Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 19

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 19
19 R A N N S Ó K N I R tímans. MAP-flökin dæmdust að- eins þurrari og seigari en loftflök- in. Þó að flökin dæmdust neyslu- hæf í rúmar 3 vikur voru ýmsir skynmatsþættir fremur neikvæðir og getur það haft áhrif á álit neyt- enda á vörunni. Það er ljóst að flestar þær aðferðir sem notaðar eru til að lengja þann tíma sem fiskur er enn hæfur til manneldis beinast að því að lengja þann tíma sem fiskurinn er mjög hlut- laus eða bragðlaus. Mjög áhuga- vert væri ef unnt væri að beina framtíðarrannsóknum á þessu sviði í að finna aðferðir til að lengja þann hluta af geymslutím- anum þar sem fiskurinn er enn með sitt einkennandi ferska bragð. Eftir stuttan tíma í frysti var P. phosphoreum ríkjandi sem hlut- fall af heildarfjölda örvera í pökk- uðum þíddum flökum en með lengri frystigeymslu fór hlutdeild þessa gerils minnkandi. Pökkun þíddra flaka í loftskiptar umbúðir hafði greinileg örveruhemjandi áhrif á örveruflóru. Með lengri frystigeymslu lengdist vaxtarað- lögunarfasi örvera og örveruvöxt- ur var hægari. Vexti P. phosphor- eum seinkaði verulega undir MAP við lengri frystigeymslu þrátt fyrir að þessi gerill sé talinn vera mjög þolinn fyrir CO2. Þetta er hugsanlega vegna frumu- skemmda eftir lengri frysti- geymslu. Niðurstöður rannsókna á myndun TVB og TMA voru í góðu samræmi við vöxt P. phosphoreum. Eftir 15 mánaða geymslutíma myndaðist mjög lít- ið magn TMA og TVB þrátt fyrir að nægt TMAO væri til staðar. Samræmi var gott milli tilrauna varðandi skynmat, örverur og efnamælingar (sjá mynd 1). Eins og frystirannsóknir gáfu til kynna hafði tími í frystigeymslu afger- andi áhrif á örverufjölda, einkum séhæfðar skemmdarörverur. MAP sem náðu sér á strik eftir þíðingu og hægði á örveruvexti með lengri frystigeymslu. Þegar hugað er að hagkvæmni við nýja framleiðslu- og flutn- ingaferla verður að taka tillit til þátta eins og vatnstaps við geymslu og þíðingu. Drip mæld- ist hærra í þíddum flökum en ófrystum. Það var innan við 5% eftir fimm daga geymslu í kæli í ófrystu flökunum en um 7 til 9% í þídda fiskinum. Heldur hærra drip (1,5-5%) mældist í MAP- flökum en flökum sem pakkað var í lofti. Hvað finnst íslenskum neytendum? Hluti af verkefninu var að kanna hvernig neytendum fannst ferskur fiskur í samanburði við sjófrystan fisk sem pakkað var í loftskiptar umbúðir (MAP) og venjulegar umbúðir (loft). Markmiðið var einnig að bera saman niðurstöður frá þjálfuðum skynmatshópi sem metur eftir einkunnaskölum þar sem allir þættir bragðs, lyktar og áferðar eru metnir. Neytendahóp- ur valinn úr hópi þeirra sem neyta fisks einu sinni í viku eða oftar fengu fisk sem geymdur hafði verið mislengi og á mis- munandi hátt fyrir neyslu. Gerð var svonefnd heimakönnun og var fiskurinn matreiddur af fjölskyld- unni sem lagði sinn dóm á fisk- inn. Mjög athyglisvert var að bera saman hvaða fisk neytendum lík- aði best við og þá skynmatsþætti sem dómarar notuðu til að lýsa fiskinum. Íslenskir neytendur fundu mun á fiski sem geymdur hafði verið tvo og tíu daga í kæli og líkaði betur ferski fiskurinn. Einnig gerðu þeir greinarmun á fiski eftir því hvernig honum var pakkað. Þegar borinn var saman fiskur sem geymdur hafði verið 10 daga fyrir neyslu annars vegar í lofti og hins vegar í loftskiptum umbúðum líkaði neytendum bet- ur við þann sem geymdur hafði verið í loftskiptum pakkningum. Þetta má skýra með að MAP hafi Niðurstöður þessara rannsókna sýna ótvírætt að til að ná sem lengstu geymsluþoli fiskflaka í kæli skiptir meginmáli að upphafsgerlafjöldi sé lágur og hitastigi sé haldið stöðugu og sem næst 0°C allan geymslutímann. „Nægilega langt geymsluþol á sjófrystum, þíddum flökum í loftskiptum pakkningum gæti leitt til að unnt væri að flytja slík flök með skipum á erlendan markað. Þannig gætu sölumöguleikar sjófrystra flaka á kælimarkaði aukist,“ segir m.a. í greininni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.