Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 9

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 9
9 S Ö F N munum. Gínur koma í staðinn fyrir fólk í leikmyndinni. Notast er við nýjustu tækni – sjónvörp, sýningartjald á vegg og DVD- spilara. Með þessu móti er sýn- ingin lifandi og fangar augað. Hvernig borða Íslendingar saltfisk? „Með því að panta það fyrirfram höfum við verið að bjóða gestum að smakka saltfisk og finnst þeim mikið til koma. Ég tek reyndar eftir því að erlendir gestir furða sig mest á því þegar þeir sjá út- flattan saltfisk hvernig við forum að því að borða þetta. Þá kemur til okkar kasta að útskýra fyrir fólki útvötnun á fiskinum og ým- islegt annað í sambandi við mat- reiðsluna,” segir Kjartan og vænt- ir þess að með tíð og tíma fái Grindavík á sig þann „stimpil” að vera saltfiskbær Íslands. „Já, ég bind vonir við að Saltfisksetrið verði til þess að Grindavík verði saltfiskbær Íslands og þá geti fólk komið til bæjarins og fræðst um þennan forna útveg og fullkomn- að góða heimsókn með því að fá sér dýrindis saltfiskrétti á veit- ingastöðunum hérna,” segir Kjartan. „Við gerðum okkur von- ir um að hluti af þeim gestum sem sækir heim Bláa lónið kæmi hingað í Saltfisksetrið og þær vonir hafa gengið eftir. Ég geri fastlega ráð fyrir að eftir því sem fleiri vita af setrinu muni gestum fjölga verulega á næstu árum. Þó við myndum ekki fá nema 10% af gestum Bláa lónsins til þess að koma í Saltfisksetrið, þá væri verulegum árangri náð,” segir Kjartan. Opið alla daga – allt árið Nú eru þrír starfsmenn í Saltfisk- setrinu. Það er opið allan ársins hring frá kl. 11 til 18. Kjartan segir að töluvert sé um að gestir fyrirtækja í Grindavík komi í heimsókn í safnið og einnig hafi t.d. sjávarútvegsráðuneytið komið með erlenda gesti í Saltfisksetrið. Allt stuðli þetta að því að koma Grindavík betur á kortið í ferða- málum og styrkja starfsemi Salt- fisksetursins. „Yfir vetrarmánuð- ina koma hingað hlutfallslega mun fleiri Íslendingar, einkum hefur aðsóknin um helgar verið mjög góð,” segir Kjartan, sem var á Vest-Norden ferðakaupstefn- unni í Færeyjum um miðjan sept- ember þar sem hann kynnti m.a. starfsemi Saltfiskseturs Íslands. „Ég geri mér grein fyrir því að það tekur töluverðan tíma að kynna þessa nýjung í ferðamál- um, en það sem af er getum við síður en svo kvartað yfir aðsókn að setrinu,” segir Kjartan Krist- jánsson. Í Saltfisksetrinu í Grindavík er saga saltfisksins sögð með stórum myndum, hnitmiðuðum texta og fáum en lýsandi munum. Gínur koma í staðinn fyrir fólk í leikmyndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.