Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 57

Ægir - 01.11.2003, Blaðsíða 57
Það sem Bjarki nefnir einkum er tvennt sem hann telur krapann skorta. Annars vegar að þykkt krapans sé 40% eða lægri og hins vegar að krapi sé of saltur. Hann telur þó að þetta muni leysast innan tíðar. Ég vil með þessum skrifum upplýsa Bjarka og les- endur Ægis um að framtíðin er komin og raunar fyrir nokkru síð- an. Skaginn hf. hefur framleitt krapavélar sem eru með stillan- legu saltinnihaldi, allt frá salt- lausum til brimsalts krapa. Með þessu er höfð stjórn á hitastigi krapans. Þykkt krapans getur ver- ið frá þunnum krapa innan við 10% eða farið yfir 50% frá krapa- vélinni. Með því að lensa frá vökvann eftir dælingu má fá mun þykkari krapa (snjó). Hér kemur að þriðja atriðinu sem Bjarki nefnir ekki og er mjög mikilvægt í þessu tilviki. Krapinn verður að vera grófkornaður. Sé krapinn of fínkornaður rennur hann einfald- lega burtu. Nauðsynlegt að hefja strax kælingu Til að tryggja gæði aflans þegar hann kemur að landi er nauðsyn- legt að hefja strax kælingu. Hægja á skemmdarferli náttúr- unnar, við náum ekki að stöðva það. Kælingin lengir dauða- stirðnun upp í allt að 24 tíma og ferskleikatímabilið í 48-72 tíma. Með því að hægja á dauðastirðn- un, hægja á myndun enzyma sem eru fóður handa bakteríum og hægja á bakteríuvexti er fersk- leiki og gæði fisksins aukin. Þetta er gert með því að kæla fiskinn niður fyrir 0°C, en gæta þess um leið að halda honum yfir frost- marki fisksins. Krapi sem fram- leiddur er úr sjó er ekki búinn þessum eiginleikum, hann er alltaf of kaldur. Það er náttúru- lögmál sem ekkert þýðir að berj- ast gegn. Mismunandi notkun Notkun krapans er mismunandi eftir því hvar er í vinnsluferlinu í skipinu. Í móttöku er krapinn þunnur og kaldur, til að ná hita- stiginu niður sem hraðast. Eftir blóðgun er áfram þunnur krapi en saltinnihaldið lægra til að salta ekki fiskinn, en ná út blóði úr holdinu án þess að salta fiskinn. Þegar kemur að geymslu er mikil- vægt að halda hitastiginu milli mínus 0,5°C og mínus 1°C og jafnframt að létta þrýstingi af fiskinum við geymslu. Hér er not- aður þykkur krapi sem í byrjun er rúmlega 50%, en þegar vökvinn rennur undan og er lensaður burt þykkist krapinn og fiskurinn liggur í nokkurs konar snjóhúsi. Til að þetta gerist er nauðsyn að krapinn sé ekki of fínkornaður. Rétt hitastig Kæliorka sem þarf til að kæla niður fiskinn er fengin með því að stjórna þykkt krapans, kæli- orkan er háð því hve mikið er af ís í krapanum. Því þykkari sem krapinn er því meiri kæliorka. Það er mikilvægt að lækka ekki hitastigið til að kæla, heldur stjórna þykktinni með óbreyttu hitastigi. Hitastiginu er stjórnað með saltinnihaldi krapans. Eins og áður er sagt er lykilatriði að gæðum fisksins meðal annars fólgin í því að kæla hann ekki niður fyrir frostmark. Við það að fara niður fyrir frostmark fisk- holdsins myndast ískristalar í holdinu, sem sprengja frumurnar og gera hann viðkvæman gegn allri meðhöndlun. Hins vegar er lágt hitastig mikilvægt til að hægja á skemmdarverkum enzyma og baktería. Rétt hitastig er lykillinn að hámarks gæðum. Framtíðin er komin! Höfundur þessarar greinar er Sigurður Guðni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skagans hf. á Akranesi. Fiskur í þykkum krapa 57 S J Ó N A R M I Ð Flök í þunnum krapa, til að hreinsa út blóð. Í 9. tbl. 2003 af Ægi er afskaplega áhugaverð grein eftir Bjarka Magnússon hjá Rf. um mis- mun á notkun vökvaíss (krapa) og hefðbund- ins ís. Í greininni gerir hann góða grein fyrir kostum krapans til að kæla og geyma. Jafn- framt fjallar hann um takmarkanir krapans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.