Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 36

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 36
36 E N D U R B Æ T T S K I P Viðamiklar breytingar Eins og áður segir hafa verið gerðar gagngerar breytingar á skipinu. Nefna má að skipt var um stýrishús og flest öll tæki í brúnni voru endurnýjuð. Þá var settur nýr móttökukassi ofan í lestarlúguna og numinn á brott krani aftan við þilfarshúsið en í hans stað settur upp línuniður- leggjari. Þá voru settir vökva- drifnir snúningsliðir á dráttar- lúgu, drekalúgur og lagningslúgu aftur á. Nýtt línuspil með aðgerðar- borði var sett niður, auk nýrrar fiskmóttöku og þvottakars. Skutrými aftast á aðalþilfari var útbúið fyrir net, spilkerfið yfirfar- ið og stjórnbúnaður spila endur- nýjaður. Eldhúsið var klætt upp á nýtt og sömuleiðis borðsalur og inn- rétting eldhússins endurnýjuð. Sömuleiðis voru íbúðir yfirfarnar. Í vélarúminu var niðurfærslugír yfirfarinn og utanborðskælar tengdir á allar vélar. Ný véla- stjórnun var sett upp og sömu- leiðis nýr olíueyðslumælir. Skrúfuhringur var fjarlægður og sett ný skrúfublöð. Allt rafkerfi skipsins var yfir- farið og endurnýjað að miklu leyti. Skrokkur að utan og ofandekks var vatnsblásinn ásamt milli- dekki. Skipið var málað með International málningu frá Hörpu-Sjöfn hf. Margir verktakar Aðalverktaki við verkið var Þor- geir & Ellert hf. á Akranesi, sem annaðist alla hönnun, járna- og vélavinnu. Um trésmíðina sá Tré- smiðja Þráins Gíslasonar, raf- magnið var í höndum Rafboða hf. í Garðabæ, um rafeindabúnað sá Mareind ehf. í Grundarfirði, vatnsblástur og málun annaðist Skipaþjónusta Íslands> í Reykja- vík og Tankahreinsun Magnúsar í Reykjavík sá um tankahreinsun. Neðangreindur búnaður í skip- inu kom frá Merkúr hf.: Heimdal skrúfublöð, Fernstrum utanborðs- kælar, Helac snúningsliðir á lúg- ur, Damen keðjuklemmur, Mar- ine Aluminium brúargluggar, Decca rúðuþurrkur, Nor-pro brú- arhurðir, Nor-sap brúarstólar, Docal olíueyðslumælir, Mathers vélstjórnun og Heimdal gírkælir. Búnaður í brú Í brú voru sett niður fjölmörg tæki frá m.a. Brimrúnu og Radío- miðun. Tækin eru eftirfarandi: Maxsea siglinga tölva með þrí- vídd, Furuno SC 60 GPS áttaviti, Furuno GP 32 GPS, Furuno NavPilot 500 sjálfstýring, Furu- no FCV-1200 dýptarmælir, Furu- no FAR 1500 MK-3 15” radar með ARPA plotti, Kaijo Denki KMC300 dýptarmælir, Koden MD 3400 radar, Dell skjáir 17” 3 stk., Sailor RT2048 VHF 2 stk., Sailor H1622 Inmarsat-C/GPS, Benefone NMT sími m/línutengi, Panasonic þráðlaus sími fyrir NMT, Brother 9070 fax/prent- ari/skanner, Europa 9000 eld- varnarkerfi, Bouyer 6 rása kall- kerfi, Biscke litamyndavélar 3 stk og Aiwa útvarp. Bróðurpartur skipsins var endurnýjaður í hólf og gólf, þar á meðal borðsalur. Óskum Skarðsvík ehf. og áhöfn til hamingju með endurbæturnar á skipinu At hy gl i / M yn d: A lfo ns F in ns so nTrésmiðja Þráins E. Gíslasonar Vesturgötu 13 300 Akranes Sími 430 3600 Sími 430 3600

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.