Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 55

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 55
tíðarbátunum voru 7-8 menn í áhöfn. Stofnkostnaður við þessa báta er tiltölulega lítill og rekstr- arkostnaðurinn sáralítill, en hrá- efnið sem þeir skila er fyrsta flokks. Svarið við háu kvótaverði og lækkandi fiskverði er fyrst og fremst hagkvæmni í rekstri og henni ná menn fram með þessum bátum. Tæknilega eru bátarnir afar fullkomnir og þeir sem til þekkja segja að tækniþróunin í þessum bátum sé jafnvel hraðari en í tölvuheiminum.” „Rólegir” bátar Regin segir að við hönnun Gáska- bátana hafi hann lagt áherslu á að gera þá „rólega” – m.ö.o. að þeir fari vel með sjómennina. Hann segir að í bátunum sé langur kjöl- ur og þyngdin í kilinum dragi úr veltingi þeirra um lengdarásinn. Þá segir Regin að hönnun bát- anna taki mið af lágmarks við- námi, þannig sé t.d. öll horn á bátnum rúnuð. „Bátarnir sem við erum núna að smíða fyrir Pál J. Pálsson og Stakkavík eru að mínu mati mjög vel búnir og fullkomnir. Vélar- rúmið er rúmgott og það sama má segja um lestarrýmið. Þá er lögð áhersla á að auðvelt sé að þrífa lúkar og lest,” segir Regin. En hvað skyldi Gáski 1180 kosta? „Fyrir utan tæki getum við sagt að hann kosti um 23 millj- ónir króna,” segir Regin og nefnir að kostnaður við tæki sé allt frá 1,5 og upp í 5 milljónir króna, allt eftir því hversu fullkominn tæknibúnað menn vilja. Í einn af Færeyjarbátunum voru sett tæki sem kostuðu um fimm milljónir króna og Regin orðar það svo að stýrishúsið hafi verið eins og stjórnstöð í raforkuveri! Fjórtán starfsmenn Það er til marks um þá uppsveiflu sem hefur orðið í smíði slíkra báta að nú starfa fjórtán starfs- menn hjá Mótun ehf., en fyrir tveimur árum var aðeins einn starfsmaðu hjá fyrirtækinu. „Vita- skuld hefur maður lent í ýmsum hremmingum, en það má segja að Færeyjamarkaðurinn hafi aftur komið fótunum undir þessa starf- semi. Undanfarin ár hefur verið góð veiði við Færeyjar og Færey- ingar hafa verið duglegir að end- urnýja sinn flota. Þeirra fiskveiði- stjórnunarkerfi, þ.e. sóknarstýr- ing og veiðarfærastýring, gerir það að verkum að strandveiðiflot- inn er öflugur. Færeyingarnir ýttu út togveiðarfærunum og leggja áherslu á línu- og handfæraveið- ar,” segir Regin. Bjartsýnn á framtíðina Regin er bjartsýnn á framtíðina í smíði smábáta. „Ég held að þetta sé það sem koma skal, þ.e. að byggja upp bátaflota sem veiðir fisk á vistvænan hátt og skilar honum daglega að landi,” segir Regin. Hann segir að t.d. í Nor- egi séu ekki smíðaðir slíkir bátar og hafi fulltrúar frá norska fyrir- tækinu Mustad, sem sóttu Mótun heim núna á haustdögum, haft orð á því að þessir nýju Gáskabát- ar væru byltingarkenndir. Í Stakkavíkurbátnum sem Mót- un hefur þegar afhent er um 450 hestafla Cummins vél, en í þeim bátum sem núna eru í smíðum verður milli sex og sjö hundruð hestafla vélar. „Samkvæmt út- reikningum miðað við eigin þyngd bátsins gæti ganghraðinn verið um 32 mílur. Miðað við ell- efu tonn með tækjum og olíu er ganghraðinn um 28 mílur,” segir Regin Grímsson, framkvæmda- stjóri og eigandi Mótunar ehf. 55 S M Á B Á TA S M Í Ð I www.isfell.is Ísfell ehf • Fiskislóð 14 • P.O.Box 303 • 121 Reykjavík • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Allar gerðir bindivéla Stál- og plastbönd „Bátarnir sem við erum núna að smíða fyrir Pál J. Pálsson og Stakkavík eru að mínu mati mjög vel búnir og fullkomnir. Vélarrúmið er rúmgott og það sama má segja um lestarrýmið.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.