Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 40

Ægir - 01.10.2003, Blaðsíða 40
40 B R E Y T T F I S K I S K I P Í nóvember hélt Þuríður Hall- dórsdóttirr GK 94 til veiða á ný eftir töluverðar breytingar, sem fyrst og fremst fólust í því að setja niður línubeitingar- búnað og þriðja togspilið fyrir humarveiðar. Þorbjörn Fiska- nes hf. í Grindavík gerir skipið út. Þorbjörn Fiskanes hefur lagt aukna áherslu á útgerð línubeitn- ingarskipa og í því skyni hefur fyrirtækið breytt þremur skipum, Geirfugli GK, Ágústi GK og nú Þuríði Halldórsdóttur. Einnig gerir Þorbjörn Fiskanes út Albatros GK og Valdimar GK á línuveiðar og því eru nú komin fimm skip í línuveiðiflota fyrir- tækisins. Fjórtán í áhöfn Þuríður Halldórsdóttir GK 94 er 274 brúttólesta stálskip, smíðað á Akranesi árið 1983 og lengt árið 1992. Skipið hefur verið gert út á bolfisk- og humarveiðar. Sigurður Á. Samúelsson, skipstjóri, segir að vissulega séu það miklar breyt- ingar að fara úr togveiðunum yfir í línuveiðarnar, en engin ástæða sé til annars en að vera bjartsýnn á þessar veiðar. „Þetta krefst svo- lítið nýrrar hugsunar. Það er ekk- ert nema gott um það að segja að skipta um veiðiskap og festast ekki í því sem maður hefur verið að gera á undanförnum árum,“ segir Sigurður, sem undanfarin ár hefur verið í brúnni á Þuríði Halldórsdóttur. Að hans sögn eru fjórtán í áhöfn skipsins eftir að það skipti yfir á línuna. Auknir möguleikar í humarveiðunum „Auk línuútbúnaðarins eru helstu breytingar á skipinu fólgnar í því að sett var þriðja togspilið fyrir humarveiðarnar. Það gefur stór- aukna möguleika á þeim veiðum því þá getum við verið með tvö troll. Ég reikna með því að fara á humarveiðarnar í apríl eða maí á næsta ári, en við verðum væntan- lega á línunni þangað til,“ segir Sigurður. Línubeitningarbúnaðurinn Vegna niðursetningar línubeitn- ingarbúnaðarins þurfti að gera töluverðar breytingar á skipinu. Línuspilið er stjórnborðsmegin á togþilfari og um það er klefi þar sem er blóðgunarkar og færiband að þvottakari. Á millidekkinu eru línurekkar, uppstokkari, sjálf beitningarvélin og beiturekkar. Aftast bakborðsmegin var settur upp frystiklefi fyrir beitu og nýtt frystikerfi fyrir klefann. Línu- beitningarkerfið er tengt við skjá í brú þannig að skipstjórnendur geta fylgst náið með gangi mála. Eins og áður segir var þriðja togspilinu með nýjum vökvadæl- um bætt við vegna humarveið- anna. Auk þess var í leiðinni ráð- ist í reglubundið viðhald á skip- inu, þ.m.t. öxuldrátt og einnig var skipið málað. Búnaður Þorgeir & Ellert á Akranesi sáu um alla stálvinnu í skipinu. Um trésmíði og málningarvinnu sá Trésmiðjan Kjölur ehf. á Akra- nesi, Straumnes ehf. rafverktakar annaðist rafmagnsvinnu og Raf- eindaþjónustan Mareind ehf. í Grundarfirði sá um tæki í brú. Línubúnaður í skipinu er frá Mustad/DNG, sem Sjóvélar í Skútuvogi í Reykjavík selur. Myndavélar og skjáir komu frá Mareind, frystibúnaðurinn er frá Frysti- og kæliþjónustunni, Vagnhöfða í Reykjavík, vökva- búnaður og vindur eru frá Véla- verkstæði Sigurðar í Garðabæ og færibönd og kör frá útgerð skips- ins, Þorbirni Fiskanesi. Þuríði Halldórsdóttur GK 94 breytt í línuveiðiskip: Krefst nýrrar hugsunar - segir Sigurður Á Samúelsson, skipstjóri Hér er verið að landa úr Þuríði Halldórsdóttur í Grindavík. Myndir: Sverrir Jónsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.