Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 21

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 21
21 E Y J A F J Ö R Ð U R „Þegar þetta fyrirtæki hóf á sín- um tíma að vinna steinbít, var hann mjög ódýr. Sjálfur var ég á sjó fyrir um fimmtán árum og þá var alveg á mörkunum að menn teldu það svara kostnaði að hirða þessar tegundir. En núna má segja að verðið á steinbít og hlýra slagi upp í þorskverðið og það fer í sumum tilfellum yfir þorskinn þegar hann er fluttur ferskur með flugi á markað. Dæmi er um að kílóverðið á steinbít og hlýra sé á bilinu 200-250 krónur á mörkuð- um hér heima þegar mikil eftir- spurn er eftir ferskum fiski ytra.” Guðmundur segir að reglulega sé skoðað að fara í útflutning á ferskum steinbít, en vegna stað- setningar fyrirtækisins hafi verið talið óhagkvæmt að flytja unninn fisk í flug til Keflavíkur. „Vinnsla á ferska fiskinum er líka töluvert dýrari og þarf meiri yfirlegu. Til dæmis þyrfti mögulega að vinna fiskinn að hluta til á nóttunni til þess að tryggja sem mestan fersk- leika á fiskinum.” Helstu markaðslönd fyrir fram- leiðsluvörur Norðurstrandar eru Frakkland, Bretland og Noregur auk þess sem eitthvað fer inn á Belgíu og Þýskaland. Kaupa hráefni á mörkuðum Guðmundur segir að Norður- strönd hafi ekki yfir kvóta að ráða og því geti á tíðum verið nokkuð erfitt að afla hráefnis. „Við erum auðvitað alveg háðir markaðnum og það setur okkur ákveðnar skorður. Ég hef reynt að forðast að fara út í beina samninga við báta um hráefni, enda tel ég að fyrir báða aðila sé verðmyndunin á markaðnum sú réttasta. Við kaupum fisk á mörkuðum um allt land, þar sem ég tel verð og gæði best á hverjum tíma. Til þess að draga úr flutningskostnaði kaup- um við eðlilega mikið af skipum sem selja í gegnum markaðinn á Dalvík. Á steinbítsvertíðinni kaupum við mikið af hráefni á Vestfjörðum, Austfjörðum, Snæ- fellsnesi, Þorlákshöfn og jafnvel frá Höfn í Hornafirði. Til þess að halda uppi fullum afköstum hérna í vinnslunni þurfum við að fá tíu til tólf tonn af hráefni á dag.” Handflökun á steinbít og hlýra Allur steinbítur og hlýri er hand- flakaður hjá Norðurströnd, enda segir Guðmundur að ekki sé fyrir hendi nægilega góður tækjakost- ur sem komi í stað mannshandar- innar í þessum efnum. „Ef við erum bara í steinbítsvinnslu frystum við fjögur til fjögur og hálft tonn af afurðum á dag. Við höfum jafnt og þétt verið að auka framleiðsluna og jafnframt fjölgað fólki. Mér sýnist ekki fjarri lagi að framleiðslan hjá okkur á þessu ári verði vel yfir 900 tonn,” segir Guðmundur. Guðmundur telur að þróunin í þessari vinnslu verði sú að neyt- endapakkningartaki smám saman yfir vinnslu í stærri pakkningum. „Já, ég sé þetta þróast á þann veg að við munum hægt og bítandi þurfa að færa okkur yfir í aðra vinnslu. Jafnframt er það mín til- finning að sala á sex kílóa öskj- um sem við erum núna að pakka í haldi áfram að dragast saman.” Harður bransi Guðmundur játar því að þessi vinnsla sé „harður bransi”. „Já, það er ekki hægt að neita því. Á síðustu steinbítsvertíð kom yfir þrjú þúsund tonnum meira af steinbít upp úr sjó en árið á und- an og þessi viðbót hefur vitaskuld haft áhrif á markaðina. Til við- bótar hefur markaðurinn, að því er virðist, verið að dragast saman og verð farið lækkandi. Ýmsar ástæður hafa verið nefndar, t.d. hitarnir í Evrópu sl. sumar, lágt verð á kjöti og ófriðurinn í heim- inum. Þá hefur vaxandi fisk- vinnsla í Kína farið illa með okk- ur eins og aðra í fiskvinnslu hér á landi og víða. Það er erfitt fyrir okkur að keppa við Kínverjana, enda er það svo að launakostnaður við þrjátíu Kínverja er jafnmikill og eins starfsmanns hér.” Um þrjátíu starfsmenn starfa hjá Norðurströnd og segir Guð- mundur framkvæmdastjóri að það hafi gengið upp og niður að fá fólk til starfa. „Fyrir nokkrum mánuðum var hér fólk á biðlista eftir vinnu, en núna hefur ekki gengið að fá fólk til starfa. Ein skýringin er sú að Samherji hefur verið að fjölga starfsfólki í sinni landvinnslu og almennt má segja að atvinnuástand er gott í byggð- arlaginu um þessar mundir.” Guðmundur Stefán Jónsson tók við framkvæmda- stjórn hjá Norðurströnd fyrir rúmu ári og sér um daglega stjórn fyrirtækisins. Stofnendur Norður- strandar, Þorsteinn og Sigríður, hafa dregið sig í hlé frá daglegri umsýslu við reksturinn, en eiga fyrir- tækið ásamt fjölskyldu sinni eftir sem áður. Raunar er Guðmundur einn af fjölskyldunni því hann er tengdasonur þeirra hjóna. Guðmundur lauk prófi í iðnrekstrarfræði frá Tækniháskóla Íslands og BS-próf í markaðsfræðum frá Háskólanum á Akureyri. „Ég er fæddur á Siglu- firði, ólst upp í Þorlákshöfn og vann í tæp tíu ár hjá RARIK á Akureyri. Fimmtán ára fór ég til sjós og var á sjónum á sumrin þegar ég var í skóla. Maður hefur því lengi tengst sjávarútveginum á einn eða annan hátt. Þetta er mjög líflegt starf, enda tekur það til allra þátta sem snúa að rekstrinum, þ.m.t. hráefnis- öflunar, sölu- og starfsmannamála.“ Líflegt starf Guðmundur Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri Norðurstrandar. Lilja Friðriksdóttir á fullu í pökkuninni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.