Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 31

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 31
31 þunga vegna íss í dagróðraafla. Þetta finnst okkur vera of lítið,“ segir Óskar Þór og bætir við: „Síðan höfum við alltaf lagt ríka áherslu á aðskilnað veiða og vinnslu, sem er eðlileg krafa út frá okkar hagsmunum. Við telj- um að hér þurfi að koma til mun skýrari reglur um verðmyndun á fiski. Rétt eins og sjómannasam- tökunum er okkur þyrnir í aug- um að veiðiheimildir séu notaðar sem gjaldmiðill í fiskviðskipt- um.“ Rammi um starfsemi fiskmarkaðanna Óskar Þór Karlsson ítrekar mikil- vægi þess að löggjafinn setji fisk- mörkuðum skýran lagaramma. „Það hefur verið nefnd að störfum sem fékk það hlutverk að endur- skoða lög um fiskmarkaði. Niður- staða þeirrar 0nefndar verður væntanlega færð inn í frumvarp sem ég vænti þess að komi fram í vetur.“ Auk fiskmarkaðsnefndar segir Óskar að tvær aðrar nefndir á vegum sjávarútvegsráðuneytisins hafi skilað tillögum fyrir síðustu áramót, en ekkert hafi enn bólað á því að tillögum þeirra hafi verið hrint í framkvæmd. „Önnur nefndin, undir formennsku Einars Guðfinnssonar, alþingismanns, fjallaði um framtíðarmöguleika fiskvinnslunnar og hin nefndin gerði samanburð á starfsskilyrð- um vinnslu úti á sjó og í landi og lagði fram ýmsar athyglisverðar tillögur. Til dæmis lagði nefndin til að frádráttur þunga vegna íss hækki úr þremur prósentum í sjö prósent, sem við teljum vera miklu nær lagi.“ Áhrif Kínverjanna á mörkuðum „Markaðsstaða fyrir fisk hefur að sumu leyti verið frekar þung að undanförnu,“ segir Óskar Þór. „Framleiðsla Kínverja á fiski er farin að hafa áhrif, enda um mikið magn að ræða. Okkar sóknarfæri á móti er aukin vinnsla og sala á ferskum fiski. Hins vegar er það mitt mat að hér heima sé flösku- hálsinn framboð á fiski, í það minnsta hjá þeim hópi framleið- enda sem ég stend fyrir. Það er einfaldlega ekki nægilega mikið framboð á fiski á fiskmörkuðum.“ Algengast er að fyrirtæki, sem eiga aðild að Samtökum fisk- vinnslu án útgerða, kaupi hráefni á fiskmörkuðum, en einnig eru þau í beinum viðskiptum við út- gerðir. Unnt að stækka ýsumarkaðina Óskar Þór segir að töluverður þrýstingur hafi að undanförnu verið á verðlækkun afurða á okkar helstu mörkuðum. „Síðan hefur ekki verið nægilegur markaður til þess að svara kvótaaukningu í ýs- unni og það hefur orsakað verð- lækkun á ýsuafurðum. Undanfar- in ár hefur verið tiltölulega lítil framleiðsla á ýsuafurðum og það er því eðlilegt að núna þegar er forsenda til þess að stórauka hana muni taka einhvern tíma að vinna fyrir hana markaði. Það er hins vegar í mínum huga enginn vafi að það er unnt að stækka ýsu- markaðina, en það mun taka ein- hvern tíma. Til að byrja með get- ur auðvitað verið að verð fyrir hana verði ekki hátt, en ég tel að með tímanum muni það leita jafnvægis.“ Ísfiskur í Kópavogi hefur í mörg undanfarin ár verið mest í vinnslu á ýsu fyrir Bandaríkja- markað. „Við erum í traustum viðskiptum við Icelandic USA, sem áður hét Coldwater. Verð hefur vissulega lækkað á ýsunni í Bandaríkjunum og einnig hefur dollarinn hrunið. Frá því ýsuverð- ið var hæst hefur það lækkað um allt að 80% í íslenskum krón- um.“ F I S K V I N N S L A Á N Ú T G E R Ð A R Óskar Þór Karlsson: „Við vildum sjá meiri árangur í gæðamálum dagróðrabáta og einnig höfum við gert athugasemdir við ýmislegt varðandi fiskmarkaði.“ Sem næst fjörutíu aðilar eru í Samtökum fiskvinnslu án útgerðar. Flestir eru þeir á suðvesturhorni landsins.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.