Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 13

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 13
13 F I S K V I N N S L A Í K Í N A ferskum fiski. Þó er greinilegt að t.d. í Bretlandi er stöðugur vöxt- ur í ferskvöru, bæði fiski og kjöti, á sama tíma og sala á frystum af- urðum stendur í stað eða dregst saman. Lykillinn að því að geta boðið ferskan fisk í miklu magni inn á þessa markaði er að fyrirtækin geti haft öruggan aðgang að hrá- efni og þannig tryggt öryggi í reglulegri afsetningu á fiskinum. Það sem ég tel þó brýnast varð- andi ferska fiskinn er að leggja áherslu á markaðsstarfið. Núna eru eingöngu seld fersk hnakka- stykki, eða um 35% af flakinu, sem er dýrasti hluti flaksins, en við þurfum að vinna markvisst í því að markaðurinn kaupi allt flakið. Eins og staðan er núna eru 75% af flakinu fryst og seld á ódýrari markaði. Auk þess að leggja meiri áherslu á ferska fiskinn og koma okkur þannig inn á þann hluta markaðarins sem Kínverjar geta ekki keppt við okkur, tel ég að við verðum að leggja áherslu á að auka framleiðni í okkar vinnslu með því að auka tæknistigið í öllu vinnsluferlinu.“ Ferski fiskurinn til Evrópulanda Ferskfiskútflutningur Brims hef- ur til þessa farið inn á fjögur Evr- ópulönd; Bretland, Belgíu, Frakkland og Þýskaland. Til Am- eríku hefur hins vegar ekki farið ferskur fiskur, en þar hefur Út- gerðarfélag Akureyringa t.d. haft mjög tryggja markaði fyrir fros- inn fisk í gegnum árin. Gunnar segir að ástæðan fyrir því að ferskfiskútflutningur til Banda- ríkjanna sé erfiður nú um stundir sé ekki síst staða dollarans. „Einnig er neyslumynstur í Bandaríkjunum töluvert öðruvísi en í Evrópu. Auk þess eru okkar markaðir í Bandaríkjunum fyrst og fremst veitingahúsageirinn. Þar eru menn sáttir við að fá frosna bita og þíða þá upp eftir þörfum. Ég tel að í Bandaríkjun- um munum við áfram leggja áherslu á veitingahúsamarkað- inn.“ Framlegð af útflutningi á fersk- um fiski er eins og er meiri en í frosna fiskinum. Gunnar segir að flutningar á ferska fiskinum með flugi sé mjög fjárfrekur þáttur og því sé það afar mikið hagsmuna- mál fyrir fiskvinnsluna að unnt verði að flytja fiskinn sjóleiðis á markað. Hins vegar segir Gunnar að ferðatíðni sjóleiðis sé takmark- andi þáttur, enda vilja neytendur alltaf fá vöruna eins ferska og mögulegt er. „Við Íslendingar höfum ferska fiskinn, nokkuð sem Kínverjar geta ekki boðið upp á. Ég tel að við verðum í auknum mæli að veðja á ferska fiskinn og leggja áherslu á ímynd einfrysta fisksins,“ segir Gunnar Larsen. Hér er verið að pakka ferskum fiski hjá ÚA fyrir Evrópumarkað. Gríðarlegar hreinlætiskröfur eru gerðar í fiskvinnsluhúsunum í Kína. Til þess að fyrir- byggja að hár á yfirhöfnum berist inn í vinnsluna er brugðið límbandi á þær áður en farið er inn fyrir þröskuldinn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.