Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 38

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 38
38 Björn Valdimarsson: Sóknarfæri í ferska fiskinum „Það er mikill vöxtur í útflutningi á ferskum fiski og sá vöxt- ur hefur fyrst og fremst verið í Bretlandi og í örfáum öðrum Evrópulöndum. Með aukinni framleiðslu og betri flutnings- og geymsluþætti held ég að unnt sé að selja hana víðar en menn eru að gera í dag.” Þorsteinn Már Baldvinsson: Takmarkaður markaður „Ég tel að markaður fyrir ferskan fisk sé takmarkaður. Mark- aðurinn er að borga hátt verð fyrir þessa vöru og við erum líka að greiða allt að 150 krónum á kíló fyrir flutninga á vörunni, en til þessa hefur hún fyrst og fremst verið flutt á erlenda markaði með flugi. Ég er ekki sammála því sem sumir vilja halda fram að mark- aður fyrir sjófrystan fisk sé að láta undan. Þessi markaður er sterkur og vel borgandi. Við fengum mjög gott verð fyrir sjó- frystar afurðir á síðasta ári og á fyrri hluta þessa árs. Það sem hefur ruglað þennan markað á þessu ári má segja að séu stjórn- lausar veiðar Rússa. En engu að síður tel ég að markaður fyrir sjófrystu afurðirnar sé sterkur. Að sama skapi tel ég að markaður fyrir ferskan fisk sé sterkur, en hann er jafnframt takmarkaður. Varðandi hlutaskiptakerfi sjómanna, þá hef ég alltaf verið hlynntur því og tel æskilegt að það verði áfram við lýði. Aftur á móti er ljóst að það þarf að taka upp ýmis mál í kjarasamning- um og ég vonast til þess að það muni ganga eftir. Ég tel að sjó- menn eigi að fá að njóta góðs af þegar vel gengur og verðið er hátt. En auðvitað er hundleiðinlegt þegar verð lækka, eins og hefur gerst að undanförnu.” Konráð Alfreðsson: 20% lækkun launa sjómanna „Tekjur sjómanna í Sjómannafélagi Eyjafjarðar hafa lækkað um 20% á síðasta ári vegna lækkandi afurðaverðs. Félagsgjöld í sjómannafélaginu eru 1% af launum og því hafa tekjur félagsins lækkað umtalsvert á síðustu mánuðum. Við þetta bætist líka að sjómönnum sem eiga aðild að félaginu hefur verið að fækka. Út af fyrir sig sé ég ekki neinn mun á því hvort fiskverð hefur lækkað eða ekki þegar kjarasamningar eru framundan. Þetta er spurning um vilja og að menn komi jákvæðir til samningagerð- ar. Afurðaverðið er að mínu mati ekki afgerandi þáttur í þessu, það á eftir að fara upp á nýjan leik og lækka síðan aftur, rétt eins og alltaf hefur gerst.” Helgi Laxdal: Þarf að finna lausn varðandi uppsjávarfiskinn „Vélstjórafélagið er með bundna kjarasamninga til ársloka 2005 og þess vegna þurfum við ekki að leggja á okkur að sitja í þessu karpi fyrr en þá og fögnum því. Varðandi laun sjómanna, þá eru þau nánast alfarið orðin tengd markaðsverðinu. Í síðustu samningum voru fjórar algengustu tegundirnar, þorskur, ýsa, karfi og ufsi, tengdar við markaðinn. Ég heyri ekki að sjómenn kvarti svo mikið yfir þessu. Þær teg- undir sem þurfum hins vegar að finna lausn á varðandi verð- lagningu er uppsjávarfiskurinn og ég lít svo á að það sé okkar næsta verkefni.” Kristján Möller: Verðum að skapa sátt „Ég held að eins og hér hefur komið fram, sé ákaflega mikil- vægt að að menn sjái sjávarútvegsstefnu til tíu til tuttugu ára. Ég hef stundum sagt, og fyrir því mun ég berjast innan míns flokks og annars staðar þar sem ég hef tækifæri til, að það er ákaflega mikilvægt að skapa sem mesta sátt í þjóðfélaginu um sjávarútvegsstefnu til komandi ára. Þetta gengur ekki eins og það er núna, en til þess held ég að allir verði að gefa töluvert eft- ir í sínum ítrustu kröfum, jafnt útgerðarmenn og stjórnmála- flokkar, þar á meðal minn stjórnmálaflokkur og aðrir. Ég held að það sé grundvallarastriði næstu ára að skapa þessa sátt, það má ekki til langs tíma hafa þjóðfélagið á öðrum endanum útaf höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar. Það gengur ekki upp.” B L A Ð AU K I U M S J Á VA R Ú T V E G Á N O R Ð U R L A N D I Að loknum framsöguerindum á ráðstefnunni var efnt til pallborðsumræðna, þar sem ýmis mál voru reifuð og fundarmenn skutu að nokkrum athugasemdum og fyrirspurnum. Við pallborðið voru f.v. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Primex, Björn Valdimarsson, markaðsstjóri Þormóðs ramma-Sæbergs, Valdimar Bragason, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. Hér á síðunni birtast nokkur svör þátttakenda í pallborðinu, auk þess sem birt eru ummæli eins fundargesta, Kristjáns Möller, alþingismanns í Norðausturkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.