Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 21

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 21
21 H Á K A R L S V E R K U N Alkunna er að hákarl er mjög dýr vara, enda tekur verkunin langan tíma, sem fyrr segir. „Það er hellings vinna í kringum þetta og vegna þess hversu langur verk- unartíminn er þarf maður að taka afurðalán á háum vöxtum. Kostn- aðurinn er því umtalsverður,” segir Guðmundur Páll, sem auk þess að verka hákarl vinnur hluta úr ári á vélaverkstæði. „Ég keypti hákarlaverkunina nýverið af pabba og stefni að því að vera í henni í fullu starfi eftir tvö ár,” segir Guðmundur Páll. Útflutningur á íslenskum hákarli? Spurningin er sú hvort hákarlinn lifir áfram með þjóðinni. Guð- mundur Páll er sannfærður um það að pizzakynslóðin svokallaða borði hákarl í framtíðinni og hann telur miklar líkur á því að unnt væri að flytja íslenskan há- karl út. „Ég er viss um að það er hægt að selja Japönum hákarl, enda eru þeir vitlausir í hann. Það kom japönsk kona til okkar í há- karlaverkunina fyrir tveimur árum og var svo heilluð að hún keypti átján kíló af hákarli og tók með sér til Japans.” Mikið um undirboð á harðfiskmarkaði Auk hákarlsins hefur Guðmundur Páll verkað harðfisk úr ýsu og steinbít. Hann segir þann markað hins vegar ekki mjög spennandi nú um stundir, enda mikið um undirboð. Verð á ýsunni hefur lækkað mikið á mörkuðum og á síðustu vikum segir Guðmundur Páll að afurðaverðið hafi verið að lækka til neytenda. „Ég hef ekki verið að verka harðfisk upp á síðkastið. Það er það mikið verð- fall á markaðnum, að maður hefur ekkert út úr þessari vinnslu eins og er,” segir Guðmundur Páll Óskarsson. Að hafa vandvirkni og nákvæmni að leiðarljósi Hildibrandur bóndi í Bjarnarhöfn segir að það orð fari af hákarlin- um sem hann verki að honum megi treysta. Betri auglýsingu fari hann ekki fram á. „Ég veit til þess að mörg félagasamtök setja það sem skilyrði að á þorrablótum þeirra sé hákarl frá Bjarnarhöfn. Þetta er auðvitað mjög ánægju- legt, en jafnframt getur verið erfitt að standa undir þessu,” seg- ir Hildibrandur. En hver er lykillinn að því að verka góðan hákarl? „Það er ná- kvæmni og vandvirkni. Sumir fara út í hákarlaverkun og halda að í henni sé fólginn skjótfenginn gróði. Það er hins vegar hinn mesti misskilningur. Það þarf að hafa mikið fyrir hákarlaverkun- inni, þetta er erfið og oft óþrifa- leg vinna.” Hákarlinn vill Hildibrandur fá ferskan, þ.e. ófrosinn. Best er að hann sé ekki margra daga gamall þegar hann er verkaður, „en ef er kalt í veðri er allt í lagi að hákarl- inn sé allt að hálfs mánaðar gam- all. Það er bara lykilatriði að taka innan úr hákarlinum og láta hann liggja á kviðnum. Ef það er gert, á hann ekki að þurfa að skemm- ast. Ef hins vegar er of hlýtt í veðri, verður hákarlinn fljótt ónýtur og það sama má segja ef sterkt sólskin skín á hann á dekki á bátum og skipum,” segir Hildi- brandur, sem verkar einungis há- karl sem kemur sem meðafli í vörpur báta og skipa. Hvernig er góður hákarl? Hildibrandur segir að í sínum huga sé góður hákarl nokkuð þéttur í holdið. „Ég vil hafa hann nokkuð sterkan, en þó þannig að allir geti borðað hann.” Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil eftirspurn- in verður fyrir þorrann, en nú þegar hafi stærri aðilar í veitinga- geiranum og verslanir pantað há- karl. „Ég held að unga kynslóðin vilji hákarl, ekkert síður en við sem eldri erum. Ég hef fengið skólahópa hingað í heimsókn og börnin eru dugleg að bragða á há- karlinum.” Hildibrandur heldur uppi virku gæðaeftirliti og sendir ekki frá sér hákarl nema að hann sé ánægður með hann. „Sá hákarl sem mér finnst ekki góður, fer ekki á markað. Ef ég er í vafa um hvort beiturnar eru nægilega góð- ar, þá sker ég flís af þeim og prófa. Maður verður að vera viss um að sú vara sem ég er að selja sé fyrsta flokks,” segir Hildi- brandur hákarlaverkandi í Bjarn- arhöfn. Hildibrandur hefur verið að byggja upp safn í Bjarnarhöfn. Hér stendur hann við fornfrægan hárkarlabát.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.