Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 32

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 32
32 B L A Ð AU K I U M S J Á VA R Ú T V E G Á N O R Ð U R L A N D I „Staða sjómanna og tækifæri nú á tímum og til framtíðar ráðast einfaldlega af því hvernig til tekst að höndla ógnina sem steðjar að sjómannsstarfinu. Stærsta ógn sjómanns- stéttarinnar og sjávarútvegsins um þessar mundir vil ég skilgreina sem heimatilbúin vandamál, en það er ímynd greinarinnar og skortur á skilningi og vilja til þess að bæta úr þessu,” segir Árni Bjarnason, formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga og forseti Farmanna- og fiskimannsambands Íslands. „Sé fjallað um sjávarútveg í ræðu og riti, þá er undantekning ef sú umfjöllun er ekki á neikvæðum nótum. Sú mynd sem dregin hefur verið upp í fjölmiðlum fyrir þá kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi, er ekki gæfuleg og þar af leiðandi fullkomlega eðlilegt að það sé ekki ofarlega í huga þessa unga fólks að starfa til lengri tíma ef það menntar sig til starfa á sviði sjávarútvegs. Að stórum hluta er orsök vandamálsins sú að stjórnvöld hafa dregið lappirnar í að sníða af lögum og reglum um stjórn fisk- veiða þá vankanta sem hafa síðan orðið uppsprettan að bróður- parti þeirrar neikvæðu umræðu sem alltof lengi hefur tröllriðið þjóðfélaginu. Hagsmunaaðilar innan greinarinnar hafa aukin- heldur verið óþreytandi við að níða skóinn hver af öðrum.” Ein kennitala Og Árni nefndi dæmi: „ Mér finnst það t.d. hreinasta hörmung að síðustu tíu árin hafi einn og sami útgerðarmaðurinn, ef hann kærði sig um, getað hætt að gera út, sagt áhöfninni upp störfum og í framhaldinu boðist til að leigja körlunum bátinn og kvót- ann. Það er líka að mínu mati algjörlega ástæðulaust að málum sé þannig háttað að eitt stórfyrirtæki, sem samanstendur af mörgum dótturfyrirtækjum eða jafnvel dótturdótturfyrirtækj- um, skuli tjalda óteljandi kennitölum, sem eru þar með skil- greind hjá opinberri stofnun eins og Fiskistofu sem óskyldir að- ilar sem leiðir síðan af sér að það er ekki vinnandi vegur að sjá hve stór hluti af þeim 342.000 tonnum sem flutt voru á milli skipa í eigu óskyldra aðila á síðasta fiskveiðiári eigi sér eðlilegar skýringar eður ei. Mig langar til að varpa fram þeirri spurningu hvað það er sem stendur í vegi fyrir að stórfyrirtæki í útgerð, sem eru að flytja til aflamark sem nemur þúsundum tonna, geti verið með eina kennitölu þannig að allar tilfærslur væru þar með skilgreindar sem flutningur aflamarks milli skipa sömu út- gerðar. Ég tel að með því móti væri hægt að sjá svart á hvítu umfangið á þeim þætti sem dapurlegast er að viðgengst enn í kerfinu, þ.e.a.s. þætti leiguliða þar sem reksturinn er einungis mögulegur með því að hlunnfara sjómenn sem hlut eiga að máli.” Of mikil samþjöppun þýðir of mikil völd Og Árni hélt áfram: „Númer eitt tel ég að endurskoða verði frá grunni þá aðferðarfræði sem notuð er til að kveða upp úr með hámarkshlutdeild sjávarútvegsfyrirtækja á aflaheimildum, bæði í einstaka fisktegundum og heildaraflahlutdeild í þorskígildum talið. Ég hef að undanförnu reynt að fá einhverja mynd á hvern- ig þessum málum er varið í raun og veru, án nokkurrar niður- stöðu annarrar en þeirrar að miðað við þær vinnureglur sem starfsmönnum Fiskistofu er ætlað að starfa eftir, er ekkert sjávar- útvegsfyrirtæki komið upp í það þak eða hámark sem tíundað er í lögunum. Allir sem til þekkja vita að raunveruleikinn er allt annar og raunveruleg yfirráð eða eign eins fyrirtækis í ákveðn- um fisktegundum að teknu tilliti til minnhluta aðildar þess í fjölda annarra fyrirtækja, er dóminerandi og langt yfir þeim mörkum sem miðað er við. Fylgi hugur máli af hálfu stjórn- valda þyrfti algjöra uppstokkun á þeim reiknireglum sem not- aðar skulu til að kveða upp úr með aflahlutdeild einstakra fyrir- tækja. Of mikil samþjöppun aflaheimilda leiðir af sér of mikil völd sem aftur leiðir af sér að þeim sem völdin eru fengin hættir til þess að misnota þau. Þetta virðist vera það þema sem blívur í þjóðfélaginu, ekki bara í útgerð heldur ekki síður í fjölmiðla- heiminum, versluninni og bönkunum. Raunveruleg gagnsæ grunnregla þar sem 10% hámarkshlutdeild útgerðarfyrirtækis hérlendis væri lögfest, myndi leggja grunninn að lýðræðislegra þjóðfélagi og betra mannlífi á Íslandi í dag,” segir Árni Bjarna- son. Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins: Stærsta ógnin er heimatilbúin vandamál Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins. Fundarmenn hlýða á fróðlega umræðu. Á myndinni eru m.a. Valdimar Bragason, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins, og Guðmundur Tulinius, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.