Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 24

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 24
24 Æ G I S V I Ð TA L I Ð farandi formaður LÍÚ, að Landssambandi smábáta- eigenda hefði tekist vel upp í að skapa þá ímynd af smábátaútgerð að hún væri trillukarl á lítilli trillu með eina handfærarúllu. Þessi mynd af smábátaút- gerð taldi Kristján hins vegar vera alranga því marg- ir útgerðarmenn smábáta hafi yfir að ráða gríðarlega öflugum bátum sem veiði mörg hundruð tonn af fiski á ári. Um þessa gagnrýni Kristjáns segir Örn Pálsson: „Útgerðarmaður sem getur gert út smábát er mjög eftirsóknarverður í þjóðfélaginu vegna þess að hann þarf að búa yfir þekkingu á öllum hlutum og geta lagað sig að því að fara á sjóinn nánast á öllum tím- um sólarhringsins. Hann þarf að vera fiskinn, hafa góða innsýn í veðurfræði, vera útsjónarsamur í rekstri og hafa yfir að ráða góðri þekkingu á mark- aðsmálunum á hverjum tíma, svo eitthvað sé nefnt. Þessir menn eru bakland Landssambands smábáta- eigenda, þeir eru ímynd okkar. En við höfum einnig innan okkar vébanda trillukarla sem fara út á sínum bátum með eina eða tvær handfærarúllur. Þetta út- gerðarmynstur vilja Íslendingar ekki eyðileggja. Bar- átta stórútgerðarmanna fyrir því að brjóta það niður er algjörlega vonlaus, en ég fagna því út af fyrir sig að þeir skuli ennþá vera að lemja hausnum við stein- inn í þessum efnum, því það eykur á vinsældir smá- bátaútgerðarinnar. Ímynd hennar meðal landsmanna er mjög góð. Í Gallupkönnun fyrir nokkrum árum kom fram að yfir 80% þjóðarinnar voru mjög jákvæð í garð smábátaútgerðar og velvildin var hlutfallslega meiri hér á höfuðborgarsvæðinu.“ Kvótaeigendur Örn tekur ekki undir að eigendur smábáta sem veiði fleiri hundruð tonn á ári og sæki aflann út á sömu mið og stóru togskipin, séu í raun stórútgerðarmenn. „Það er allt annað að vera með stórútgerð og litla báta en að vera með stórútgerð og ofurskip sem geta eytt fiskistofnunum. Fólk telur að þessi stóru skip geti eytt fiskistofnunum, en aftur á móti dettur eng- um í hug að smábátarnir eyði fiskistofnunum. Við skulum ekki gleyma því að veður og fiskgengd á grunnslóð takmarkar sókn smábátanna. Þeir fara út að morgni og landa afrakstri dagsins að kveldi. Sem betur fer eru innan okkar raða menn sem hafa þá hæfileika að geta fiskað mörg hundruð tonn á ári. Margir þessara manna hafa byrjað sína sjómennsku á smábátum, farið yfir á stærri skipin og verið þar stýrimenn og skipstjórar og snúið síðan aftur í smá- bátaútgerðina.“ - Eru margir af þessum smábátaútgerðarmönnum ekki stórkvótaeigendur? „Jú, margir eiga töluverðan kvóta.“ - Það er þá ekki bara hægt að segja að stórkvóta- eigendur séu innan vébanda LÍÚ? „Nei, enda lít ég ekki neikvætt á „kvótaeign“. Þjóðin á fiskistofnana og hún vill að þeir séu nýttir á jákvæðan hátt. Það er alveg sama við hvern er talað hér úti á götu, allir vilja að smábátarnir komi sem mest að nýtingu fiskistofnanna, vegna þess að menn telja að því fylgi minni áhætta en veiðum stóru skip- anna.“ Útflutningur á ferskum fiski „Við höfum einnig sýnt fram á það á undanförnum árum að útflutningsverð á ferskum fiski er mun hærra en á sjófrystum fiski. Við höfum verið að sjá hvernig stórútgerðin hefur verið að færa sig í aukn- um mæli yfir á markaði fyrir ferskan fisk, sem und- anfarin ár hefur verið að byggjast upp í gegnum veiðar smábáta. Fiskútflytjendur, sem hafa flutt út ferskan fisk undanfarin ár, segja mér að ákveðin upp- lausn sé núna á ferskfiskmörkuðum vegna þess að stórútgerðirnar eru farnir að bjóða niður verð. Þetta er afar neikvætt og endurspeglar þá veikleika okkar Íslendinga að erlendir fiskkaupendur geti keypt sömu vöruna af mörgum aðilum. Þetta gerir það að verkum að kaupendur geta stillt seljendum hér heima upp við vegg og keyrt niður verð. Auðvitað má segja sem svo að menn eigi ekki að hafa einka- leyfi á ákveðnum mörkuðum, en ég er engu að síður á því að skynsamlegast sé fyrir þjóðina að aðilar sem hafa unnið sér fótfestu á ákveðnum mörkuðum séu látnir í friði með þá og nýir aðilar sem eru í sömu framleiðslu verði þá að vinna nýja markaði. Það er grátlegt að horfa upp á það núna þegar verið er að auka veiðiheimildir í ýsunni, að þá skuli vera fár á ýsumörkuðunum. Það segir mér að seljendur sjávar- afurða hafa ekki unnið sína heimavinnu við að undir- búa markaðinn fyrir aukið magn. Ég á von á því að sama staða gæti komið upp ef þorskkvótinn yrði skyndilega aukinn. Í stað þess að auka ýsukvótann í 70 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári, tel ég að betra hefði verið að hafa hann áfram í 55 þúsund tonnum. Ég held að það sé alveg borin von að við getum á skömmum tíma unnið okkur aukna hlut- deild á mörkuðunum, sem eru fyrir yfirfullir af ýsu.“ Núningur milli LS og LÍÚ Ef horft er til baka hefur verið linnulaus núningur milli forsvarsmanna Landssambands smábátaeigenda og LÍÚ-forystunnar. Hver er ástæðan fyrir því? „Það er dálítið erfitt að segja til um það,“ svarar Örn. „Stórútgerðin lítur alltaf svo á að smábátarnir séu að taka frá henni veiðiheimildir. Eins og stjórnun fiskveiða er háttað í dag er það vissulega rétt að þeg- Það er stundum gagnrýnt að menn séu að selja sig út úr einu kerfinu og færa sig í annað. Ég vil ekki gagnrýna menn fyrir það. Frá aðalfundi Landssambands smábátaeigenda á Grand Hótel í haust. Mynd: Jón Sigurðsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.