Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 29

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 29
29 B L A Ð AU K I U M S J Á VA R Ú T V E G Á N O R Ð U R L A N D I starfsmenntasjóða hafa sum fyrirtæki tekið við sér og staðið fyrir átaki í þessum málum. En það hefur vantað stórlega á að fólk í fiskvinnslunni hafi fengið að njóta þessarar auknu fræðslu. Þar hafa mörg fyrirtæki staðið sig illa og haft lítinn sem engan áhuga á að mennta starfsfólkið sitt. Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar hefur útbúið 40 stunda námskeið fyrir fiskvinnslufólk og 8 stunda framhaldsnámskeið, en mörg fyrirtæki hafa ekki sýnt nokkurn áhuga á að koma þeim á og sárafá hafa haldið framhaldsnámskeiðið. Fyrirtækin vilja heldur borga námskeiðsálagið og sleppa námskeiðunum. Þarna er ekki bara við þá sem reka fyrirtækin að sakast, einnig hefur áhugi fólksins verið mis mikill. Metnaðurinn hjá sumum varðandi þessi námskeið hefur held- ur ekki verið neinn t.d. lenti ég í því einu sinni að halda fjög- urra tíma fyrirlestur á svona námskeiði um aðila vinnumarkað- arins og aðeins tveir af tólf manna hópi kunni íslensku. Þannig var haldið áfram í fjörutíu tíma og eftir þessa fjörutíu tíma voru nemarnir útskrifaðir með kurt og pí sem sérhæfðir fiskvinnslu- menn. Þetta er eitt af því ömurlegasta sem ég hef lent í og ég held, og vona, að í dag mundi engum detta þetta í hug. Það er að renna upp fyrir mönnum að með aukinni tæknivæðingu og auknum kröfum er hverju fyrirtæki nauðsynlegt að mennta starfsfólk sitt og auka ánægju þess í starfi. Ég vil sérstaklega nefna Útgerðarfélag Akureyringa. Þar var stofnaður ÚA-skólinn sem aðrir atvinnurekendur ættu að taka sér til fyrirmyndar en sá skóli hefur verið rekinn í samstarfi við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Einingu-Iðju. Ég vildi gjarnan, til dæmis, sjá Samherja og fleiri taka betur á þessum málum en þeir gera í dag.” Starfsöryggi fiskvinnslufólks Björn segir að stækkun og samruni fyrirtækja geti gefið aukin tækifæri, t.d. varðandi atvinnuöryggi fólks. Stöðugleiki sé fisk- vinnslufólki jafn nauðsynlegur og öllu öðru verkafólki. „Fiskvinnslufólk hefur í gegnum tíðina ekki setið við sama borð og aðrir, hvað varðar starfsöryggi,” segir Björn. „Það má búa við það, að vera sent heim ef ekki er nægilegt hráefni og fær þá einungis greitt taxtakaup sem er hæst 96.000 krónur. Og með fjögurra vikna fyrirvara geta fyrirtæki sent starfsmenn sína á atvinnuleysisbætur, sem eru rúmar 77.000 krónur á mánuði. Þetta óöryggi verður til þess að fólk sækist ekki eftir því að vinna í fiski hjá þeim sem þetta iðka. Ef ég horfi á fyrirtækin hér á Eyjafjarðarsvæðinu þá er ljóst að stækkun fyrirtækja hefur aukið að miklum mun starfsöryggi fiskvinnslufólksins hér. Því er ekki að leyna að aðrir staðir hér á Norðurlandi hafa ekki verið eins lánsamir og við hér.” Ekki nóg samráð „Það er skoðun okkar að bónusinn sé alltof stór hluti af laun- um fiskvinnslufólks og það sé með öllu óverjandi að hægt sé að skerða laun þeirra með litlum fyrirvara og stundum tilbúnum hráefnisskorti. Þá hafa einmitt komið fram athugasemdir frá starfsfólki í fiskvinnslu um að ekki sé haft nóg samráð við það um ákvarðanir sem teknar eru, meðal annars þegar fyrirtæki ákveða að leggja niður starfsemina. Í mörgum tilvikum væri hægt að draga úr slæmum afleiðingum ákvarðana af því tagi með því að hafa meira samráð. Þannig vantar talsvert uppá sam- félagslega samkennd fyrirtækja þegar erfiðar ákvarðanir eru teknar. Varðandi fiskvinnslufólk sé ég á næstu árum, að verði meiri sérhæfing og meiri kröfur gerðar um menntun og að æ fleiri starfi við eftirlit. Ég er líka viss um að laun munu hækka en það er nauðsynlegt til þess að störfin verði vinsæl.” Neikvæð umræða um sjávarútveginn Björn segir að því miður sé umræða um sjávarútveginn heldur neikvæð og lítt til þess fallin að auka ásókn fólks í að hefja störf í þessari atvinnugrein. „Það er eiginlega grátlegt að horfa upp á að fyrirtæki geti með einu pennastriki lagt sveitarfélag í rúst en staðið eftir með fullar hendur fjár. Og starfsfólkið, sem hefur unnið hjá fyrirtækinu, kannski árum saman, er að missa allt sitt, þar sem enga aðra atvinnu er að fá. Einnig er alltof algengt að þeir sem ráða ferðinni koma því ekki nægilega vel til skila, hvað þessi störf eru mikilvæg fyrir alla landsmenn. Ég minnist orða Þorsteins Más hjá Samherja er hann tók við verðlaunum úr hendi forseta Íslands í fyrra, þar sem hann bað starfsfólkið sitt afsökunar á því að hafa ekki komið því betur til skila út í þjóðfélagið hversu frábært starfsfólk hann hefði. Um- ræðan um fyrirtækið úti í þjóðfélaginu væri neikvæð vegna stærðar og mikilla kvótaeigna. Það er ekki líklegt að frystihús verði það fyrsta sem ungu fólki dettur í hug að velja sér þegar það fer út á vinnumarkaðinn þegar það heyrir talað um að eng- inn vilji vinna í fiski. Jafnvel forstjórar fiskvinnslufyrirtækja segja í útvarpi að það vilji enginn vinna í fiski En hér á okkar svæði fullyrði ég að þeir sem vinna í frystihúsunum á Akureyri og Dalvík séu með tekjuhærri félagsmönnum Einingar-Iðju. En að baki liggur mikil vinna, mikið álag og slit á líkamanum með tilheyrandi vöðvabólgu og eymslum.” Draumur fiskvinnslumannsins Samandregið segir Björn að draumur fiskvinnslumannsins sé eftirfarandi: „Meira atvinnuöryggi, meiri menntun, hærra kaup, jákvæðara hugarfar úti í samfélaginu og ekki síst gott fiskveiðistjórnunar- kerfi, sem geri það að verkum að allur afli verði unninn hér á landi.Þá er framtíðin björt og þá er í lagi að vakna.” Úr fiskvinnslu Samherja á Dalvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.