Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 28

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 28
28 V I Ð TA L nokkur misbrestur hafi verið á því að koma þessari ímynd á framfæri, almenningur hefur oft haft horn í síðu LÍÚ og horft á sambandið sem klúbb manna sem sé sífellt að skara eld af sinni köku. Þessi hugmynd á hins veg- ar ekki við rök að styðjast.“ - Þú telur þá að LÍÚ hafi verið í töluverðri varnarbaráttu? „Já, ég tel að svo hafi verið. Einfaldlega vegna þess að barátta andstæðinga núgildandi fisk- veiðistjórnunarkerfis hefur gengið út á að sverta LÍÚ, enda sé LÍÚ höfuðandstæðingurinn. Það er hins vegar ljóst að útvegsmenn hafa ekki sett þau lög sem gilda um fiskveiðar við Ísland, það hef- ur Alþingi gert og ráðherrar framkvæma það sem þingið sam- þykkir. Það er hins vegar hlut- verk LÍÚ, eins og annarra hags- munasamtaka, að hafa á hverjum tíma skoðun á þeim málum sem þingið hefur til umfjöllunar um málefni sjávarútvegsins.“ Deilur LÍÚ og LS Föst skot milli forsvarsmanna LÍÚ og Landssambands smábáta- eigenda hafa verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni á liðnum árum. Björgólfur orðar það svo að gott væri ef þessum málflutningi myndi linna. „Ég sé hins vegar ekki að þessari umræðu muni linna með því að hin svokallaða stórútgerð muni gefa eftir. Það liggur á borðinu að stærri útgerð- ir hafa linnulaust þurft að láta frá sér mikið af aflaheimildum inn í aðra útgerðarflokka og mér finnst nóg komið af slíku. Við höfum ekki heimild til þess gagnvart okkar fyrirtækjum, hluthöfum og samfélaginu að láta þetta enda- laust yfir okkur ganga. Við hljót- um að spyrna við fótum og segja að nú sé nóg komið.“ Kjarasamningarnir framundan Eitt af stóru verkefnunum framundan eru kjarasamningar við sjómenn. Björgólfur reiknar fastlega með því að taka virkan þátt í þeim af hálfu útvegsmanna. „Það kemur töluvert stór hópur útvegsmanna að kjarasamninga- gerð, þetta er ekki bara á könnu formanns og framkvæmdastjóra.“ Björgólfur segir að byrjað sé undirbúa væntanlegar kjaravið- ræður. „Kjaraviðræður hafa ekki alltaf verið auðveldar. Ég hef sagt að ég trúi ekki öðru en að kjara- samningar eigi að geta gengið nokkuð vel og það byggi ég á því að kjör sjómanna eru ekki með þeim hætti að ástæða sé til fyrir þá að liggja í verkföllum.“ - Nú hefur afurðaverð verið að lækka á undanförnum misserum, sem aftur hefur mikil áhrif á laun sjómanna. Er ekki ástæða til að ætla að þetta hafi sín áhrif í kom- andi kjarasamningum? „Nei, hlutaskiptakerfið felur í sér að laun sjómanna hækka og lækka eftir því hvað fæst fyrir af- urðirnar á hverjum tíma og þeim afla sem skipin bera að landi.“ segir Björgólfur. Sjómenn hafa viljað halda fast í Björgólfur Jóhannsson á rætur í sjávarútvegi. Hann er 48 ára gam- all, fæddur og uppalinn á Grenivík, tók stúdentspróf frá Menntaskólan- um á Akureyri árið 1977, fór í við- skiptafræði í Háskóla Íslands og starfaði að henni lokinni sem end- urskoðandi og vann sem slíkur fyrir mörg sjávarútvegsfyrirtæki. Síðar fór Björgólfur til starfa hjá Útgerðarfélag Akureyringa hf. og Samherja hf. Í febrúar árið 1999 tók hann við starfi forstjóra Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað. Ræturnar eru í sjávarútvegi Björgólfur fer yfir málin með sínum mönnum í Síldarvinnslunn í Neskaupstað. Frá vinstri: Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri útgerðar, Jón Már Jónsson, framkvæmdastjóri mjöl- og lýsis- vinnslu, Gunnþór Ingvason, aðstoðarmaður forstjóra, og Björgólf- ur. Myndir: Ágúst Ólafsson Allt á fullu í bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.