Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 17

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 17
R A N N S Ó K N I R 17 Höfundar greinarinnar eru Emilía Martins- dóttir, efnaverkfræð- ingur, Hélène L. Lauzon, matvælafræð- ingur, og Hannes Magnússon,örveru- fræðingur. Þau eru öll starfsmenn Rann- sóknastofnunar fisk- iðnaðarins. Síðustu tvö ár hefur Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins stundað rannsóknir á geymslu- þoli sjófrysts fisks eftir þíð- ingu. Rannsóknasjóður Íslands og fyrirtækin Ísaga og ÚA veittu styrk til þessa verkefnis. Markmiðið var að rannsaka geymsluþol sjófrysts þorsks sem látinn væri þiðna í neyt- endaumbúðum í flutningi. Hlutfall sjófrysts fisks af heild- armagni frystra afurða er orðið yfir 50% á Íslandi. Nægilega langt geymsluþol á sjófrystum, þíddum flökum í loftskiptum pakkningum gæti leitt til að unnt væri að flytja slík flök með skipum á erlendan mark- að. Þannig gætu sölumöguleik- ar sjófrystra flaka á kælimark- aði aukist. Ferskur og sjófrystur fiskur í neytendapakkningar Á helstu mörkuðum okkar Ís- lendinga fyrir sjávarafurðir fer áhugi á kældum vörum inn á smásölumarkaðinn vaxandi. Auk- inn áhugi neytenda er á matvæl- um sem eru tilbúin til eldunar eða neyslu. Þídd kæld flök eru gjarnan nefnd „chilled fillets“ í Bretlandi, en þar hafa slíkar vörur náð töluverðri útbreiðslu. Á ferskfiskmörkuðum bæði í Evr- ópu og Bandaríkjunum tíðkast að þíða fisk og selja sem „defrosted“. Almennt fjölgar þeim stórversl- unum sem bjóða ferskan fisk í sérstökum kæliborðum. Framboð getur verið sveiflukennt og verð óstöðugt en hvorugt samræmist þeirri kröfu að verðlag fiskafurða fylgi svipuðum stöðugleika og verð annarra matvæla. Ef unnt væri að skapa frystum þíddum flökum stöðu á ferskfiskmörkuð- um sem vöru af sambærilegum gæðum og með sama notagildi ætti að vera hægt að ná fram tölu- verðum verðhækkunum á sjó- frystum flökum. Einnig myndu skapast auknir möguleikar á markaðssetningu þeirra í Evrópu og Bandaríkjunum með sérstöðu vegna ferskleikans. Með því að kaupendur á frystum fiski erlend- is pökkuðu honum í loftskiptar pakkningar myndi skapast aukið svigrúm vegna þess að skilyrði vöru sem seld er fersk á markaði eru stöðugt framboð og langt geymsluþol. Hvað er MAP? Loftskiptar pakkningar (modified atmosphere packaging, MAP) hafa á síðustu árum orðið vinsælar fyrir margar tegundir matvæla, einkum kjöt. Neytendapakkning- ar á fiski hafa komið fram í ýms- um löndum en ekki náðst jafn- góður árangur með þær og kjöt- pakkningar. Notkun loftskiptra umbúða getur lengt geymsluþol fisks verulega eins og margar rann- sóknir hafa sýnt. Við gaspökkun er yfirleitt notuð gasblanda sem inniheldur 30-60% koldíoxíð (CO2), köfnunarefni (N2) sem fyllingargas og oft einnig súrefni (O2). Við fiskpökkun er lítið magn súrefnis notað til að hindra vöxt sýkilsins Clostridium botul- inum, sem vex eingöngu í súrefn- issnauðu umhverfi. Aftur á móti er óæskilegt að nota O2 þegar um feitan fisk er að ræða vegna þrán- unarhættu. Rannsóknir hafa sýnt að kjöt geymist þrisvar til sjö sinnum lengur í loftskiptum um- búðum en í lofti. Magur fiskur geymist mun skemur. Algengt er að geymsluþol ófrystra flaka í kæli sé um 10 til 12 dagar og getur loftskipt pökkun aukið geymsluþolið um 5 til 7 daga. Vísbendingar eru um að skýring á þessu sé sú að ákveðnar örverur séu til staðar í fiski sem ekki eru í kjöti. Fyrri rannsóknir sem gerðar voru á Rf hafa sýnt að áhrif kolsýru- pökkunar minnka veru- lega ef vikið er frá bestu vinnslu- og geymsluað- stæðum. Þannig er mik- ilvægt að nota ávallt mjög ferskt hráefni unnið við sem hreinleg- astar aðstæður. Einnig er mikil- vægt að geyma fiskinn eftir pökk- un við sem næst 0°C. Virkni CO2 er fólgin í því að það leysist í vatnsfasa fiskholdsins og veldur lækkun á sýrustigi. Þetta breytta umhverfi hefur síðan áhrif á vöxt örvera, sem leiðir til öðruvísi samsetningar á skemmdarflór- unni og breyttra skemmdarein- kenna. Sumar örverur þola vel CO2 og ná að vaxa við slík skil- yrði. Tilraunir Rf Í tilraunum þeim sem hér er lýst var geymsluþol ófrystra og þíddra þorskflaka sem geymd voru ann- ars vegar í lofti og hins vegar loft- skiptum pakkningum rannsakað. Rannsóknir voru einnig gerðar til að kanna frystiþol ákveðinna teg- unda af skemmdargerlum. Bornar voru saman hraðvirkar aðferðir við talningu á skemmdargerlum með Malthus-tækni í samanburði við hefðbundnar aðferðir. Valdar voru heppilegustu gasblöndur og þíðingaraðferðir og síðan gerðar Þídd sjófryst MAP-flök með skipum á erlendan markað Á helstu mörkuðum okkar Íslendinga fyrir sjávarafurðir fer áhugi á kældum vörum inn á smásölumarkaðinn vaxandi. Aukinn áhugi neytenda er á matvælum sem eru tilbúin til eldunar eða neyslu. Emilía Martinsdóttir Hélène L. Lauzon Hannes Magnússon

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.