Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 26

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 26
26 N Ý F U N D N A L A N D Kristján Aðalsteinsson, sem áður var sölu- og markaðsstjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf., hefur frá síðustu áramót- um verið framkvæmdastjóri Harbour Grace CS Inc. í sam- nefndum bæ við Conception Bay á Nýfundnalandi. Eimskip á 25% í Harbour Grace CS Inc.og annast daglega stjórnun fyrirtækisins, en það rekur frystigeymslu og löndunar- þjónustu auk þess að hafa um- boð fyrir fiskiskip. Viðskiptavinir Harbour Grace CS Inc. eru að stærstum hluta út- gerðir skipa sem veiða rækju við Labrador og á Flæmska hattinum. Harbour Grace annast löndun úr skipunum og sér um að koma af- urðunum í frystigeymslu sem síð- an eru fluttar landleiðina um borð í millilandaskip, m.a. skip Eim- skipafélagsins sem hafa viðkomu í Argentia á Nýfundnalandi. Einnig sér fyrirtækið um ýmsa þjónustu við fiskiskipin, varðandi t.d., umbúðir, kost, viðgerðir o.fl. Fjölbreytt og lifandi starf „Mér líkar þetta starf ágætlega. Þetta er fjölbreytt og maður kynnist mörgu fólki. Fyrirtækið rekur frystigeymslur og löndun- arþjónustu og er jafnframt með ýmis umboð fyrir veiðiskip. Við þjónum bæði kanadískum og er- lendum veiðiskipum sem stunda veiðar á NAFO-veiðisvæðinu. Á þessu ári hefur umsetningin hér fyrst og fremst tengst rækjuveið- um á Flæmska hattinum og rækjuveiðum kanadískra skipa við Labrador. Í sumar höfum við auk þess þjónustað kanadísk skip sem stunda grálúðuveiðar norður- frá milli Baffin Island og Græn- lands. Við bjóðum útgerðum skipanna upp á sem víðtækasta þjónustu, hvort sem það er að út- vega olíu, vistir, viðgerðir eða annað. Einnig höfum við komið að áhafnaskiptum, þ.m.t. að út- vega gistingu fyrir áhafnarmeð- limi og bóka flug fyrir þá. Þá höf- um við tekið að okkur fyrir er- lendu skipin að miðla umbeðnum upplýsingum um veiðarnar til kanadískra stjórnvalda og sækja um öll tilskilin leyfi fyrir þessi erlendu skip til þess t.d. að fá að landa í kanadískum höfnum,“ segir Kristján. Rækjan með mesta móti Á þessu ári hafa fá skip undir ís- lenskum fána stundað veiðar á Frá Dalvík til Harbour Grace Kristján Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Harbour Grace á Nýfundnalandi. Vetrarríki í Harbour Grace. Þar er oft vindasamt og drjúgt napurt yfir vetrarmánuðina. „Við þjónum bæði kanadískum og erlend- um veiðiskipum sem stunda veiðar á NAFO- veiðisvæðinu. Á þessu ári hefur umsetningin hér fyrst og fremst tengst rækjuveiðum á Flæmska hattinum og rækjuveiðum kanadískra skipa við Labrador,“ segir Krist- ján.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.