Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 6

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Til þess að styrkja byggð á landsbyggð- inni hefur lengi verið talað um nauðsyn þess að flytja ríkisstofnanir út á land. Fátt hefur þó verið jafn eldfimt í hinni pólitísku umræðu og flutningur ríkis- stofnana út fyrir höfuðborgina. Fullyrt er að stofnanirnar verði að vera í nálægð við aðrar stofnanir í stjórnsýslunni, sem er auðvitað ekkert nema fyrirsláttur því stórbættar samgöngur og fjarskipta- tækni gerir það að verkum að fjarlægð- ir eru afstæðar. Skemmst er að minnast þess að allt ætlaði um koll að keyra þegar Landmælingar Íslands voru flutt- ar upp á Skaga um árið og það sama gerðist þegar Byggðastofnun var flutt á Sauðárkrók. Báðar þessar stofnanir eru þó, að því er ég best veit, í fínu formi og staðsetning þeirra utan höfuðborgar- svæðisins skapar þeim síður en svo erf- iðleika. Þegar horft er yfir sviðið verður ekki séð að margar ríkisstofnanir sem tengj- ast sjávarútvegi séu á landsbyggðinni. Upp í hugann kemur Verðlagsstofa skiptaverðs á Akureyri og Rannsókna- nefnd sjóslysa í Stykkishólmi. Þá er Hafró með útibú úti á landi og sama má segja um Rf og Siglingastofnun. Höfuðstöðvar opinberra stofnana í sjáv- arútvegi eru því í langflestum tilvikum í Reykjavík og menn geta spurt sig hvort það sé eðlilegt. Mitt svar er ein- falt: Nei. Það er að sjálfsögðu ekkert lögmál að því sem næst öll rannsókna- starfsemi og stjórnsýsla sjávarútvegsins þurfi að vera í borg Þórólfs. Eru borð- leggjandi rök fyrir því að t.d. Sjómæl- ingar Íslands séu í höfuðborginni, eða Landhelgisgæslan, eða jafnvel Siglinga- stofnun? Spyr sá sem ekki veit. Kannski eru óhaggandi rök fyrir því að öll þessi ríkisstofnanaflóra þurfi að vera á sama punktinum, en þá væri líka gaman að fá þau fram. Til þess að flytja einhverja starfsemi ríkisins út á land þarf fyrst og fremst pólitískan vilja og þor, því eðlilega er það alltaf svo að ef á að breyta því sem verið hefur óbreytt í áratugi rísa allir upp á afturlappirnar og mótmæla há- stöfum. Þetta flaug upp í huga mér þegar ég sá að nokkrir þingmenn með Hjálmar Árnason í broddi fylkingar lögðu á dögunum fram tillögu til þingsálykt- unar um að gera úttekt á kostum þes að flytja höfuðstöðvar Landhelgisgæslunn- ar til Suðurnesja. Það verður fróðlegt að sjá hvort tillagan nær fram að ganga í þinginu, en ég leyfi mér að efast um að svo verði. Til þess er tregðan því miður of mikil á flestum vígstöðvum. Af tregðulögmálum Óskar Þór Halldórsson, ritstjóri Öflug fyrirtæki draga vagninn „Ég tel að fiskeldi geti átt framtíð hér á landi í ljósi þess að grunngerð sjáv- arútvegarins er allt önnur í dag en hún var á níunda áratugnum. Nú eru það öflug sjávarútvegsfyrirtæki sem draga vagninn og hafa alla forystu um upp- byggingu þessa atvinnuvegs en ekki hið opinbera eins og áður var í allt of ríkum mæli. Hið opinbera mun þó hafa hlutverki að sinna, þannig kappkostum við í sjávarútvegsráðuneytinu að hafa forystu um að móta meginstefnu og setja atvinnugreininni trausta regluum- gjörð í nánu samstarfi við greinina sjálfa. Hitt er ekki síður mikilvægt að hið opinbera stuðli að uppbyggingu þekkingar á þessu sviði. Þar munu styrkir úr AVS-rannsóknasjóðnum reyn- ast mikilvægir, auk starfsemi þeirrar sem fram fer á vegum Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins, Hafrannsókna- stofnunarinnar svo og öðrum stofnun- um.“ (Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, á aðal- fundi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins) Vaktstöð siglinga út á land „Dæmi um verkefni sem hægt er að flytja er Vakststöð siglinga sem taka á til starfa um áramótin. Mörg tækifæri hafa ekki verið nýtt til að flytja nýjar stofnanir hvað þá verkefni til stofnana sem fyrir eru á stöðunum eins og Skattstofa, sýslumannsembætti o.fl. Það fer ekki framhjá neinum að mikil uppbygging er í Reykjavík í tengslum við opinbera þjónustu. Ég sá í blaði um daginn að í Borgartúninu einu sem hefur verið að byggjast upp á síðustu árum eru rúmlega 2.000 manns að störfum í skrifstofubyggingum þar og meirihlutinn á vegum ríkisins. Enda eru 63% opinberra starfa í Reykjavík þó þar búi rétt rúmlega 40% landsmanna. Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við að flest opinber störf séu í höfuðborginni okkar en það er jafneðlilegt að hluti þeirra og hluti af fjölgun þeirra komi til skilgreindra byggðakjarna eins og Ísafjarðarbæjar.“ (Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðar- bæ, á ráðstefnunni „Byggðaþróun og sam- keppnishæfni“) Vandasamt verk „Það tekur langan tíma að byggja upp nýja markaði fyrir sjávarafurðir og það er vandasamt verk. Það er ekki nóg að veiða fiskinn, það þarf líka að selja hann. Menn tala um að það sé ekkert mál að auka útflutning á ferskum fiski. Málið er hins vegar ekki svona einfalt. Það tekur tíma að vinna nýja markaði fyrir ferskan fisk og við Íslendingar verðum að gæta okkar að lækka okkur ekki of mikið í verði fyrir ferska fisk- inn. Það hefur hins vegar gerst að stóru framleiðendurnir hérna heima hafa verið að koma í auknum mæli inn á ferskfiskmarkaðina og þeir hafa lækk- að sig í verðum.“ (Jón Steinn Elíasson, framkvæmdastjóri Toppfisks, á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu án útgerðar) U M M Æ L I Jón Steinn Elías- son.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.