Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 37

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 37
37 „Það liggur ljóst fyrir að markaðsstarf og samvinna fyrir- tækja sem eru í líftækniiðnaðinum er grundvallaratriði í því starfi sem framundan er. Þeir aðilar sem að þessu koma eru fyrirtækin sjálf, sjávarútvegsfyrirtækin, Háskólinn á Akureyri, rannsóknastofnanir, hinir ýmsu fjármögnunar- aðilar og síðast en ekki síst sérmenntað starfsfólk,” segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður líftæknifyrirtækisins Primex. Úlfar segir að nokkur sjávarlíftæknifyrirtæki hafi nú þegar haslað sér völl á Norðurlandi eða séu í startholunum. Hann nefnir Primex á Siglufirði, sem vinnur kítin og kítósan úr rækjuskel og framleiðir einnig bragðefni fyrir gæludýrafóður- markaðinn í Bandaríkjunum, Glucomed á Húsavík, sem ekki hefur hafið rekstur, en þar er ætlunin að framleiða gluposamin - afurð unnin úr kítininu, Sero á Skagaströnd vinnur bragðefni úr sjávarfangi og á Akureyri fer Brim á næstu mánuðum af stað með framleiðslu á gelatíni úr fiskroði. „Sjávarútvegsfyrirtækin skipta að sjálfsögðu lykilmáli í þess- um iðnaði og sem betur fer eru flest sjávarútvegsfyrirtæki á Norðurlandi mjög öflug og hafa þess vegna haft burði til þess að taka þátt í þessum verkefnum. Fyrirtæki eins og Samherji, Brim og Þormóður rammi hafa fjárfest í fiskeldisfyrirtækjum og einnig í líftæknifyrirtækjum eða eru að fara af stað með starf- semi sem er í þessum geira. Án þessara sterku bakhjarla hefðu sum þessara verkefna ekki farið af stað. Annað sem skiptir máli í þessu sambandi er sú framleiðsluþekking sem er inni í þessum fyrirtækjum. Ég vil nefna að þegar unnið var að því að byggja upp Primex á Siglufirði, lögðu aðilar úr fiskimjölsiðnaðinum mikið fram,” segir Úlfar. Háskólinn á Akureyri gegnir lykilhlutverki „Háskólinn á Akureyri kemur til með gegna miklu hlutverki í uppbyggingu líftækniiðnaðarins hér á svæðinu. Með því að taka þátt í verkefnum á þessu sviði á skólinn mikla möguleika á því að tengjast erlendum samstarfsaðilum, bæði rannsóknastofnun- um og háskólum. Rannsóknastofnanir hér á svæðinu skipta líka miklu máli. Við sem höfum verið að vinna á þessu sviði teljum mikilvægt að auka samstarf milli aðila. Okkur finnst stundum sem ekki sé verið að nýta fjármagnið jafn vel og væri hægt ef menn hefðu í huga þá möguleika að vinna saman að verkefnunum í stað þess að vinna þau á mörgum stöðum.” Styrkleikar/veikleikar „Í mínum huga er ljóst að öflug sjávarútvegsfyrirtæki og Há- skólinn á Akureyri eru lykilatriði í því að unnt verði að halda áfram við að þróa þennan iðnað. Þær rannsóknastofnanir sem hér eru eru að sjálfsögðu styrkur fyrir líftækniiðnaðinn, en á þeirra vegum hefur verið töluverð vinna á þessu sviði. Hugmyndin um rannsóknasetur hér á svæðinu er líka styrkur. Það er hins vegar ákveðinn veikleiki, ekki bara á Norðurlandi, að fyrir hendi er takmörkuð þekking í líftækniiðnaðinum, en ef rétt er á málum haldið mun takast á nokkrum árum að byggja þessa þekkingu upp. Síðan er skortur á þolinmóðu fjármagni, þolinmótt fjármagn er mikilsvert atriði fyrir líftæknifyrirtækin. Það er líka ákveðinn veikleiki að líftæknifyrirtækin eru smá og þola þess vegna ekki miklar breytingar í umhverfinu.” Tækifærin eru fyrir hendi „Tækifærin í líftækniiðnaðinum eru klárlega til staðar og ég tel mikilsvert að byggja á þeim grunni sem er til staðar, stuðla að samstarfi aðila og ég bind líka vonir við uppbyggingu auðlinda- líftækni Háskólans á Akureyri. Ég tel að skólinn þurfi að skapa sér sérstöðu í þessum efnum. Það er verið að skoða þann mögu- leika að setja upp það sem kallað er Öndvegissetur á Akureyri. Þetta Öndvegissetur gæti orðið fulltrúi íslenskra fyrirtækja sem eru að sækja um rannsóknastyrki inn í Evrópusambandið. Með því að beita einum slíkum aðila gagnvart Evrópusambandinu gætu nokkur fyrirtæki unnið saman að ákveðnum verkefnum.” Allt á einum stað „Það liggur ljóst fyrir að Norðurland á alla möguleika á því að vera svæði þar sem fyrirtæki í sjávarlíftækni geta blómstrað. Menn þurfa að komast að niðurstöðu um það með hvaða hætti er unnt að samnýta þær takmörkuðu auðlindir sem fyrir hendi eru og þá er ég að tala um hráefni, fólk og fjármagn. Það er einnig nauðsynlegt fyrir svæðið að skilgreina hvernig það getur tengst erlendum samstarfsaðilum, eins og ÚA hefur verið að gera í sínu gelatínverkefni. Án þess að um það hafi verið tekin ákvörðun, þá er ljóst að við hjá Primexs höfum mikið rætt um þann möguleika að rannsókna- og þróunarstarf fyrirtækisins, sem til þessa hefur verið í Reykjavík, verði flutt til Akureyrar. Ástæðan er einfald- lega sú að hér eru á einum stað saman komnir allir þeir þættir sem til þarf til að ná árangri í líftækni,” segir Úlfar Steindórs- son. Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Primex: Miklir möguleikar í líftækniiðnaði á Norðurlandi B L A Ð AU K I U M S J Á VA R Ú T V E G Á N O R Ð U R L A N D I Úlfar Steindórsson: „Okkur finnst stundum sem ekki sé verið að nýta fjármagnið jafn vel og væri hægt ef menn hefðu í huga þá möguleika að vinna saman að verkefnunum í stað þess að vinna þau á mörgum stöðum.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.