Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 38

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 38
38 Radiomiðun hf. sérhæfir sig í sölu og þjónustu á siglinga-, fiskileitar- og fjarskiptatækj- um fyrir sjávarútveginn, eink- um hefur áhersla fyrirtækisins verið á tölvu- og fjarskipta- lausnir. Á undanförnum árum hefur Radiomiðun í auknum mæli komið að ýmsum rann- sókna- og þróunarverkefnum á sviði upplýsingatækni fyrir skipstjórnendur. Í mars sl. var sjávarútvegshluti Ísmars hf. sameinaður rekstri Radiomiðunar og hluti af starfs- fólki Ísmars færðist yfir til Radi- omiðunar. Jóhann H. Bjarnason, framkvæmdastjóri Radiomiðunar, orðar það svo að í ljósi þess að út- gerðarfyrirtæki hafi verið að sam- eina krafta sína og útgerðum hafi því verið að fækka, sé eðlilegt að stækka og efla þjónustufyrirtækin þannig að þau séu vel í stakk búin að halda uppi öflugri þjón- ustu við sjávarútveginn. Eftir sameiningu sjávarútvegs- sviðs Ísmars og Radiomiðunar eru 24 starfsmenn hjá Radiomiðun, þar af tíu tæknimenn. Ýmis þróunarverkefni „Við erum stærsta fyrirtækið á þessu sviði í dag og starfsfólk okkar býr yfir mikilli þekkingu á þessu sviði sem nýtist vel þeim útgerðum sem við erum að skipta við,” segir Jóhann og bætir við að Radiomiðun hafi undanfarin ár tekið þátt í mörgum rannsókna- og þróunarverkefnum sem hafi það að markmiði að bæta þjón- ustu við sjófarendur og útgerðir. Hann nefnir í því sambandi IN- mobil tölvupóstkerfið sem Radi- omiðun þróaði í samstarfi við Snerpu á Ísafirði. Óhætt er að segja að þetta kerfi hafi sannað sig vel og stórbætt tölvusam- skipti við sjófarendur. Með In- mobil náum við að nýta lághraða gervihnattasambönd til gagna- sendinga á hagkvæmu verði. Einnig nefnir Jóhann þróun raf- rænnar afladagbókar sem Radi- omiðun vann með Sjávarútvegs- stofnun Háskóla Íslands og Fiski- stofu. “Við erum áfram að vinna að þessu verkefni og tökum þátt í Evrópuverkefni um þróun afla- dagbóka þar sem við leggjum fram okkar þekkingu á þessu sviði,” segir Jóhann. Upplýsingaveita og land- grunnsverkefni Radiomiðun hefur byggt upp upplýsingaveitu þar sem rafræn- um upplýsingum er komið til sjófarenda í gegnum gervihnetti. „Í þessari upplýsingaveitu sem heitir Þjónustubanki Radiomið- unar er t.d. að finna veðurupplýs- ingar, upplýsingar um skyndi- og reglugerðarlokanir, fréttaþjón- ustu, gengisskráningu o.fl.,” segir Jóhann. Jóhann segir að á undanförnum mánuðum hafi Radiomiðun unn- ið að svokölluðu landgrunnsverk- efni og er von á lokaskýrslu í því verkefni um miðjan nóvember. „Að þessu vinnum við með Sjáv- arútvegsstofnun Háskóla Íslands og Sjómælingum Íslands. Þetta er afar spennandi verkefni sem gengur út á það að byggja upp öflugasta gagnagrunn dýpisupp- lýsinga fyrir landgrunnið við Ís- land,” segir Jóhann. Botngreiningarbúnaður Einnig hefur Radíómiðun sett á markaðinn afar spennandi búnað, botngreiningatæki sem getur greint botnhörku og grófleika botnsins. Þessi búnaður er tengj- anlegur við flestar tegundir dýpismæla og skilar frá sér upp- lýsingum inn á siglingatölvuna með upplýsingum um botnteg- und í viðkomandi lit. Þessar upp- lýsingar er síðan hægt að vista á siglingatölvunni og skoða sem lag ofan á sjókortin og þá sett fram í tvívídd með dýpislínum eða þrívíid. Stöðnun í endurnýjun skipa- stólsins Jóhann segist sjá fyrir sér áfram- haldandi þróun í tæknibúnaði fyrir sjávarútveginn sem hafi það m.a. að markmiði að bæta afköst og nýtingu og auka hagkvæmni. „Við sem erum í þessari þjónustu verðum að fylgja vel eftir þeirri þróun sem er og verður í sjávarút- veginum,“ segir Jóhann. Hins vegar segir hann það sína skoðun að Íslendingar hafi verið að drag- ast of mikið afturúr í endurnýjun skipastólsins. „Við teljum okkur vera eina af mestu fiskveiðiþjóð- um heims og stöndum framarlega í ýmsu er lýtur að tækniþróun í sjávarútvegi. Það má því kannski segja að það skjóti skökku við að flotinn okkar er orðinn nokkuð gamall. Af þessu hef ég nokkrar áhyggjur vegna þess að sem fisk- veiðiþjóð verðum við að geta ver- ið samkeppnishæfir. Við þurfum að geta þróað okkar tækni og tæki þannig að framleiðnin í ís- lenskum sjávarútvegi verði helst betri en hjá þeim löndum sem við keppum við. Ef við náum því ekki berum við minna úr býtum drögumst aftur úr,“ segir Jóhann H. Bjarnason. T Æ K N I Radiomiðun: Sérhæfing fyrir sjávarútveginn Jóhann H. Bjarnason, framkvæmdastjóri Radiomiðunar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.