Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 12

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 12
12 F I S K V I N N S L A Í K Í N A ur í gámum til Japans og Japan- arnir senda hann síðan yfir til Kína, þar sem hann er unninn og sendur aftur á markaði í Japan. Karfinn er líka sendur frá Kína inn á Evrópumarkað Einfrystur/tvífrystur fiskur Gunnar segir ljóst að uppbygging í fiskvinnslu á þessu svæði í Kína haldi áfram hröðum skrefum. Hann nefnir í því sambandi að nú sé eitt þeirra þriggja fyrirtækja sem hann sótti heim að byggja tuttugu þúsund fermetra við- byggingu og hana eigi að taka í notkun innan fárra mánaða. Til að varpa ljósi á stærð þessarar við- byggingar má nefna að allt hús- næði Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri er um tólf þúsund fer- metrar. Eftir að hafa komið til Kína og séð með eigin augum það sem Kínverjar eru að gera í fiskvinnsl- unni telur Gunnar að fyrir Íslend- inga sé stóra spurningin sú hversu lengi við höldum forskoti í verði á einfrystum fiski í samanburði við tvífrystan fisk. „Margir kaup- endur hafa einungis viljað ein- frystan fisk, enda sé hann mun betri vara en tvífrystur fiskur. En margt bendir til þess að þetta sé að breytast. Kínverjar eru að bjóða tvífrystan fisk á sömu mörkuðum og við erum að selja okkar afurðir á allt að 20% lægra verði. Í stuttu máli má segja að valdið hafi færst frá framleiðend- um til neytenda. Neytendurnir ráða ferðinni með kröfum sínum um ódýr matvæli. Þegar inn- kaupamaður í stórmarkaði í Vest- ur-Evrópu stendur frammi fyrir því að kaupa fallega vöru frá Kína, þó svo að hún sé tvífryst, á 20% lægra verði en honum stendur til boða frá t.d. Íslandi, þá hugsar hann sig tvisvar um. Almennt eru neytendur ekki að velta vöngum yfir því hvort fisk- urinn er ein- eða tvífrystur, hann horfir fyrst og fremst á verðmið- ann. Samkeppnin er orðin það hörð í smásölunni í Evrópu, að það er fyrst og fremst verðið á vörunni sem gildir.“ Verðum í auknum mæli að veðja á ferska fiskinn Gunnar bendir á að verð á sjó- frystum karfa hafi verið að hrapa á síðustu mánuðum sem hann tel- ur öðru fremur vera beina afleið- ingu af sókn Kínverja inn á helstu karfamarkaði. „Verð fyrir þorsk hefur haldist betur, en við vitum af kaupendum í Bretlandi sem vildu ekki heyra minnst á tvífrystan fisk, en eru núna farnir að taka hann inn vegna þess að hann er á töluvert lægra verði en einfrysti fiskurinn. Ég tel að sá fiskur sem fer í frekari vinnslu, t.d. brauðun, muni eiga verulega í vök að verjast í samkeppninni við Kínafiskinn. Það er hins vegar ljóst að við Ís- lendingar höfum ferska fiskinn, nokkuð sem Kínverjar geta ekki boðið upp á. Ég tel að við verðum í auknum mæli að veðja á ferska fiskinn og leggja áherslu á ímynd einfrysta fisksins. Það er hins veg- ar ekki ljóst hversu mikið mark- aðurinn í Evrópu tekur við af Ein af þeim tegundum sem Kínverjar vinna í miklum mæli er Alaskaufsi og þeim hefur tekist að ná mjög sterkri stöðu á mörk- uðum með þennan fisk. Til vinstri á myndinni má sjá hversu gríð- arlega mikla nýtingu Kínverjarnir ná út úr hverjum fiski. Hér er verið að flaka karfa. Gunnar Larsen segir ljóst að nýtingin í karfavinnslunni í Kína sé töluvert meiri en hér á landi - munurinn er líklega 4-5%. Myndir frá Kína: Hilmar Ágústsson. Eins og sjá má á þessu korti er Qingdao miðja vegu á milli Shanghai og Peking. Qingdao er vel staðsett gagnvart flutningaleiðum, t.d. til Kóreu og Japans.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.