Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 11

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 11
11 S E LV E I Ð I um 1.350 dýr og stofnstærð því áætluð um 5.500 dýr. Þetta eru nokkru færri selir en samkvæmt talningu árið 1998, en stærstur varð stofninn um 12 - 13 þúsund dýr. Selveiðar fyrst og fremst vegna skinnanna Selveiðar hafa fyrst og fremst ver- ið bundnar við kópa og þá aðal- lega vegna skinnanna. Um tíma lögðust selveiðar við Ísland því sem næst af vegna áróðurs sk. umhverfisverndarsinna, en þær hafa verið að ná sér aftur á strik. Kóparnir eru veiddir nokkurra vikna gamlir, þegar mjólkur- skeiði urtunnar er lokið og hún fer að venja undan. Fullorðnir landselir eru ekki veiddir, en eitt- hvað af fullorðnum útsel. Vor- kópaskinnin eru sútuð í pels eða seld spýtt til útlanda, en haust- kópaskinnin eru sútuð í leður. Selveiðar við Ísland eru fyrst og fremst við Húnaflóa og Breiða- fjörð. „Það væri unnt að stunda þessar veiðar um allt land, en því miður er lítið veitt við Suður- og Austurland,“ segir Árni Snæ- björnsson. Á síðasta ári veiddust 725 selir við Ísland, samanborið við 1.062 seli árið 2001. Haustkópaveiðar stóðu nánast í stað en vorkópa- veiðar drógust verulega saman. Úrvals matur Árni segir að menn hafi verið að þreifa fyrir sér með útflutning á selkjöti, sem þykir hinn mesti herramanns matur. Hér innan- lands eru selkjöts neytt í litlum mæli, en ástæða væri til þess að auka neysluna, því hér er um að ræða afar gott kjöt, að sögn þeirra sem hafa prófað kjötið. „Selspik hefur verið annað slagið á boðstólum í fiskbúðum og súrs- aðir hreifar hafa verið vinsælir á þorrablótum. Stundum hefur ver- ið hægt að fá selkjöt í verslunum og einstaka maður hefur verið að bjóða þetta kjöt í tengslum við ferðaþjónustu,“ segir Árni. Rannsóknir á selkjöti Í athyglisverðri rannsókn sem sér- fræðingar hjá MATRA, sem er samstarfsvettvangur RALA og Iðntæknistofnunar, unnu að sl. vetur var sjónum beint að selkjöti og hvernig geymslu þess væri best háttað. Til rannsóknarinnar voru fengnir fimm landselskópar frá Benedikt Jóhannssyni á Krossa- nesi á Vatnsnesi. Kóparnir, sem voru veiddir í net í júní á síðasta ári og blóðgaðir lifandi, voru látnir hanga á kjötkrókum líkt og við sauðfjárslátrun á meðan spikið var skorið af þeim. Skilið var eftir þunnt lag af fitu á þeim vöðvum sem valdir voru. Í geymsluþols- prófun og við skynmat voru tekn- ir vöðvar úr handarstykki (fram- hreifar) og hryggvöðvi aftur að mjaðmabeini, en þessir vöðvar eru mýksta kjötið af selnum. Kjötinu var pakkað í lofttæmdar umbúðir og fryst við -21 til -22°C. Kjötið var ýmist látið vera í frosti í 11/2, 3 og 6 mánuði. Skynmat var framkvæmt þannig að 7-8 dóm- arar voru látnir bragða á kjötinu og segja til um bragðgæði þess, með tilliti til þráabragðs. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að mönnum hafi komið á óvart hversu gott selkjöt- ið reyndist vera og mjúkt undir tönn, sérstaklega hryggvöðvinn. Ekkert þránunarbragð fannst af kjötinu, hvort sem það hafði verið hálfan annan, þrjá eða sex mánuði í frosti. Sérfræðingarnir á Keldna- holti segja í niðurstöðum rann- sóknar sinnar að mikilvægt sé að hreinsa vel sýnilega fitu af sel- kjötinu áður en það er matreitt, til að hindra þránunarbragð af kjötinu. Ljóst sé að selkjöt geym- ist í að minnsta kosti sex mánuði, ef ekki lengur, í frosti, pakkað í loftþéttar umbúðir og settar í svartan poka til að hindra áhrif þránunar vegna ljóss. Tenging við ferðaþjónustuna Í fréttabréfi Samtaka selabænda til félagsmanna sinna sl. vor var minnt á að auk hefðbundinna nytja af sel, væri rétt að líta til annarra átta. „Við eigum að nýta okkur þá möguleika sem að í sel- og selveiðum felast og tengja það ferðaþjónustunni,“ segir í frétta- bréfinu. „Þar er átt við bæði sela- skoðun, fræðslu um seli og ekki síst við nýtingu afurðanna, þ.e.a.s. kjöt, spik, hreifa eða svið til matar á ferðamannastöðum. Einnig að nota skinnin í muni og gripi eða selja þau í heilu lagi til ferðamanna. Að einhverju leyti á þessi nýting sér þegar stað, en þennan þátt þarf að efla. Selveiðar eru árlega kynntar ýmsum aðilum í ferðaþjónustu, bæði á fundum og í einkaheimsóknum, ásamt kennslu um hlunnindi við ferða- málabraut Hólaskóla og Leið- sögumannaskóla Íslands. Sú um- fjöllun fær góðar undirtektir, enda vekur selurinn í öllum myndum athygli erlendra ferða- manna. Þessar áherslur falla vel að hefðbundnum nytjum. Veiðar og selaskoðun eru t.d. síður en svo andstæður, það þekkja selabænd- ur mætavel.“ Hér er verið að spýta selskinn. Mynd: Árni Snæbjörnsson. Jón heitinn Benediktsson í Höfnum á Skaga að flá landselskóp. Jón var hlunnindabóndi í Höfnum í sex áratugi, auk þess að stunda hefðbundinn búskap í þrjátíu ár. Mynd: Árni Snæbjörnsson. Hér má sjá vorkópa (landsel) á Kol- beinsá. Myndin var tekin í júnílok árið 2001. Mynd: Árni Snæbjörnsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.