Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 10

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 10
10 „Ég hef heyrt að veiðin sé nokkuð misjöfn eftir svæðum. Á sumum svæðum er ágætis veiði, en annars staðar er hún hverfandi. Til dæmis virðist selur vart finn- anlegur í Ófeigsfirði. Þar hefur Pétur Guðmundsson, formaður Samtaka selabænda, aðeins fengið einn kóp í ár og það sama var raunar uppi á teningnum í fyrra, en undanfarin ár hefur hann oftast veitt 50 - 60 vorkópa. En sem betur fer er veiðin sums staðar í eðlilegum farvegi. Það er vitað að landsel hefur fækkað undanfarin ár og það sama gildir einnig um útselinn. Skýringu á því hafa menn ekki á reiðum höndum, en sumir óttast að tölu- vert af kópum og ungsel sem eiga að bera uppi veiði komandi ára lendi í netum. Þó að þetta sé vissulega tilgáta, teljum við okk- ur hafa ýmislegt fyrir okkur í þessu,“ segir Árni. Fyrst og fremst landselur og útselur Hér við land kæpa fyrst og fremst tvær tegundir sela; landselur (vor- selur) og útselur (haustselur). Aðrar tegundir koma hér aðeins sem flækingar. Á síðasta ári er skráður aukaafli þessara tegunda í net eftirfarandi; fjórir blöðruselir, fjórir kampselir, fjórir hringanór- ar og einn vöðuselur. Landselurinn kæpir á tímabil- inu maí-júlí og hefst kæpingin fyrr fyrir sunnan land en við norðurströndina. Útselurinn kæp- ir á haustin, október-nóvember. Landselsstofninn var síðast tal- inn árið 1998 og var hann þá metinn um 15 þúsund dýr, sem er svipaður fjöldi og talinn var árið 1995. En þegar stofninn var stærstur taldi hann um 35 þús- und dýr. Veiðiþol landselsstofns- ins er óþekkt. Útselskópar voru taldir í fyrra og var heildarfjöldi kópa metinn Verð á selskinnum hefur hækkað - en hátt gengi krónunnar dregur úr ávinningi selabænda „Veiðitíminn er ekki búinn og því hef ég ekki að svo stöddu tiltækar tölur um veiðina á þessu ári. Hins vegar náðist fram ágætis verðhækk- un á selskinnum erlendis og bænd- ur voru því hvattir til veiða sl. vor. Verðið á selskinnum er nokkru hærra en undanfarin ár, en hins vegar hefur gengisþróunin verið óhagstæð fyrir útflutning á sel- skinnum eins og í öðrum útflutn- ingsgreinum,“ sagði Árni Snæ- björnsson, hlunnindaráðunautur Bændasamtaka Íslands, þegar hann var spurður um hvernig selveiðar hafi gengið í ár. Árni Snæbjörnsson, hlunnindaráðunaut- ur Bændasamtaka Íslands.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.