Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 40

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 40
40 T Æ K N I „Auk innanlandsmarkaðarins leggjum við í auknum mæli áherslu á erlenda markaði, enda teljum við að þar séu töluverð sóknarfæri fyrir okk- ur,” segir Haraldur Úlfarsson, framkvæmdastjóri R. Sig- mundssonar ehf. R. Sigmundsson á sér rösklega sextíu ára sögu. Fyrirtækið hefur fjölþættan rekstur sem miðar að því að veita heildarlausnir á sviði siglinga-, fiskileitar- og fjar- skiptatækja. Framan af sérhæfði R. Sigmundsson sig í þjónustu fyrir sjávarútveginn, en á síðari árum hefur fyrirtækið einnig á boðstólum vörur til landmælinga og útivistar, t.d. GPS staðsetn- ingartæki, fjarskiptabúnað og stafræn landakort. Í samstarfi við franska fyrir- tækið Sodena R. Sigmundsson ehf. hefur í sam- starfi við franska fyrirtækið Sodena þróað skipstjórnarbúnað- inn Turbo. Skipstjórnarbúnaður- inn er með fullkomnu upplýs- ingakerfi fyrir botnhörkugrein- ingu, veðurspákort, straumkort, flóðatöflur, sjólagsupplýsingar og sjávarhitamyndir. Skipstjórnar- búnaðurinn getur unnið upplýs- ingar sem eru mælanlegar um borð í skipum s.s. dýpi, lofthita, sjávarhita, botnhita, stefnu, hraða, staðsetningu og tíma. Með úrvinnslu þessara gagna og myndræna framsetningu þeirra, fá skipstjórnarmenn mun betri yfirsýn fyrir veiðar við tilteknar aðstæður og veiðisvæði. Samvinna við Seadata Sjógögn ehf. Fyrr á þessu ári gerðu R.Sig- mundsson og Seadata Sjógögn ehf. samstarfssamning um að R.Sigmundsson annist sölu, dreif- ingu og þjónustu rafrænna afla- dagbóka. Seadata Sjógögn hafa hannað þessar afladagbækur, en unnt er að senda gögn úr þeim frá fiskiskipum beint til Fiskistofu. „Við unnum í sameiningu að frekari þróun á afladagbókinni og öðrum hugbúnaði sem við köll- um „Útgerðarstjóra”. Útgerðar- stjóri tekur á móti gögnum frá Afladagbók og gerir stjórnendum kleift að fylgjast með staðsetn- ingu skipa, aflamagni, aflasam- setningu o.fl. Fiskistofa hefur vottað þessa nýju tækni og hún hefur verið til prufu í þremur skipum á undanförnum mánuð- um og gefið góða raun,” segir Haraldur og bætir við að þessi nýja tækni verði á næstunni kynnt frekar innanlands og einnig erlendis. „Við erum bjart- sýnir á að við munum fá jafn góð viðbrögð erlendis og við höfum fengið hér heima,” segir Harald- ur. Vöxtur hjá Marport R.Sigmundsson er þriðjungs eignaraðili að Marport. Marport sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á veiðarfæranemum. Marport keypti framleiðslufyrirtækið Stout Marine Technology í Bandaríkjunum á síðasta ári. R. Sigmundsson annast sölu og þjónustu á nemunum á Íslandi. „Starfsemi Marport á Íslandi felst fyrst og fremst í vöruþróun og markaðssetningu á erlendum mörkuðum” segir Haraldur. Í byrjun þessa árs fékk Marport umboð fyrir GPS-áttavita frá kanadíska fyrirtækinu CSI-Wirel- ess. „Marport er með sölunet í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Suður-Kóreu, Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Það er enginn vafi í mínum huga að salan á Marport- veiðarfæranemum og GPS-átta- vitanum fer mjög vel saman og því teljum við að þarna séu sókn- arfæri fyrir okkur,” segir Harald- ur. Margmiðlunarkennsludiskur fyrir Garmin staðsetningar- tæki Haraldur nefnir einnig að R. Sig- mundsson hafi í samstarfi við Fjarkennslu ehf. framleitt kennsludisk fyrir Garmin stað- setningartæki. Um er að ræða kennsludisk fyrir algengustu gerð handtækja og verður diskurinn seldur hjá endurseljendum Garmin í Evrópu og Ameríku. Kennsludiskurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur, enda ekki á markaðnum sambærileg kennsla á þessi tæki. „Við erum að keppa við DVD og myndbönd, sem eru til fyrir þennan markað,” segir Haraldur. Ýmis sóknarfæri - að mati Haraldar Úlfarssonar, framkvæmdastjóra R. Sigmundssonar ehf. „Útgerðarstjóri tekur á móti gögnum frá Afladagbók og gerir stjórnendum kleift að fylgjast með staðsetningu skipa, aflamagni, aflasamsetningu o.fl. Fiskistofa hefur vottað þessa nýju tækni og hún hefur verið til prufu í þremur skipum á undanförnum mánuðum og gefið góða raun,“ segir Haraldur Úlfarsson, framkvæmdastjóri R. Sigmundssonar ehf. Mynd: R. Sigmundsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.