Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 25

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 25
25 Landvinnsla í Grímsey byggir á smábátaútgerð „Okkar hugsun byrjar úti á mörkuðunum og til að tryggja að vinnslan standi undir væntingum kaupenda þarf öruggt útgerð- arform fyrir hráefnisöflunina sem aftur hefur að baki sér stöðugt fiskveiðistjórnunarumhverfi. Þetta er einkenni á stærstum hluta Norðurlands hvað landvinnsluna varðar, en eina dæmið um stað þar sem útgerð smábáta ber uppi stærstan hluta landvinnslu er Grímsey. Margir smábátar af Norðurlandi sækja á önnur mið og leggja upp afla á öðrum landsvæðum.” Eigum eftir að sjá fækkun rækjuverksmiðja „Fyrir þrettán árum höfðum við 37 rækjuvinnslur í landinu og eðlilega voru þær flestar mjög smáar í sniðum. Rækjuiðnaður- inn er sú grein sem gengið hefur í gegnum hvað harðastar gæða- kröfur, enda afurðirnar soðin neytendavara tilbúin á matborðið. Þær kröfur hafa vafalítið átt sinn þátt í þeirri hagræðingu sem varð en engu að síður sést að fækkun verksmiðja hefur ekki náð í sama mæli til Norðurlands og annarra landsvæða. Nú eru verk- smiðjurnar orðnar 17 talsins og þar af eru rækjuvinnslur á Norðurlandi 8 talsins. Þeim hefur aðeins fækkað um fjórar á þrettán ára tímabili. Hér höfum við þó þær þrjár verksmiðjur landsins sem framleiða mesta magnið, þ.e. verksmiðjur Þormóðs ramma – Sæbergs á Siglufirði og Strýtu Akureyri með rösklega 4000 tonna ársframleiðslu hvor um sig og verksmiðju Fiskiðju- samlags Húsavíkur með um 3000 tonna ársframleiðslu. Spyrja má hvers vegna fækkun verksmiðjanna hafi ekki orðið eins mik- il á Norðurlandi og annars staðar og hluti af skýringunni er vafalítið sá að í mjög harðri baráttu á alþjóðamarkaði lifa þeir ekki af sem ekki hafa að baki sér fjárhagslega sterk fyrirtæki sem á sama tíma geta staðist gæðakröfur í framleiðslunni. Engu að síður er það mín skoðun að við eigum eftir að sjá fækkun rækjuverksmiðja á Norðurlandi í framtíðinni enda óumdeilt að stærri verksmiðjurnar eru hæfari rekstrareiningar en hinar smærri. Nýsköpun til sjós Þorsteinn Már segir að áætlað sé að störf í sjávarútvegi séu um 11.700 á landinu öllu og þar af séu um 2.500 á Norðurlandi. „Meira en helmingur þess fjölda er landvinnslufólk en við sjáum tækniþróun bæði á sjó og landi leysa mannshöndina af hólmi. En gleymum því ekki að á mörgum stöðum snýst vandinn ekki síður um það að fólk fæst ekki til veiða eða vinnslu á fiski og það atriði knýr að nokkru á um tækniþróun til að við fáum stað- ist alþjóðlegu samkeppni. Hér skal nefnt dæmi um fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson sem verið hefur í rekstri hjá Samherja í um þrjú ár. Skipið er dæmi um nýsköpun í útgerð, sókn á fjarlæg mið og verkefni sem miðar að aukinni verðmætasköpun úr aflanum. Ef við horf- um til ársins 2002 námu laun og launatengd gjöld áhafnar skipsins 497 milljónum króna. Ef við berum þetta saman við Norðurál á Grundartanga þá eru launagreiðslur vegna útgerðar Vilhelms hærri en til þeirra 126 starfsmanna Norðuráls sem bjuggu á Akranesi það ár. Með öðrum orðum er Vilhelm að skapa meiri tekjur til Eyjafjarðarsvæðisins en Norðurál er að skila til Akraness. Athyglisvert er í þessu sambandi að meira en 60% af úthalds- tíma skipsins á árinu 2002 var utan lögsögu Íslands. Eðlilegt er að spyrja hvort þessi nýsköpun hafi notið verðugrar athygli og sannmælis. Að mínu mati er ekki svo heldur hefur verið agnúast út í útgerð skipsins og því jafnvel haldið fram að Vilhelm sé sér- hannað skip til að henda afla. Til að mynda var upplýst á opnum fundi Hafrannsóknastofnunar hér á Akureyri að þorskur í Eyja- firði hefði verið fullur af síldarflökum eftir að Vilhelm sigldi út fjörðinn. Á þessum sama tíma var engin vinnsla í gangi um borð, hvorki á inn- eða útleið. Þetta sýnir málefnafátæktina í umræðunni. Í ljósi þessarar umræðu um skipið hef ég ákveðið að láta gera sjónvarpsmynd um útgerð skipsins sem ég vonast til að fáist sýnd á sjónvarpsstöðvunum, enda tel ég almenning eiga fullan rétt á að vita staðreyndir um þessa útgerð.” Leiðigjörn úrtöluumræða „Ég tel að norðlenskur sjávarútvegur hafi staðið sig frábærlega vel og árangurinn má fyrst og fremst þakka góðu starfsfólki, tengingu veiða og vinnslu og stöðugleika í hráefnisöflun. Samt sem áður er hart sótt að því fólki sem við sjávarútveginn starfar og eigendur fyrirtækjanna í greininni eru sakaðir um að arðræna þjóðina og fleiri slíkar fullyrðingar mætti nefna. Það er þreyt- andi fyrir starfsfólk í sjávarútvegi að sitja undir þessari sífelldu úrtöluumræðu og hún bætir ekki samkeppnishæfni okkar gagnvart erlendum aðilum. Við höfum dæmi um breytingar í sjávarútvegi í Noregi sem miða að því að nálgast árangur okkar Íslendinga. Þetta segir okkur hvernig aðrir líta á íslenska fisk- veiðistjórnarkerfið og árangur Íslendinga á sjávarútvegssviðinu. Við erum norsku sjávarútvegsþjóðinni fyrirmynd, sem og Evr- ópusambandinu, Alaska og fleiri sjávarútvegsþjóðum. Það er engin tilviljun,” segir Þorsteinn Már Baldvinsson. Þorsteinn Már Baldvinsson: Ef við horfum til ársins 2002 námu laun og launatengd gjöld áhafnar Vilhelms Þorsteinssonar 497 milljónum króna. Ef við berum þetta saman við Norðurál á Grundartanga þá eru launagreiðslur vegna útgerðar Vilhelms hærri en til þeirra 126 starfsmanna Norðuráls sem bjuggu á Akranesi það ár. B L A Ð AU K I U M S J Á VA R Ú T V E G Á N O R Ð U R L A N D I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.