Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Í upphafi árs spáðu stjórnendur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna á Íslandi að reksturinn myndi ganga verr á yfirstand- andi ári en undanfarin ár. Um margt hefur þessi spá gengið eftir, það sýna af- komutölur sjávarútvegsfyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni. Lakari afkoma sjávarútvegsins á þessu ári þarf ekki að koma á óvart þegar haft er í huga að gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur á undan- förnum mánuðum gert það að verkum að færri krónur hafa fengist fyrir útflutt- ar sjávarafurðir. Sjávarútvegurinn og aðr- ar útflutningsgreinar hafa verið að fóta sig í breyttu umhverfi vegna þjóðfélags- þenslu af völdum stóriðjuframkvæmda á Austurlandi. Fátt bendir til þess að þessi ytri umgjörð sjávarútvegsins muni breytast á næstu misserum og árum. Björgólfur Jóhannsson, nýkjörinn for- maður LÍÚ, sagði í viðtali í síðasta tölu- blaði Ægis að hann teldi töluverðar brekkur framundan. Þar vísaði hann m.a. til raunlækkunar á verði nokkurra tegunda sjávarafurða á erlendum mörk- uðum og stöðu krónunnar gagnvart er- lendum gjaldmiðlum. Annað sem hefur valdið mönnum nokkrum áhyggjum í sjávarútveginum er harðnandi samkeppni á okkar helstu mörkuðum fyrir bolfiskafurðir, sem má að stærstum hluta rekja til innrásarinnar frá Kína. Kínverjar eru raunar engir ný- græðingar í fiskvinnslu, enda stærsta fiskveiðiþjóð heims. Hins vegar hafa þeir verið að herða tökin á mörkuðum á Vest- urlöndum með tilheyrandi verðfalli á af- urðum. Þessi staðreynd veldur mönnum hér heima nokkrum áhyggjum. Margir hafa orðið til þess að segja að samkeppninni frá Kína verði ekki mætt nema með því að auka útflutning á ferskum fiski. Það má til sanns vegar færa að Kínverjar munu aldrei keppa við okkur á ferskfiskmörkuðum, en hins vegar er það mikilli óvissu háð hversu stór þessi markaður er. Og það er heldur ekki borðleggjandi að fiskvinnslufyrir- tæki sem hafa verið í framleiðslu á ódýr- ari frystum afurðum geti svo auðveldlega fært sig yfir í ferskfiskinn. Hann leysir því ekki allan vanda. Markaðshugsunin í íslenskum sjávar- útvegi er augljóslega mun meiri en hún var og það er vissulega jákvætt. Íslenskar sjávarafurðir selja sig ekki sjálfar, í harðnandi samkeppnisumhverfi þarf að hafa fyrir því að selja þær. Þetta er æ fleirum að verða ljóst. Sjávarútvegurinn er að upplifa mikla umrótatíma og við þær aðstæður er mik- ilvægt að hann geti lagað sig að breyt- ingum. Ægir sendir landsmönnum öllum, á sjó og landi, bestu hátíðarkveðjur með von um farsæld á nýju ári. Blaðið þakkar lesendum samfylgdina á árinu 2003. Umbrotatímar Óskar Þór Halldórsson, ritstjóri Stjórnvaldsaðgerðir og afkoma „Einstakar stjórnavaldsaðgerðir hafa mikið um afkomu fyrirtækja að segja. Þess getum við séð glögg merki á Ís- landi. Við getum velt fyrir okkur hvað hefði gerst með afkomu ýmissa aðila ef umhverfisráðherra hefði sett svo þröng skilyrði fyrir virkjanaleyfi við Kárahnjúka að iðnaðarráðherra hefði ekki talið for- svaranlegt að veita virkjanaleyfi. Að sama skapi má einnig spyrja hvaða af- leiðingar það hefði t.d. í för með sér ef sjávarútvegsráðherra myndi ákveða að auka þorskkvótann um önnur 30.000 tonn á þessu fiskveiðiári. Slík ákvörðun myndi auka mjög á bjartsýnina í íslensku þjóðfélagi og vera mikil innspýting í efnahagslífið og þar með bæta afkomu margra fyrirtækja. Gengi hlutabréfa sjáv- arútvegsfyrirtækja og jafnvel banka myndi hækka og þar með laun forstjór- anna.” (Árni Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, á þingi Farmanna- og fiski- mannasambandsins) Augljósir gallar „Núverandi kvóta- kerfi þjónar alls ekki hagsmunum þjóðar- innar að hámarka afrakstur sameigin- legra fiskveiðiauð- lindar Íslendinga. Það er nauðsynlegt að stórútgerðamenn fari að viðurkenna þessa augljósu galla sem eru á kerfinu og taki þátt í því með ábyrgum stjórnmálamönnum að koma á árangursríkara og réttlátara fiskveiði- stjórnunarkerfi.” (Sigurjón Þórðarson, alþm., á vef Frjálslynda flokksins) Sama kerfið fyrir alla „Rökin fyrir því að fella niður sjómanna- afslátt eru af mörgum toga, en hæst ber tvenn. Í fyrsta lagi má nefna að æski- legt er að skattkerfið sé með sem fæst- um undanþágum, helst engum - reglur þess séu almennar og gangi jafnt yfir alla. Sjómannaafslátturinn er í andstöðu við þessa grunnhugmynd skattkerfisins - hann er í raun endurgreiðsla á skatti sjó- mönnum einum til handa. Raunar hafa sumir fræðimenn talið á mörkunum að afslátturinn stæðist stjórnarskrá Íslands. Í seinna lagi verður að teljast óheppi- legt að ríkið greiði niður launakostnað fyrirtækja. Í þessu tilviki þurfa útgerðar- menn að borga sjómönnum lægri laun en ella, vegna þess að ríkið tekur þátt í launakostnaðinum í formi sjómannaaf- sláttar.“ (Sverrir Teitsson, form. ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, á www.politik.is) U M M Æ L I Sigurjón Þóðrarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.