Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 14

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 14
14 S K E M M T I F E R Ð A S K I P Ferðalög með skemmtiferða- skipum er sá angi ferðaþjónust- unnar sem hefur vaxið hvað mest í heiminum á undanförnum hálf- um öðrum áratug. Árlegur vöxtur í mörg undanfarin ár er á bilinu 8-10%, sem er hreint ekki svo lítið og fyrir Ísland hlýtur að vera mikilsvert að ná í hluta af þessari stækkandi köku. „Þó svo að við höfum ekki verið með stóran hluta af kökunni, þá hefur okkur tekist að halda okkar markaðs- stöðu og vel það. Í fyrra komu um 30 þúsund farþegar til Íslands með skemmtiferðaskipum. Skipin hafa verið að stækka gríðarlega mikið á undanförnum árum og því eru stærri hafnir betur í stakk búnar að taka við slíkum skipum. Ég get til dæmis nefnt hafnir eins og Kaupmannahöfn, Stokkhólm, Helsinki, Tallin í Eistlandi og St. Pétursborg í Rússlandi,“ segir Ágúst og bætir við að almennt sé búist við áframhaldandi vexti í þessum hluta ferðaþjónustunnar. „Það kom vissulega afturkippur í þetta eftir hryðjuverkaárásárnir á New York. Þá voru árlega í smíð- um 40-50 skemmtiferðaskip, en núna eru 25-30 skip í pöntun og smíðum. Meðal þeirra skipa sem nú er verið að smíða má nefna Queen Mary, sem er 100-120 þúsund tonn að stærð, um 350 metra löng.“ Kemur mörgum vel Koma skemmtiferðaskipa til Ís- lands skiptir vissulega verulega miklu máli fyrir hafnirnar, ekki síst á minni stöðunum. Guð- mundur Kristjánsson, hafnarstjóri í Ísafjarðarbæ, segir það gríðar- lega mikilsvert fyrir höfnina á Ísafirði að fá skemmtiferðaskipin þar inn, enda hafi stórum fiski- skipum fækkað mjög á þessu svæði og því sé fengur af því fyrir höfnina að fá tekjur af skemmti- ferðaskipunum. Ágúst Ágústsson orðar það svo að þetta séu viðbót- artekjur fyrir Reykjavíkurhöfn en kostnaðurinn sé lítill á móti. „Þar að auki koma svokallaðar afleidd- ar tekjur af þessari starfsemi til Reykjavíkurhafnar. Ríkið hefur einnig töluverðar tekjur af skemmtiferðaskipunum í gegn- Óvenju mörg skemmtiferðaskip leggja leið sína til Íslands í sumar: Skemmtiferðaskipin í sókn og spáð aframhaldandi vexti „Í sumar komu um sextíu skemmtiferðaskip til Reykjavíkur. Í fyrra voru skipin 50, 49 sumarið 2001 og 47 árið 2000, þannig að skipunum hefur verið að fjölga, sem vissulega er mjög jákvætt. Það er ekki gott að segja hvað skýrir þessa fjölgun skipa, en auðvitað höfum við unnið að markaðssetningu Reykjavíkurhafnar og Íslands sem ferðamannalands undanfarin ár, meðal annars með þáttöku í skemmtiferðaskipakaup- stefnum á Miami á Flórída og í Hamborg Þýskalandi og þetta markaðs- starf hefur skilað sér. Við höfum líka verið að bæta aðstöðuna fyrir skipin sem og upplýsingastreymið til skipanna og farþeganna,“ segir Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Reykjavíkurhafnar. „Við erum þegar búnir að bóka fleiri stór skip næsta sumar en í ár og ég á von á því að heild- artala skipanna verði svipuð og í sumar. Mér sýnist því að það muni verða fjölgun farþega milli ára,“ segir Pétur Ólafsson, skrifstofu- og markaðsstjóri Akureyrar- hafnar, en 45 skip komu til Akureyrar í sumar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.