Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 24

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 24
24 E Y J A F J Ö R Ð U R Haraldur Ólafsson, uppstopp- ari á Akureyri, hefur á undan- förnum árum sérhæft sig í uppstoppun á fiskum, einkum hefur hann lagt áherslu á upp- stoppun laxfiska og keppt oft erlendis á stórmótum í þeirri tegund uppstoppunar. Raunar hreppti Haraldur silfurverð- laun í fiskauppstoppun á síð- asta Evrópumeistaramóti og hann vonast til þess að komast á næsta Evrópumeistaramót, sem verður í janúar nk. Haraldur er uppstoppari í fullu starfi og svo hefur verið undanfar- in ár. Hann hefur stoppað upp ótal dýr, t.d. fugla, en eins og áður segir eru fiskarnir hans aðal- viðfangsefni. „Ég hef stoppað upp nytjafiska, t.d. karfa, en fyrst og fremst er ég þó í vatnafiskunum,“ segir Haraldur og bætir við að honum sé kunnugt um það að í Evrópu séu margir sem sérhæfi sig í uppstoppun á fiskum. Tímafrek vinna Uppstoppun á fiskum er mjög tímafrek og því segir Haraldur að tiltölulega fáir hafi farið út í þessa sérhæfingu. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að menn vilja láta stoppa upp fyrir sig vatna- fiska. Ýmsir veiðimenn veiða í sömu vötunum eða ánum ár eftir ár og vilja gjarnan eiga uppstopp- aða fiska frá mismunandi tíma. En algengast er þó að menn láti stoppa upp stóru laxfiskana, um og yfir 20 punda fiska.“ - Hvað tekur langan tíma að stoppa upp eitt stykki lax? „Frá því maður byrjar og þar til verkinu er lokið gæti ég trúað að líði um hálfur mánuður og það þarf ekki mikið út af bregða til þess að þetta fari upp í þrjár vik- ur. Það tekur sinn tíma að verka fiskinn og skinnið og síðan þarf þetta að þorna í um tíu daga áður en hægt er að halda áfram.“ - Þú segist hafa stoppað upp karfa? „Já, ég hef nokkrum sinnum stoppað upp karfa og einu sinni stoppaði ég upp mjög sérstakan karfa sem ég hafði með mér í keppni erlendis. Þessi fiskur var ljósari en gengur og gerist. Fisk- urinn er í eigu skipstjóra sem hafði veitt karfa í þrjátíu ár, en aldrei áður séð slíkan fisk.“ Silfurhafi á Evrópumeistaramóti - Ertu alltaf annað slagið að keppa? „Já, ég hef verið að keppa á hverju ári undanfarin ár og því verður ekki neitað að undirbún- ingur móta tekur mikinn tíma, maður er í raun að undirbúa sig allt árið. Síðast keppti ég á heimsmeistaramótinu í fiskaupp- stoppun í Bandaríkjunum sl. vor og gekk bærilega. Ég varð hins vegar fyrir því að fiskurinn sem ég flutti með mér vestur skemmdist í flutningnum og það hafði sín áhrif á niðurstöðuna. Það er engin spurning að mað- ur lærir gríðarlega mikið af því að taka þátt í slíkum mótum, en þessu fylgir vissulega töluverður kostnaður.“ - Er uppstoppunin eins og hver önnur vinna - frá átta til fimm? „Já, ég reyni það. Hins vegar eru oft miklar tarnir í þessu þegar ég er að undirbúa keppnir. Þá þarf oft að vinna eins og tími og þrek endist,“ segir Haraldur Ólafsson, sem hér á árum áður var einn af bestu ólympísku lyftinga- mönnum Íslendinga og keppti fyrir hönd Íslands á stórmótum. Haraldur segist vera löngu hætt- ur að stunda lyftingarnar af kappi, en hann viðurkennir að hann haldi sér í þokkalegu formi, enda veiti ekki af því álagið á herðarnar sé mikið í uppstoppun- inni. Uppstopparinn Haraldur Ólafsson á Akureyri: Sérhæfir sig í upp- stoppun fiska Haraldur Ólafsson er einn fárra atvinnu- uppstoppara á Ís- landi. Hann hefur sér- hæft sig í að stoppa upp laxfiska og hefur gert það gott á Evr- ópu- og heimsmeist- aramótum uppstopp- ara.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.