Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 19

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 19
19 H Á K A R L S V E R K U N lenskri hákarlaverkun. Og sl. haust komu tökumenn frá BBC í Bjarnarhöfn í sömu erindagjörð- um. Hildibrandur segir því ljóst að þessi verkun veki mikla at- hygli, enda sé hún séríslenskt fyr- irbæri. Menningartengd ferðaþjón- usta í Bjarnarhöfn Hildibrandur er fæddur og upp- alinn í Asparvík á Ströndum, en fluttist fimmtán ára gamall með foreldrum sínum í Bjarnarhöfn. Á Ströndunum var verkaður hákarl í þá daga og þessi siður hélst eftir að fjölskyldan flutti á Snæfells- nesið. „Þessi verkun jókst smám saman og undanfarin 15-20 ár hefur hún verið atvinnuvegur hér, auk ferðaþjónustunnar. Við efld- um hákarlaverkunina vegna þess að sauðfjárræktin hefur dregist svo mikið saman.” Hildibrandur segir að í kring- um tíu þúsund manns komi í Bjarnarhöfn á ári hverju. „Ferða- þjónustan hefur verið í örum vexti. Ég rek hér svokallaða menningartengda ferðaþjónustu, sem felur það í sér að ég segi gestum frá lifnaðarháttum hér bæði fyrr og nú. Hér er safn og líka bændakirkja, sem á sér mikla sögu.” Hildibrandur bindur miklar vonir við þau áform að ferðaþjón- ustan á Snæfellsnesi verði vottuð sem vistvæn, en að óbreyttu ganga þau áform eftir í vetur. „Þetta yrði þá fyrsta ferðaþjón- ustusvæðið með vistvæna vottun í allri Evrópu. Það er enginn vafi að það getur gefið okkur ný sókn- arfæri.” Ferðaþjónustan í Bjarnarhöfn er opin árið um kring og segir Hildibrandur að alltaf sé töluvert um hópa um helgar yfir sumar- mánuðina. „Og núna um jól og áramót verður hérna hjá mér hóp- ur eldri borgara frá Bandaríkjun- um. Ég hef verið með slíka hópa um hátíðirnar undanfarin ár. Fólkið er að sækja í kyrrðina og ljósadýrðina,” segir Hildibrandur. „Harðfiskur og hákarl” í Hnífsdal Í Hnífsdal er rótgróin hákarla- verkun, sem Guðmundur Páll Óskarsson rekur undir nafninu „Harðfiskur og hákarl”. „Hrefnu-Konni hefur veitt fyr- ir mig hákarl,” segir Guðmundur Páll. „Hann fór í sumar og tók ein fjögur til fimm tonn, og ætl- aði að fara aftur, en vísindaveið- arnar á hval komu í veg fyrir það. Hákarlinn er ekki kvótabundinn, en engu að síður hefur gengið erf- iðlega að fá hann að undanförnu. Það koma auðvitað annað slagið hákarlar í vörpurnar á frystitogur- unum, þó aðallega í grálúðunni, en yfirleitt er sá hákarl ónýtur. Hákarl sem er látinn liggja í nokkra daga á dekkinu er ekki hæfur til vinnslu. Hákarlinn verður að vera nýr til þess að ná árangri. Hann má helst ekki vera eldri en fjögurra eða fimm daga gamall áður en hann er verkaður. Vandamálið er að maður sér ekki svo auðveldlega hvort hákarlinn er verkunarhæfur fyrr en búið er að hluta hann í sundur. Það kem- ur oft fyrir að maður þarf að henda hráefninu. Í fyrra eða hitti- fyrra fékk ég um fimmtán tonn af hákarli af einum togara, um fimm og hálft tonn af skornum hákarli. Út úr þessu hefði ég átt Hildibrandur Bjarnason, hákarlaverkandi í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Myndir: Jóhann Ólafur Halldórsson. Hákarlinn lifir í köldum sjó og hefur það sterkt ónæmiskerfi að hann fær aldrei sjúkdóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.