Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 35

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 35
35 B L A Ð AU K I U M S J Á VA R Ú T V E G Á N O R Ð U R L A N D I Hagræðingin Að mati sveitarstjórans á Skagaströnd stýrir hugtakið „hag- ræðing” að miklu leyti för í íslenskum sjávarútvegi í dag. Hvar- vetna leiti menn hagræðingar, en afleiðingarnar séu í mörgum tilfellum alvarlegar fyrir hinar smærri byggðir. „Það er hagræð- ing fólgin í því að allur frystiskipaflotinn landi afla sínum á höf- uðborgarsvæðinu þar sem auðvelt er að safna honum saman til útflutnings. Sem dæmi um áhrif af slíkri hagræðingu fyrir okk- ur á Skagaströnd t.d. má nefna að 30-50% af veltu nokkurra þjónustuaðila byggist á þjónustu við togarana, landanir eru þar að auki aukabúgrein þónokkuð stórs hóps bænda í nágrenninu og eru þá ótaldir aðrir hagsmunir svo sem hafnargjöld og önnur byggðarleg áhrif. Með öðrum orðum; í einhæfu atvinnulífi er hver þáttur viðkvæmur og sumt getur haft mjög alvarlegar af- leiðingar. Hagræðing í veiðum og vinnslu hefur fækkað starfsfólki til mikilla muna og ekki sér fyrir endann á því hversu langt er hægt að ganga í þeim efnum með stuðningi nýjustu tækni. Tækniþróunin hefur verið ör á síðustu árum og þótt hún hljóti auðvitað að hafa sinn framgang, þá er óhjákvæmilegt að viðurkenna að hún, sem fylgifiskur hagræðingarinnar, hefur oft neikvæð áhrif í byggðalegu tilliti. Aukin tækniþróun hefur samfara stækkun fyrirtækja meðal annars leitt til aukinnar sér- hæfingar vinnslugreina sem aftur leiðir af sér ákveðna einhæfni sem getur verið veikleiki í sjálfu sér, ekki síst með tilliti til kenningarinnar um eggin í körfunni.” Sjávarútvegurinn og sveitarfélögin Magnús B. Jónsson hefur þá framtíðarsýn að samspil sjávarút- vegsins og sveitarfélaganna verði töluvert mikið í framtíðinni þótt í breyttu formi verði. „Ég held að þau sveitarfélög sem byggja að einhverju leyti á sjávarútvegi og vinnslu sjávarafla verði að starfa með sjávarútvegsfyrirtækjum í ýmsum sameigin- legum hagsmunamálum. Breytingar á pólitískum, efnahagsleg- um og umhverfislegum þáttum geta haft varanleg áhrif á bæði greinina og byggðirnar. Sameiginlega standa báðir aðilar frammi fyrir sömu spurningum: • Verður stöðugleiki í stýringu veiða eða verður kvótakerfið sett í uppnám? • Munu áhrif umhverfissjónarmiða á veiðiaðferðir breyta út- gerðarháttum? • Verða umhverfisþættir í hafinu við Ísland til þess að veiðar og vinnsla taka varanlegum breytingum. • Verður samkeppni frá láglaunasvæðum á borð við Kína til þess að vinnsla á sjávarafurðum flyst alfarið úr landi? • Mun sú þróun halda áfram að gildismat íslenskra ungmenna verði í auknum mæli á þann veg að það sé eftirsóknarverð- ara að tína misleita vöruflokka yfir pípandi afgreiðslukass- ana í stórmörkuðum en að tína rækjuskel og fiskbein upp á færibandi í vinnslustöðvum sjávarútvegsfyrirtækja? Jafnvel þótt það síðarnefnda gefi betur í aðra hönd. • Munu byggðirnar halda hvað sem sjávarútvegi líður? Það er nefnilega svo merkilegt að þrátt fyrir alla auðhyggjuna er það fólkið sem er fyrirtækjum og sveitarfélögum jafn nauð- synlegt. Hvort sem við komum úr sveitarfélögum eða sjávarútvegi erum við öll í áhöfn fjölveiðiskipsins Íslands. Það skiptir okkur því fyrst og síðast máli að það skip skili sem mestum verðmæt- um. Við höfum sæst á að það hafi átt að fjölga í messanum og vélinni af því að það þarf ekki svo marga á dekkinu og milli- dekkinu lengur. Við hljótum hins vegar að takast á um hvernig veiðunum er háttað og hvort hlutaskiptin séu réttlát. Við hljót- um að spyrja hvort einhverjir í áhöfninni hafi komið sér upp sérsamningum um aukahluti sem ekki séu byggðir á eðlilegum forsendum. Við hljótum að spyrja hvort það sé ekki orðin úrelt aðferð við að gera upp deilumál að láta einhverja úr áhöfninni ganga plankann. Við hljótum að verða að tryggja hámarksaf- komu þessa fjölveiðiskips án þess að hagsmunir einstakra áhafn- armeðlima verði algerlega fyrir borð bornir,” segir Magnús B. Jónsson. Adolf H. Berndsen á Skagaströnd og Jón Karlsson, verkalýðsleiðtogi á Sauðárkróki. Í forgrunni eru þrír fulltrúar Ólafsfirðinga á ráðstefnunni; Gunnar Sigvaldason og Haraldur Gunnlaugsson frá Þormóði ramma-Sæbergi, og Stefanía Trausta- dóttir, bæjarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.