Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 26

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 26
26 B L A Ð AU K I U M S J Á VA R Ú T V E G Á N O R Ð U R L A N D I Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brims, segir að fyrir tuttugu árum hafi heildarverðmæti íslenskra sjávarafurða verið 10-15 milljarðar, en 128 milljarðar króna á síðasta ári og hafi aldrei áður verið meiri. Að jafnaði var 12% vöxgur í útflutningi sjávarafurða á árunum 1983 til 1993 en á síðustu tíu árum var nokkur stöðnun í úflutningnum, að sögn Guðbrandar. „Þetta er hluti af því vandamáli sem við stöndum frammi fyrir í dag, okkur vantar vaxtarsprota í sjávarútveginum.” „Ef við horfum til þess hvað við ætlum að gera eftir tíu ár, þá finnst mér nokkuð einsýnt að íslenskur sjávarútvegur mun takast á við álíka verkefni og hann er að fást við í dag. Einnig mun hann takast á við fiskeldi og tengd verkefni, líftækniverkefni og erlend verkefni. Á síðasta ári fór af stað vinna á vegum sjávarútvegsráðuneytisins þar sem rætt er um aukin verðmæti sjávarfangs og sett af stað svokallað AVS- verkefni. Sérfræðingar spá því að á næstu tíu til tólf árum muni hefðbundinn sjávarútvegur vaxa úr 96 milljörðum í 128 milljarða. Fiskeldið vaxi úr 1 milljarði í 19 milljarða, en minni vöxtur verði í líftækninni. Þá er því spáð að velta erlendra verkefna sjávarútvegsins vaxi úr um 4 milljörðum króna í um 40 milljarða. Þetta þýðir að við erum að horfa til u.þ.b. 5% meðalvaxtar á ári á þessu tímabili. Ég bendi á að þetta er ekki mjög mikill vöxtur, hann er um það bil 3% umfram verðbólgu, sem má ekki minna vera. Við sjáum nýjar tegundir úr fiskeldi koma inn á okkar hefðbundnu markaði, t..d. lax sem var ekki áberandi á okkar helstu mörkuðum fyrir fimmtán árum. Við erum líka að sjá tegundir á mörkuðum sem koma frá láglaunasvæðum í heiminum. Á síðasta ári var til dæmis í fyrsta skipti meiri neysla í Bandaríkjunum á tilapia en á þorski. Við erum líka, sem kunngt er, í harðri samkeppni við fiskvinnslu í Kína. Kostnaður við að senda fisk til Kína, vinna hann þar og koma honum á okkar helstu markaði, er rétt rúmlega helmingur af framleiðslukostnaði í hefðbundnum vinnsluhúsum hér á landi.” Mörg brýn verkefni framundan „Varðandi markaðinn, þá þurfum við að sjá sjávarútveginn breytast úr því að vera framleiðsludrifnar fiskveiðar yfir í það að vera markaðsdrifinn matvælaiðnaður. Ég tel að eitt af því mikilvægasta sem bíður íslensks sjávarútvegs er að koma þessari breytingu á. Hún er vissulega hafin, en menn eru misjafnlega langt komnir með hana. En það er ljóst að neytendur á hinum betur borgandi mörkuðum í heiminum vilja frekar ferskleika og þægindi og þar höfum við ákveðið samkeppnisforskot.á Kínverja. Til viðbótar þurfum við að sjá aukna hagræðingu, bætta nýtingu fjármagnsins, aukna þekkingu og markvissara þróunarstarf.” Þurfum að auka framleiðnina „Í landvinnslunni erum við að sjá sífellt stærri hluta framleiðslunnar fara ferskan á markað, eða afurðir sem henta sem hráefni í kælda fiskrétti. Við þurfum að tryggja aukna framleiðni í landvinnslunni með auknum afköstum, bættri nýtingu og minni tilkostnaði. Varðandi sjóvinnsluna, þá þurfum við að sjá aukna vöruþróun úti á sjó og aukna sérvinnslu. Þá þarf að leggja í auknar fjárfestingar um borð í frystiskipunum og það er komið að því að við verðum að ræða það við okkar sjómenn hvort ekki sé eðlilegt að taka tillit til þess í hlutaskiptunum. Annars er að mínu mati hætta á því að vinnslan úti á sjó verði enn einfaldari en nú. Í rækjunni höfum við átt í mikilli samkeppni við eldisrækju og verð hefur lækkað. Ég tel að þessi samkeppni við eldisrækjuna muni halda áfram og ef við ætlum að láta rækjuiðnaðinn, eins og hann er í dag, lifa áfram er þörf á samstilltu markaðsátaki fyrir okkar Norður-Atlantshafsrækju og þá er ég að tala um allar þjóðir við Norður-Atlantshaf sem veiða og vinna rækju. Í uppsjávarfiskinum eru verðmæti fólgin í því að leggja meira upp úr manneldisvinnslu. Það liggja líka sóknarfæri í því að selja afurðir sem hafa fullan rekjanleika, það skiptir miklu máli ef mjölið er síðan aftur notað í fiskeldi.” Fiskeldið er spennandi svið „Fiskeldið er auðvitað mjög spennandi svið. Við höfum aðgang að miklu hráefni, þ.e. uppsjávarfiskinum sem gæti staðið undir framleiðslu á 3-4.00.000 tonnum af þorski eða öðrum eldisfiski. Í þessu felst virðisauki sem gæti legið einhvers staðar á milli 70- 80 milljarðar. Ég tel að slík framframleiðsluaukning á verðmætri afurð eins og þorski eða laxi gæti örugglega búið til allt að 2000 ný störf hér á landi og þau störf yrðu til úti á landsbyggðinni.” Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brims: Sjávarútvegurinn verði markaðsdrifinn matvælaiðnaður Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.