Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 38

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 38
38 Á dögunum afhenti Ósey hf. í Hafnarfirði sína tólftu nýsmíði, sem ber nafnið Sæborg og er smíðað fyrir samnefnda útgerð í Leirvík í Færeyjum, P/F Sæ- borg, sem er í eigu feðganna Osmund og Tummas Justinus- sen. Þetta er fimmta skipið sem Ósey smíðar á síðustu 24 mánuð- um fyrir Færeyinga og er sama hönnun og Gáshovði, sem Ósey smíðaði fyrir færeyska útgerðar- fyrirtækið Kneysur og var afhent sl. vor. „Já, þetta er í öllum aðalatrið- um eins skip og Gáshovði, í þessu skipi er þó aðeins annað fyrir- komulag í íbúðum og aðgerðar- rými. Vindurnar eru líka eilítið stærri og aflmeiri en í Gáshovði, bæði togspilin og netavindur,“ segir Daníel Sigurðsson hjá Ósey. Sæborg er 22 metra löng og 6,5 metra breið. Yfirumsjón með hönnun skips- ins var í höndum tæknimanna Óseyjar. Allur spilbúnaður - tvær togvindur, tvær netavindur, akk- erisvinda og gilsavinda - var smíðaður hjá Ósey. Aðalvél skipsins er 640 hestafla Mitsubishi vél og ljósavél er sömuleiðis Mitsubishi frá Véla- landi. Siglinga- og fiskileitartæki eru frá Furuno. Frá Merkúr koma m.a. brúar- gluggar, eldvarnar- og brúarhurð- ir, brúarstólar og gólfbraut, auk ýmissa dæla, ankeris og anker- iskeðja. Um raflagnir í skipinu sá Raf- boði ehf. í Garðabæ og Trésmiðj- an Brim hf. smíðaði innréttingar. Áfram smíðað fyrir Færeyinga Ósey mun áfram smíða skip fyrir Færeyinga. Raunar er um að ræða tvö skip og verður annað þeirra smíðað hjá Ósey en hitt hjá Þor- geiri og Ellerti á Akranesi. Skrokkarnir í þessi skip komu frá Póllandi á dögunum. „Þetta eru töluvert stærri skip en við höfum verið að smíða fyrir Færeyinga, eða 36,5 metrar að lengd og 8,5 metrar á breidd. Við erum þegar byrjaðir að forsmíða í bæði skip- in, t.d. spilbúnað, og við stefnum að því að ljúka smíðinni í vor. Þetta eru systurskip sem ætlunin er að verði gerð út á partrollveið- ar, fyrst og fremst á gullax,“ segir Daníel Sigurðsson. Hann segir að almenn ánægja sé í Færeyjum með þau skip sem Ósey hefur til þessa smíðað fyrir færeyskar út- gerðir. Um 30 manns starfa hjá Ósey hf. um þessar mundir. N Ý T T F I S K I S K I P Sæborg, nýja skipið sem Ósey hefur smíðað fyrir samnefnda útgerð í Færeyjum, við bryggju í Hafnarfirði. Mynd: Ósey Ósey smíðar Sæborgu FD 830 fyrir útgerð í Færeyjum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.