjaði að vinna í sölumálunum hjá Norður- strönd um mitt síðasta ár. Þá gát- um við ekki annað fyrirspurnum um steinbít í sex kílóa öskjum, en síðan hefur dæmið snúist við. Núna þurfum við mjög að ýta á eftir sölu á þessum öskjum, vegna þess að markaðurinn kallar eftir minni einingum.” Hátt verð á steinbít og hlýra Hér á árum áður voru steinbítur og hlýri mun ódýrari tegundir en þorskur. En það hefur breyst. Norðurströnd á Dalvík: Sérhæfing í vinnslu á steinbít og hlýra orðurströnd á Dalvík: „Ef við erum bara í steinbítsvinnslu frystum við fjögur til fjögur og hálft tonn af afurðum á dag. Við höfum jafnt og þétt verið að auka framleiðsluna og jafnframt fjölgað fólki. Mér sýnist ekki fjarri lagi að framleiðslan hjá okkur á þessu ári verði vel yfir 900 tonn.“ Allur steinbítur og hlýri er handflakaður hjá Norðurströnd. Að sögn Guðmundar framkvæmdastjóra hefur ekki enn verið þróaður tæknibúnaður sem kemur í stað mannshandarinnar í vinnslu á þessum teg- undum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.