Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 13

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 13
13 AU Ð L I N DA N Á M Aðsókn að sjávarútvegstengdu námi í Háskólanum á Akureyri hefur aukist umtalsvert að undanförnu. Í haust var 51 ný- nemi skráður í auðildadeild, en undir hana heyra sjávarútvegs- braut, fiskeldisbraut, líftækni- braut og umhverfisbraut. Þar af hófu 23 nám í sjávarútvegs- fræði. Í það heila voru 92 nem- endur skráðir í nám í auðilda- deild við upphaf skólaárs, sem Eyjólfur Guðmundsson starf- andi deildarforseti auðlinda- deildar telur vel viðunandi. Fyrstu starfsár Háskólans á Ak- ureyri var starfrækt sjávarútvegs- deild, en fyrir tveimur árum var nafninu breytt í auðlindadeild, námsframboðið aukið og starf- semin útvíkkuð. Þetta hefur borið tilætlaðan árangur því nemend- um hefur fjölgað verulega. Af þeim 92 nemendum sem voru skráðir í auðlindadeild HA í upphafi þessa skólaárs, eru 45 á sjávarútvegbraut. Röskur þriðj- ungur nemenda við auðlindadeild stundar nám sitt í fjarnámi. Góðir atvinnumöguleikar Framan af sóttu nám í sjávarút- vegsfræðum fyrst og fremst nem- endur sem áttu rætur í sjávarút- veginum, sem höfðu starfað þar eða höfðu tengsl við sjávarútveg- inn á einn eða annan hátt. Það hefur hinsvegar aukist á síðustu árum að nemendur hafi ekki starfsreynslu úr sjávarútvegi þeg- ar að þeir hefja nám við deildina Í dag eru nemendur því blanda af fólki með reynslu úr atvinnulíf- inu og nemendum sem koma í háskólanám beint úr framhalds- skólum. „Að mínu mati hefur þetta nám spurst vel út og ég lít svo á að nemendur telji að sjávar- útvegsfræði sé góður valkostur í fjölbreyttri námsflóru á háskóla- stigi. Þetta er fjölbreytt nám og reynslan er sú að útskrifaðir sjáv- arútvegsfræðingar hafa haslað sér víða völl í atvinnulífinu, ekkert endilega inni í sjálfum sjávarút- vegsfyrirtækjunum. Nemendur héðan hafa til þessa átt auðvelt með að fá vinnu, t.d. í fram- leiðslustýringu, gæðastjórnun, hjá verkfræðistofum og ráðgjafar- fyrirtækjum, í fjármálageiranum og tölvufyrirtækjum. Og það er athyglisvert að nemendur sem hafa útskrifast hjá okkur síðustu tvö ár gegna margir lykilhlut- verki í þróunarverkefnum í fisk- eldi, sem nú eru í gangi um allt land,” segir Eyjólfur. Sami grunnurinn Allir nemendur í auðlindadeild taka sama grunninn í raun- og viðskiptagreinum – samtals 45 einingar. Síðan taka nemendur 27 – 33 einingar í sérgreinum sem kenndar er á hverri braut fyrir sig. Þessu til viðbótar taka nem- endur 6 – 12 einingar í valnám- skeiðum í raun- og/eða viðskipta- greinum og að lokum þurfa þeir að skila 6 eininga lokaverkefni til BS-prófs. Fjölbreytt en krefjandi nám „Ég tel að námið í auðlindadeild sé krefjandi og reynslan hefur sýnt að nemendur sem hafa ætlað að vinna með náminu gefast fljótt upp á því. Viðveran er mikil, ekki síst vegna þess að verklegi hlut- inn er ríkur þáttur í náminu,” segir Eyjólfur og játar því að miklar kröfur séu gerðar í raun- greinum eins og stærðfræði, efna- fræði og líffræði. „Því miður hef- ur verið töluvert brottfall á fyrsta ári, sem má að hluta til rekja til þess að nemendur komi hingað inn með ónógan grunn í þessum raungreinum. En ég tel að fyrst og fremst sé lykillinn að því að ná árangri í þessu námi að stunda það vel, reynslan sýnir að það er það sem skiptir máli,” segir Eyjólfur. Masternám Í undirbúningi er að bjóða upp á masternám við auðlindadeild HA og það yrði þá gert í samvinnu við innlendar rannsóknastofnanir og innlenda og erlenda háskóla. Raunar hefur einn nemandi í sjávarútvegsfræði nú þegar lokið masternámi frá Háskólanum á Akureyri, í samvinnu við háskóla í Bergen. Þessi nemandi, sem vann athyglisvert lokaverkefni varðandi áhrif veiðarfæra á afla, hefur nú hafið doktorsnám í Bergen. „Við getum sett upp slíkt masternám ef nemendur óska eft- ir því, en við stefnum að því áður en langt um líður að geta boðið fullmótað masternám í greinum sem heyra undir auðlindadeild hér við skólann,” segir Eyjólfur Guðmundsson. Háskólinn á Akureyri: Aukin aðsókn að auðlindadeild „Að mínu mati hefur þetta nám spurst vel út og ég lít svo á að nemendur telji að sjávarútvegsfræði sé góður valkostur í fjöl- breytti námsflóru á háskólastigi.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.