Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 10

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 10
10 Í nóvember sl. fóru þrír full- trúar frá sjávarútvegsfyrirtæk- inu Brimi til Kína til þess að sjá með eigin augum þá miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í þarlendri fiskvinnslu á undanförnum árum. Auk þess að sækja heim nokkur fisk- vinnslufyrirtæki var farið á stóra sjávarútvegssýningu í Shanghai, þar sem vaxtar- broddar í fiskvinnslu og fisk- vinnslutækni í Asíu voru kynntir. Á sýningunni var Út- flutningsráð Íslands með kynn- ingarbás og þar voru nokkur íslensk fyrirtæki að kynna sína framleiðslu og þjónustu. En fiskvinnsla í Kína er tilefni þessarar greinar. Einn af fulltrú- um Brims sem fóru til Kína í nóvember er Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa. Áður en Gunnar fór austur hafði hann séð myndir úr kínverskum fiskvinnslufyrirtækj- um og heyrt lýsingar manna á því sem Kínverjar eru að gera í þess- um efnum og því segir hann að margt af því sem fyrir augu bar hafi ekki komið algjörlega á óvart. En sjón er sögu ríkari, segir Gunnar og telur telur að þegar Ís- lendingar marki stefnuna í sjávar- útvegi til næstu ára sé ljóst að menn komist ekki hjá því að horfa til þess sem Kínverjar eru að gera í fiskvinnslunni. 100 dollarar í mánaðarlaun „Við heimsóttum þrjú fisk- vinnslufyrirtæki í hafnarborginni Qingdao, sem er miðja vegu milli Shanghai og Peking,“ segir Gunnar Larsen. „Þetta er eitt af aðal fiskvinslusvæðunum í Kína og þar er mikil uppbygging um þessar mundir. Tvö af þessum sjávarútvegsfyrirtækjum eru í einkaeign, en eitt þeirra hefur náin tengsl við China National Fisheries. Fyrirtækin eru fyrst og fremst að vinna fyrir Japansmark- að, t.d. karfa, túnfisk og makríl, en einnig óteljandi aðrar tegund- ir. Um átta hundrað til þúsund starfsmenn eru í hverju fyrirtæki. Bróðurpartur starfsfólks er ungar stúlkur, um og undir tvítugu, sem koma úr nálægum sveitum og búa í sérstökum starfsmanna- húsum þar sem margar eru í sama herbergi. Okkur var tjáð að þessar stúlkur ynnu tímabundið í þess- um fyrirtækjum, tvö til þrjú ár, og öfluðu þannig fjár til þess að fara heim aftur og hefja búskap. Samkvæmt okkar upplýsingum eru mánaðarlaun fiskvinnslufólks- ins um 100 dollarar á mánuði, eða um 8.000 kr. íslenskar, fyrir átta tíma vinnu, sex daga vikunn- ar.“ Miklar hreinlætiskröfur „Elsta vinnsluhúsið sem við kom- um inn í var frá 1996 og það nýjasta frá 2000. Þetta eru í alla staði hin glæsilegustu hús og um- hverfi þeirra er mjög þrifalegt. Að innan eru húsin eins og best verður á kosið, þau eru flísalögð hátt og lágt og miklar hreinælæt- iskröfur gerðar til starfsfólks og gesta sem koma inn í vinnsluna. Raunar eru þær hreinlætiskröfur sem gerðar eru í þessum fisk- vinnslufyrirtækjum í Kína langt Í harðri samkeppni við Kína - spjallað við Gunnar Larsen, framkvæmdastjóra ÚA, um heimsókn hans til Kína Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri ÚA. Úrval tvífrystra afurða frá Kína. „Þegar inn- kaupamaður í stór- markaði í Vestur-Evr- ópu stendur frammi fyrir því að kaupa fal- lega vöru frá Kína, þó svo að hún sé tvífryst, á 20% lægra verði en honum stendur til boða frá t.d. Íslandi, þá hugsar hann sig tvisvar um,“ segir Gunnar Larsen.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.