Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 46

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 46
46 N Ý B Ó K Út er komin mikil bók að vöxtum um Grímsey í ritstjórn Helga Daníelssonar þar sem ábúendum í eynni frá 1890 eru gerð ítarleg skil, auk þess sem fjallað er um atvinnu- og menningarsögu eyjarinnar. Bókina prýða um ellefu hund- ruð ljósmyndir. Í bókinni skrifar Haraldur Jó- hannsson á Borgum í Grímsey, sem nú er búsettur í Reykjavík, kafla um sögu fiskveiða og –vinnslu í Grímsey. „Að mínu mati er þessi samantekt Haraldar alveg stórmerkileg. Þarna kemur fram að árið 1883 urðu þáttaskil í sjávarútveginum í Grímsey þegar eyjarskeggjar fóru að salta fisk. Áður verkuðu Grímseyingar skreið, en með samningi við Húsavíkurkaupmenn fóru þeir að salta,” segir Helgi Daníelsson. Það er margháttaður merkileg- ur fróðleikur í bókinni um fisk- veiðar Grímseyinga í gegnum tíðina. Meðal annars kemur þar fram að í 150 ár hefur enginn Grímseyingur farist við sjósókn. Þetta er mikil gæfa samfélags, sem byggir alla sína afkomu á því að sækja sjóinn á minni bátum. Ómetanlegar ljósmyndir frá Bandaríkjunum Uppistaðan í bók Helga Daníels- sonar er ábúendatal fyrir Grímsey. Gerð er grein fyrir öllu því fólki sem hefur búið í eynni frá 1890 til dagsins í dag.. „Bókin er fyrst og fremst um gamla tímann. Ég hef safnað saman skriflegum heimildum um lífið í Grímsey og helstu þáttum í atvinnusögunni, þ.m.t. hafnargerð. Einnig er fjall- að um samgöngusögu eyjarinnar, til dæmis birti ég myndir af öll- um bátum og skipum sem hafa siglt milli lands og eyjar í hund- rað ár. Bókin er ekki sagnfræðirit í eiginlegum skilningi þess orðs, heldur vil ég skilgreina hana sem alþýðufróðleik. Ég gróf upp stórmerkilegar myndir í safni Willard Fiske, vel- gjörðarmanns Grímseyinga, úti í Bandaríkjunum sem voru teknar árið 1902 í Grímsey. Meðal ann- ars voru þarna skemmtilegar myndir af Grímseyingum og mynd af bæ í eynni sem fór í eyði árið 1910. Það kom í ljós að nöfn Grímseyinganna voru öll skráð og því eru þessar myndir mikill og dýrmætur fengur. Margir hafa aldrei séð þessar myndir áður. Til dæmis voru menn að sjá forfeður sína þarna í fyrsta skipti,” segir Helgi. „Líf eftir lögguna” Helgi Daníelsson var hér á árum áður þekktastur sem landsliðs- markvörður í knattaspyrnu og síðar starfaði hann sem rannsókn- arlögreglumaður. Eftir að hann settist í helgan stein, eins og það er kallað, hefur áhugamálið, grúskið, hins vegar tekið hann föstum tökum. Hann hefur tekið saman og gefið út niðjatöl í nafni sinnar eigin bókaútgáfu, Akra- fjallsútgáfunnar, og fleiri slík rit eru í vinnslu. Þá segist hann núna vera að hefja ritun bókar um sögu knattspyrnunnar í hans gamla heimabæ, Akranesi og von er á annarri bók eftir áramót um Grímsey, sem hugsuð er fyrir ferðafólk, þar sem verður að finna almennar upplýsingar í máli og myndum um eyna á fjórum tungumálum; ensku, íslensku, þýsku og frönsku. „Blessaður vertu, það er líf eftir lögguna,” segir Helgi og hlær. En bætir svo við. „En kannski má segja að það sé bölvuð della að vera að þessu. Og þó, af hverju ekki að gera það sem maður hefur gaman af?” spyr Helgi og svarar sjálfum sér um leið. Menningarsamfélag Það er engin tilviljun að Helgi Daníelsson skyldi ráðast í þetta viðamikla en þarfa verk. „Ég er ættaður úr Grímsey og var þarna þegar ég var tólf ára gamall. Móð- urforeldrar mínir, Helgi Ólafsson og Guðrún Sigfúsdóttir, bjuggu á Borgum. Móðir mín, Guðlaug Helgadóttir, fæddist raunar í Hrísey, en ólst upp í Grímsey og taldi sig alltaf vera Grímseying Grímey er og hefur verið alveg stórmerkilegt menningarsamfé- lag. Til dæmis get ég nefnt að um tíma voru þar gefin út fjögur handskrifuð blöð. Fyrir stuttu fann ég frumritið að einu þessara blaða sem heitir „Ellefti nóvem- ber,” segir ritstjórinn og bókaút- gefandinn Helgi Daníelsson. Alþýðufróðleikur um Grímsey Óli Óla fangar þann gula. Í bókinni er margháttaður fróðleikur um Grímsey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.