Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 11

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 11
11 N E TA G E R Ð A R N Á M Skipstjórnarmenn áhugasamir Lárus Þór segir töluverðan áhuga skipstjórnarmanna á námi í neta- gerð. „Það má segja að þessi nýi markhópur hafi bæst við eftir að við hófum að kenna þetta í fjar- námi. Skipstjórnarmenn vilja gjarnan bæta netagerðinni við sig og eiga hana til góða ef þeir fara í land og á samning á netaverk- stæði. Það eru nokkur dæmi um að skipstjórnarmenn stundi þetta nám og séu í tölvusamskiptum úti á sjó,” segir Lárus Þór. Tölvutæknin hefur hafið inn- reið sína í netagerðina, eins og aðrar atvinnugreinar. Þannig eru netagerðarmenn farnir að nýta sér sérstök tölvuforrit til hönnunar á nótum og trollum. „Það er nokk- uð hröð þróun í þessari tölvu- tækni. Það hafa til dæmis verið að koma fram á sjónarsviðið mjög gagnlegir tölvuhermar, þar sem hægt er að setja inn allar forsend- ur varðandi veiðarfærin, þ.m.t. stærðir og þyngdir. Síðan er hægt að prófa veiðarfærið í tölvuhermi og sjá hvernig það virkar við ólík- ar aðstæður. Bæði Frakkar og Suður-Kóreumenn eru komnir með slíka tölvuherma sem ég tel að við getum haft góð not af.” Fáar konur í netagerð Auk bóklegs náms verða nemend- ur að taka ákveðinn lágmarkstíma á verkstæði áður en farið er í sveinspróf. Til þess að verða meistari í faginu þurfa menn að bæta við sig meistaraskóla, en þar er m.a. lögð áhersla á rekstrar- fræði. „Það er gert ráð fyrir nem- endur séu í full þrjú ár á samn- ingi og á þeim tíma taki þeir bæði verklega og bóklega hlut- ann. Hafi menn áður tekið eitt- hvert starfsnám eða bóklegt nám í framhaldsskóla, þá eru allar sam- bærilegar greinar metnar.” Netagerð virðist ekki höfða til kvenfólksins, ef marka má þann fjölda stúlkna sem hefur sótt þetta nám. „Ég man eftir þremur stúlkum frá því að ég hóf að kenna netagerð hérna árið 1991 og ég hygg að aðeins ein þeirra sé starfandi við netagerð í dag. Þetta hefur alla tíð verið karlafag, kannski vegna þess að líkamlega er þetta nokkuð erfið og kannski svolítið óþrifaleg vinna,” segir Lárus Þór. Gagnlegt nám Lárus Þór telur að netagerðin sé mjög gagnlegt nám. „Það er ljóst að áfram verður mikil þörf fyrir netagerðarmenn, en þó má ætla að hún verði mismunandi mikil eftir einstaka byggðarlögum og landshlutum,” segir Lárus Þór, sem horfir til þess að aðstaða til náms í netagerð við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja muni batna þeg- ar skólinn tekur við upphaf næsta skólaárs í notkun nýja og full- komna kennslustofu fyrir neta- gerðarnámið. „Við fáum mjög góða aðstöðu fyrir líkangerðina og einnig batnar aðstaða okkar til þess að kenna nemum í Sjávarút- vegsskóla Sameinuðu þjóðanna, sem hafa tekið veiðarfæragerð hér sem sérgrein, auk nema á vegum Þróunarsamvinnustofnunar, und- anfarin fimm ár hafa komið til okkar nemendur frá fjölmörgum löndum á þeirra vegum. Þá má geta þess að aðsókn útlendinga á einstök námskeið hefur farið vax- andi með hverju ári og mikið efni hefur verið þýtt á ensku. Við munum einnig koma upp tölvu- veri þar sem við setjum upp þann hugbúnað sem er bestur fyrir veiðarfæragerð í dag. Við munum kaupa nýjan tölvuhermi, sem verður mikil bylting. Við höfum líka gert tilraun með að vera í beinu tölvusambandi við til- raunatank í Hirtshals í Dan- mörku og hún lofar mjög góðu. Mér sýnist að við getum nýtt okkur tölvutæknina í þessum efn- um og sömuleiðis fengið kennslu í gegnum fjarfundabúnað að utan,” segir Lárus Þór Pálmason. Gaman að búa til eitthvað nýtt Ingvar Valur Gylfason er 45 ára Akureyringur og hefur meira og minna starfað í netagerð frá 15 ára aldri. Hann tók stúdentspróf frá MA á sínum tíma og nam síðan bókasafnsfræði í HÍ. En mál þróuðust þó þannig að hann hélt áfram í netagerðinni og sl. vor lauk hann netagerðarnáminu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og dúxaði þar í tæknigreinum. „Netagerðin er áhugaverð starfsgrein, skemmtilegast er þó að hanna og búa til eitthvað nýtt,” segir Ingvar Valur og bætir við að í kjölfar netagerðarnámsins hafi hann fikrað sig áfram í að hanna nætur í tölvum. Ingvar Valur segir að það hafi vissulega verið mikil vinna að taka netagerðarnámið meðfram fullri vinnu, en með góðri skipulagningu og sjálfsaga hafi það verið vel yfirstíganlegt. „Ég var í verkefnavinnunni á kvöldin og um helgar,” segir hann og hefur góð orð um netagerðarnámið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Nemendur í Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna og á vegum Þróunarsamvinnustofnunar hafa á undanförnum árum kynnt sér veiðarfæragerð í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Það er ljóst að áfram verður mikil þörf fyrir netagerðarmenn, en þó má ætla að hún verði mismunandi mikil eftir einstaka byggðarlögum og landshlutum,” segir Lárus Þór Pálmason, brautarstjóri námsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja í netagerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.