Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 54

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 54
54 S M Á B Á TA S M Í Ð I „Já, blessaður vertu, ég er að smíða báta sem aldrei fyrr. Ég hef verið í þessu síðan 1977, líklega eru Gáskabátarnir farnir að nálg- ast þriðja hundraðið. Þessa báta er að finna um allt land og reyndar út um allan heim. Það er gaman að segja frá því að fyrir nokkrum árum var Gáskabátur valinn besti bátur í Ameríku í sínum flokki og kom á forsíðu National Fis- herman. Gáskinn hefur verið í sí- felldri þróun frá því ég byrjaði með hann fyrir aldarfjórðungi. Í upphafi hitti ég á góðan enskan bát og út frá honum hef ég þróað Gáskabátana fyrir okkar aðstæður. Þegar lögunum var breytt í fimmtán tonn, þá fyllti maður upp í þann ramma. Núna er ég kominn með bát sem fyllir upp í þennan fimmtán tonna ramma og er að sníða af honum þá vankanta sem hafa hrjáð smábáta. Í þessum nýja báti er sem dæmi tvöfaldur einangraður byrðingur. Báturinn er 11,8 metra langur og 3,78 metra breiður,” segir Regin. Í september afhenti Mótun Stakkavík í Grindavík 14,9 brúttótonna bát af gerðinni Gáski 1150 og er hann útbúinn til línu- og handfæraveiða. Stakkavík hef- ur samið um kaup á tveimur öðr- um Gáskabátum, sem kallast Gáski 1180, og verða þeir með beitningarvélum. Auk bátanna fyrir Stakkavík er hafin smíði fyrsta bátsins af nokkrum sem fara vestur á firði. Einnig nefnir Regin bát fyrir Pál J. Pálsson, sem kenndur er við Vísis-útgerðina í Grindavík, en sá bátur er Gáski 1180 með beitn- ingarvél. Þessi bátur verður vænt- anlega tilbúinn í kringum ára- mótin. „Menn hafa sagt að bátur- inn fyrir Pál marki ákveðin tíma- mót. Á þessum báti verður hægt að gera áður óþekkta hluti á smá- bátum. Þar er gert ráð fyrir að verði tólf þúsund krókar og í áhöfn verði 2-3 menn,” segir Regin. Gáskabátar fyrir Færeyinga Auk þess að smíða báta fyrir innanlandsmarkað segist Regin hafa gert töluvert af því að smíða báta fyrir Færeyinga. „Á síðustu tveimur árum hef ég smíðað fjóra Gáskabáta fyrir Færeyinga og einnig eru þar nokkrir eldri bátar af þessari gerð, sem hafa reynst mjög vel.” Mótun ehf. hefur verið með bátasmiðju sína í Hafnarfirði, en nú er starfsemin komin í rösklega 800 fermetra húsnæði í Njarðvík. Aðstaðan er því allt önnur og betri en áður, að sögn Regins. „Þetta aukna rými veitir mér ýmsa möguleika. Meðal annars mun ég á næstunni fara út í fram- leiðslu á nýju trefjaplasti sem er bæði sterkara og léttara en það trefjaplast sem ég hef verið að vinna með. Þessi vinnsluaðferð hefur ekki verið notuð áður í framleiðslu á bátum, en hún er þekkt í flugvélaiðnaðinum.” Úr sex í fimmtán tonn Regin segir að það sé vissulega rétt að um tíma hafi smíði smá- báta á Íslandi verið að lognast út af. Dæmið hafi hins vegar snúist við og nú virðist sem flest fyrir- tæki í þessari atvinnugrein hafi töluvert mikil verkefni. En hvað gerði það að verkum að nýr kraftur færðist í smíði smábáta á Íslandi? „Breyting á lögum úr sex tonn- um í fimmtán tonn hafði mikið að segja. Það má segja að þessir fimmtán tonna bátar hafi um margt sömu eiginleika og hinir hefðbundnu vertíðarbátar höfðu hér áður fyrr. Á þessum bátum er 2-3 manna áhöfn, en á gömlu ver- Það sem koma skal - segir Regin Grímsson, framkvæmdastjóri Mótunar ehf. „Þetta er að mínu mati það sem koma skal,” segir Regin Grímsson, framkvæmdastjóri bátasmiðjunnar Mótunar ehf., sem hannar og smíðar hina svokölluðu Gáskabáta. Þessi framleiðsla er rótgróin og á sér 25 ára sögu. En alltaf heldur þróunin áfram og endalaust er hægt að endurbæta bátana. Regin orðar það svo að nú sé hann með í smíðum báta sem að mati þeirra sem hafa skoðað marki nokkur tímamót. „Ég held að þetta sé það sem koma skal, þ.e. að byggja upp bátaflota sem veiðir fisk á vistvænan hátt og skilar honum daglega að landi,” segir Regin Grímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.