Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 6
6 P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S Í aðdraganda alþingiskosninganna sl. vor var í raun ótrúlega lítil umræða um Evrópusambandið og stöðu Ís- lands á næstu misserum og árum gagnvart sambandinu. Samfylkingin hafði raunar boðað fyrir nokkru að ESB-málið yrði það stærsta í kosning- unum, en af því varð þó ekki, hvernig sem á því stendur. Og forystumenn Framsóknarflokksins tóku líka þann púlsinn að gera ESB-málið ekki að kosningamáli, þó svo að formaður flokksins hafi að því er virðist færst nær Evrópusambandsgáttinni en margur annar. Nú er það svo að það eru miklar hræringar innan Evrópusambandsins og við Íslendingar verðum að fylgjast náið með því sem þar er að gerast. Á sama tíma og Austur-Evrópuríki eru eitt af öðru að fara inn í ESB stöndum við Íslendingar á hliðarlínunni og það sama gera raunar Norðmenn einnig. Tvær af stærstu fiskveiðiþjóðum við norðanvert Atlantshaf. Með reglulegu millibili kviknar umræða um ESB og sjávarútveg og hvernig Norðmenn og Íslendingar standi að vígi utan eða innan sambandsins. En umræðan hef- ur vart verið komin á flug þegar hún hefur dáið aftur. Þó brá svo við að óvenju mikið var fjallað um þennan málaflokk eftir komu Franz Fischlers, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn ESB, til Íslands um daginn. Mogginn skrifaði leiðara um málið og leiðaraopnan var nokkrum dögum síðar uppfull af greinum með og á móti ESB-aðild. Eins og við mátti búast fer umræðan í rammpóli- tískan farveg og menn leggja út af orðum Fischlers eins og þeir vilja. Auðvitað er þetta bullandi póli- tískt mál. Núverandi ríkisstjórn hefur það klárlega ekki á sinni stefnuskrá að færa Ísland nær Evrópusambandinu - í það minnsta ekki Sjálfstæðisflokkur- inn. Framsóknarflokkurinn er greini- lega á báðum áttum. Samfylkingin vill aðildarviðræður, Vinstri-Grænir sjá rautt þegar minnst er á ESB og Frjálslyndir eru við núverandi aðstæð- ur andvígir aðild að ESB. Þó voru eft- irtektarverð ummæli Guðjóns Arnar, formanns Frjálslyndra, í Fiskifréttum 15. ágúst þar sem hann ítrekar að ekki sé á sinni stefnuskrá sem stendur að ganga í ESB, en þegar horft sé fram á veginn megi þó telja líklegt að „til þess dragi að við förum inní bandalagið fyrr en síðar.“ Og Guðjón Arnar bætir við í greininni í Fiski- fréttum: „Svo gæti farið að samnings- staða okkar gagnvart ESB að því er fiskveiðar varðar verði okkur mjög hagkvæm á næstu árum. Sú samn- ingsstaða er að mínu viti óháð því hvort við göngum í ESB en þeir samningar sem gerðir yrðu gætu vissulega auðveldað þá vegferð síðar meir ef til kæmi. Sú staða getur auð- vitað komið upp að Norðmenn vilji inn í ESB og þá verður staða okkar verulega önnur. Vegna okkar eigin hagsmuna eru miklar líkur til þess að við verðum að endurskoða stöðu okk- ar og jafnvel verða Norðmönnum samfara í ESB þegar þar að kemur.“ Í umræðunni er jafnan lögð áhersla á að þetta mál snúist fyrst og fremst um hérlendan sjávarútveg og yfirráð yfir auðlindunum við Ísland - ekki megi framselja stjórnun nýtingar fiskistofnanna við Ísland til Brussel. Umræðan er óljós. Andstæðingar ESB mála skrattann á vegginn, stuðnings- menn sjá roðann í austri. Fólk á erfitt með að mynda sér skoðun út frá áróð- urskapphlaupi andstæðinga og stuðn- ingsmanna Evrópusambandsins. Ann- að slagið gerir Gallup síðan skoðana- kannanir um afstöðu fólks til inn- göngu í Evrópusambandið og svörin eru til skiptis já og nei, eftir því hvernig liggur á fólki þann daginn sem könnunin er gerð. Norðmenn sveiflast líka fram og til baka í afstöðu sinni til Evrópusam- bandsins. Þeir hafa ítrekað verið and- snúnir aðild að Evrópusambandinu, en svo virðist sem afstaða þeirra sé eitthvað að breytast. Hugsanlega er unga fólkið í Noregi hlynntara aðild að ESB en þeir eldri, sem hafa m.a. verið á móti Evrópusambandinu vegna hagsmuna Norðmanna í sjávar- útvegi. Staðreyndin er hins vegar sú að sjávarútvegurinn hefur ekki sama vægi í Noregi og hann hafði hér á árum áður og það eitt kann að vera ráðandi um breytta afstöðu Norð- manna. Íslendingar gætu verið í erfiðum málum ef Norðmenn gera alvöru úr því innan fárra ára að feta sig nær Evrópusambandinu og þess vegna hljótum við að fylgjast mjög vel með framvindunni í þessum málum í Nor- egi. Ég tók eftir því í fréttum fyrir nokkru að talsmenn danskrar útgerð- ar kvörtuðu sáran yfir því að stjórn- völd í Danmörku tækju lítið tillit til hennar. Danir eru stór fiskveiðiþjóð innan Evrópusambandsins, en engu að síður er hlutur fiskveiða og fiskiðn- aðar aðeins innan við eitt prósent af þjóðartekjum Dana. Þarna er ólíku saman að jafna, hér á Íslandi er sjávar- útvegurinn enn langstærsti þátturinn í útflutningstekjum þjóðarinnar. Hagsmunir sjávarútvegsins hér á landi eru því hlutfallslega miklu meiri en til dæmis í Danmörku. Íslendingar þurfa að ræða án for- dóma um stöðu Íslands og sjávarút- vegsins hér á landi gagnvart Evrópu- sambandinu. Það er engin spurning að áður en langt um líður gætum við þurft að taka nokkuð stórar ákvarðan- ir í þessum efnum og undir það verð- um við að vera búin með fordóma- lausri umræðu á báða bóga. Sjávarútvegur, Ísland og ESB Pistil mánaðarins skrifar Óskar Þór Halldórsson, blaðamaður

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.