Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 17

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 17
N Á M 17 Jón B. Stefánsson tók fyrr á þessu ári við starfi skólameist- ara og framkvæmdastjóra Menntafélagsins ehf. og því er þetta hans fyrsti vetur sem skólastjórnandi. Jón hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Til nokkurra ára var hann starfsmannastjóri Eim- skips og veitti síðan skrifstofu Eimskips í Bandaríkjunum for- stöðu. Frá Bandaríkjunum lá leið- in yfir Atlantshafið til Bretlands þar sem Jón var í níu ár forstjóri MGH Limited, síðar Eimskip UK. Eftir að heim til Íslands var komið starfaði Jón um skeið hjá innanlandsdeild Eimskips, m.a. starfaði hann við að stofnsetja, Flytjanda. Þaðan lá leiðin til Heklu hf., þar sem Jón var um tíma forstöðumaður vélasviðs, og forstjóri Sjóklæðagerðarinnar var hann síðan í tvö ár. „Störf mín undanfarin ár hafa því á einn eða annan hátt tengst sjónum,” segir Jón, sem raunar er kennara- menntaður og hefur bæði réttindi til almennrar kennslu og íþrótta- kennslu. „Mér líkar þetta starf vel. Þetta er spennandi verkefni og þrátt fyrir að starfsemi bæði Stýri- mannaskólans í Reykjavík og Vélskóla Íslands hafi dregist sam- an á undanförnum árum, þá sé ég hér ýmis tækifæri og ég er þess fullviss að vel sé mögulegt að efla þetta nám.” Úra og klukkuverslun Hermanns Jónssonar Veltusundi 3b - 101 Reykjavík - Sími 551 3014 Sjómannakrossinn! Jóla- og nýársgjöf sjómannsins Verð 12.950 kr. Sögufrægt hús fékk and- litslyftingu Stýrimanna- skólinn í Reykjavík og Vélskóli Ís- lands hafa um árabil verið í hinu virðulega húsi við Há- teigsveg, sem oftast er í daglegu tali nefnt Sjómannaskólinn, en húsinu var gefið nafnið Sjómannaskóli Ís- lands við vígslu þess árið 1944. Jón skólameistari segir að góður andi sé í þessu húsi og það standi síður en svo til að færa starfsemina eitthvað annað. Ný- verið voru fjarlægðir vinnupall- ar, sem hafa verið utan á húsinu sl. þrjú ár, og við blasti glæsi- legt hús sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Það var orð- ið mjög aðkallandi að gera við húsið að utan og ljóst má vera að sú viðgerð hefur tekist mjög vel. Húsið var einangrað upp á nýtt, múrhúðað, skipt um alla glugga og þak. Nýju klukkuverki var komið fyrir í turninum og svalirnar í kringum hann steypt- ar. „Ég hef mikinn áhuga á því að turn hússins og framhlið þess verði upplýst, enda tel ég að þetta sé eitt af fallegri húsum borgarinnar,” segir Jón B. Stef- ánsson. Jón B. Stefánsson, skólameistari og framkvæmdastjóri Menntafélagsins ehf. Ýmis sóknarfæri Sjómannaskólahúsið við Háteigsveg hefur verið gert upp að utan og er nú hið glæsilegasta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.