Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 24

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 24
24 B L A Ð AU K I U M S J Á VA R Ú T V E G Á N O R Ð U R L A N D I „Það er mín skoðun að norðlenskur sjávarútvegur hafi á síðari árum orðið enn mikilvægari stoð atvinnulífs og at- vinnuframþróunar á Norðurlandi en fyrir 10-20 árum. Það sjáum við út frá háu hlutfalli skatttekna sveitarfélaga af sjávarútvegstengdri starfsemi, við sjáum það einnig af töl- um um verðmæti og útflutningstekjur á Norðurlandi og við mælum það einnig af því að á Norðurlandi höfum við nokkur af stærstu og framsæknustu fyrirtækjum í íslensk- um sjávarútvegi. Allt þetta segir mér að norðlenskur sjáv- arútvegur hefur tekið við af hnignandi iðnaði og landbún- aði sem máttarstólpi atvinnulífsins,” segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. 102.500 þorskígildistonn á Norðurlandi á þessu fiskveiðiári ”Ef við skoðum sjávarútveginn á Norðurlandi má hugsa sér að skipta fjórðungnum upp í þrennt, þ.e. svæðið frá Hvammstanga að Tröllaskaga, í öðru lagi Eyjafjarðarsvæðið og í þriðja lagi svæðið frá Eyjafirði og austur til Þórshafnar. Úthlutaðar aflaheimildir á þessu svæði eru í heild um 102.500 þorskígildistonn á yfirstandandi fiskveiðiári, þar af 16.500 á Norðurlandi vestra (Vestursvæði), 76.000 á Eyjafjarð- arsvæðinu og 10.000 austan Eyjafjarðar (Austursvæði). Afla- heimildirnar eru mestar á Eyjafjarðarsvæðinu en í heild eru út- hlutaðar aflaheimildir á Norðurlandi um fjórðungur af heildar- úthlutun aflaheimilda á landinu öllu (alls um 27%). Þetta und- irstrikar hversu snar þáttur í atvinnulífi fjórðungsins sjávarút- vegurinn er. Um margra ára skeið hefur ríkt nokkur stöðugleiki hvað afla- heimildir varðar á Norðurlandi en við sjáum samt að á síðustu tveimur til þremur fiskveiðiárum hafa aflaheimildir farið minnkandi á Norðurlandi á meðan önnur svæði hafa bætt við sig. Aukningin kem- ur fram á Vestfjörð- um, Vesturlandi og á Reykjanesi, væntan- lega á kostnað Norð- urlands og sér í lagi Akureyrar. Þetta segir okkur að hástemmdar yfirlýsingar um að hingað til Norður- lands séu sífellt að „sogast” aflaheimildir af öðrum svæðum landsins eiga hreinlega ekki við.” Togaraútgerð áberandi á Norðurlandi Þorsteinn Már bendir á að togaraútgerð sé yfirgnæfandi útgerð- arform í norðlenskum sjávarútvegi og skeri sig hvað það varðar glögglega frá öðrum landssvæðum. „Þriðji hver togari á miðunum kemur frá Norðurlandi og má ljóst vera að allar breytingar sem yrðu gerðar á fiskveiðistjórn- inni með tilfærslum milli útgerðarflokka kæmu hart við norð- lenska togaraútgerð og þá starfsemi sem henni tengist. Hér vísa ég til umræðunnar um línuívilnun sem við útgerðar- menn höfum margoft bent á að sé dæmi um tilfærslur milli út- gerðarflokka, fremur en nokkuð annað. En það er mikilvægt að hafa í huga að samdráttur í útgerð á Norðurlandi myndi hafa bein áhrif á hina sterku landvinnslu sem hér er. Það er ekki vegna nálægðarinnar við fiskimið sem landvinnslan hefur byggst upp sem raun ber vitni á Norðurlandi. Ástæðan er í og með sú að okkur hefur auðnast að byggja upp sterka útgerð tog- ara til að leggja grunn að jafnri og öruggri sókn eftir hráefni á fjarlægari mið. Á þessu byggjast hinar öflugu bolfiskvinnslur á Akureyri, Dalvík, Sauðárkróki og Húsavík.” Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf.: Norðlenskur sjávarútvegur hefur staðið sig frábærlega vel Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.